Sælir,
Er að glíma við vandamál sem ég hef aldrei áður lent í. Er með tvo 1TB Samsung diska í Vantec Nextar USB hýsingu. Tek diskana úr hýsingunni og set þá inn í nýja vél sem ég er að setja saman. Þetta eru SATA diskar.
Ræsi vélina og inn í Windows-ið (2k3 server), en hún sér diskana ekki. Fer í disk management, og þá eru þeir báðir þar, en í RAW mode og virðast vera tómir. Ég fékk náttúrulega vægt sjokk, ríf þá úr og skelli þeim aftur í USB hýsinguna, tengi hana við vélina og þá er allt eðlilegt.
Hvað getur orsakað að þeir detti í RAW mode ef ég tengi þá beint inní vélina? Get ég reddað þessu einhvernveginn án þess að tapa gögnum?
Já, svo er ég reyndar líka með annan disk, sem er gamall IDE diskur. Færði hann úr gömlu vélinni og yfir í þá nýju og það sama gerist þar. Er viss um að hann sé eðlilegur ef ég set hann aftur yfir í gömlu, nenni samt varla að prófa það.
Hvaða rugl er í gangi?
Færi diska úr USB enclosure og inní vél. Verða RAW
Re: Færi diska úr USB enclosure og inní vél. Verða RAW
Eitthvað RAID box? Annars lenti ég líka í þessu með hýsingu sem var dauð og er ennþá ekki búinn að átta mig á því hvað ég get gert til að fá gögnin aftur, þeir sitja bara hérna og bíða eftir að deyja hægum dauðdaga.
-
AntiTrust
- Stjórnandi
- Póstar: 6379
- Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
- Reputation: 174
- Staða: Ótengdur
Re: Færi diska úr USB enclosure og inní vél. Verða RAW
Getur verið að diskarnir í hýsingunni séu í FAT32 ?
-
hagur
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3152
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 463
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Færi diska úr USB enclosure og inní vél. Verða RAW
dori skrifaði:Eitthvað RAID box? Annars lenti ég líka í þessu með hýsingu sem var dauð og er ennþá ekki búinn að átta mig á því hvað ég get gert til að fá gögnin aftur, þeir sitja bara hérna og bíða eftir að deyja hægum dauðdaga.
Ja, boxið styður JBOD, en ég var ekki með það stillt þannig.
AntiTrust skrifaði:Getur verið að diskarnir í hýsingunni séu í FAT32 ?
Neibb ... báðir eru NTFS.
Ég er búinn að googla þetta fram og til baka og eina sem ég fæ uppúr því er að líklega er um eitthvað compatibility vesen að ræða. Æðislegt
-
hagur
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3152
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 463
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Færi diska úr USB enclosure og inní vél. Verða RAW
Jæja, það er svo mikið af gögnum á þessu að ég nenni/þori varla að vera að fikta mikið með þetta.
Hugsa að ég fái mér bara nýja diska til að hafa inní vélinni, færi gögnin af USB hýsingunni og noti hana svo bara sem backup.
Hugsa að ég fái mér bara nýja diska til að hafa inní vélinni, færi gögnin af USB hýsingunni og noti hana svo bara sem backup.