Vandamál með USB HDD, RAW


Höfundur
Stubbur13
has spoken...
Póstar: 164
Skráði sig: Fös 28. Ágú 2009 20:23
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandamál með USB HDD, RAW

Pósturaf Stubbur13 » Mið 25. Ágú 2010 14:42

Góðan daginn.

Ég var að fara horfa á mynd á flakkaranum áðan svo ég tengi hann og vel mér mynd til að horfa á. En ákvað að skreppa út í búð og kaupa mér eitthvað að borða áður en ég mundi horfa á myndina. Þegar ég kem heim tek ég eftir því að það stendur á skjánum you need to format the disk in drive(I:) og svo í My Computer þá stendur Local Disk. Þegar ég tengji flakkarann þá kemur líka you need to format the disk in drive og líka ef ég reyni að opna hann. Þannig að ég googlaði vandamálið og kemst að því að flakkarinn er RAW.

Ég er búinn að eiga þennan flakkara núna í ár og aldrei verið vandamál, svo allt í einu verður hann RAW formattaður. Sá á netinu að windows getur ekki lesið RAW formatt (gæti verið vitleysa ég veit ekkert um tölvur). Þannig að mér finnst skrítið að þetta komi upp svona allt í einu.

Þannig að ég var að spá hvort að það væri einhvern veginn hægt að laga þetta eða þarf ég formatta disknum og tapa öllum gögnum?

Mbk,

Steinþór