HDD crash - hvaða options eru í boði?

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

HDD crash - hvaða options eru í boði?

Pósturaf Hargo » Þri 24. Ágú 2010 17:18

Fjarskyld frænka mín lenti í því að harði diskurinn hjá henni hrundi. Hún fór með hann í viðgerð hjá tölvufyrirtæki og þeir sögðu henni að það væri ekkert hægt að gera. Hún fékk hinsvegar á tilfinninguna að þeir nenntu þessu ekki (sem ég efast nú stórlega um, veit samt ekki hvaða fyrirtæki hún fór með diskinn til) og ákvað að hringja í mig (æðislegt :roll: ).

Allavega, hún hélt að ég gæti eitthvað reddað henni með einhverjum töfrabrögðum. Ég sagði henni bara að ég myndi líklega bara reyna það sama og þeir, setja diskinn í hýsingu og reyna að keyra eitthvað recovery forrit ef diskurinn fer í gang. Reyndi að útskýra fyrir henni að það væri í raun bara eitt eftir í stöðunni og það væri að senda diskinn út og það kostar einhverja hundraðþúsundkalla án þess að ábyrgjast árangur. Hún var auðvitað með allar myndir á disknum og ekkert afrit til.

Svo fór ég að pæla hvort ég ætti eitthvað að fikta í disknum hennar ef hún vill ekki senda hann út. Ég hef heyrt að einhverjir hafa verið að opna HDD sjálfir með því að láta gufu úr heitri sturtu fylla baðherbergið hjá sér til að minnka ryk í loftinu og opna svo HDD boxið þar. Ég veit samt ekki hvað er málið með diskinn, gæti verið hvað sem er. Hún sagði mér ekkert hvað var að honum. Að auki hef ég aldrei opnað HDD áður þannig að ég efast um að ég ætti eitthvað að vera að gera mína frumraun í þeim efnum í svona tilfelli.

Er ekki líka hægt að kaupa alveg eins disk, taka stýrisplötuna og skipta um á gamla disknum? Er einhver hérna með svoleiðis success stories af svona HDD málum? Í hvernig tilvikum hefur það verið að virka?



Skjámynd

teitan
Ofur-Nörd
Póstar: 238
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 10:23
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: HDD crash - hvaða options eru í boði?

Pósturaf teitan » Þri 24. Ágú 2010 17:27

Fyrst að þetta er fjarskyld frænka þá er þetta sennilega ómögulegt...

En án gríns þá má alveg reyna að skipta um stýriplötuna ef að það er málið... en ef að diskurinn snýst og það skeður ekkert eða heyrist bara *klikk klikk* þá ertu í meiriháttar veseni... :P



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: HDD crash - hvaða options eru í boði?

Pósturaf Gúrú » Þri 24. Ágú 2010 18:00

Það var 4-5bls þráður um þetta einhverntímann og niðurstaðan var að það væri mörghundruð % betra að reyna að fá tíma í einhverju þrýsti-eitthvað herbergi í HÍ vegna þess að það þyrfti bara ótrúlega lítið rykkorn til að rústa mikið af gögnum.


Modus ponens