Í gegnum tíðina þá hef ég eytt subbulegri upphæð af peningum í rubber dome lyklaborð sem hafa ekki tekið nema 1-2 ár í að slappast.
Fyrir nokkrum mánuðum rakst ég á lausn, Mekanísk lyklaborð. Mekanísk lyklaborð eru, má segja, með actual takka, frekar en hnappa sem þú ýtir niður á gúmmiplötu.
Það eru til ýmsar gerðir af tökkum fyrir þessi lyklaborð, brown, blue, black, white og red cherry mx switches, 'bucking springs' rofar og fleiri týpur.
Það sem varð fyrir valinu hjá mér voru cherry brown rofar, ástæðan fyrir því er að þeir eru eru ekki með 'click' hljóðið og með smá æfingu getur maður silenceað ásláttinn, með að sleppa því að botna takkann, og einnig eru þeir taldir einna bestir ef maður er 50/50 í gaming/typing.
Anyways! Í morgun barst mér pakki:

(tók jafn langan tíma að fá pakkan frá Bretlandi til Íslands og það tók hann að komast heim til mín eftir að hann kom til landsins.)


Framleitt í Taiwan, hence hellingur af óskiljanlegu babbli.(fyrir mér)

Ennþá meira af óskiljanlegu babbli á bækling.


Smátt og kynþokkafullt.


Merkilega bjartar díóðurnar, ekki að það eigi eftir að loga mikið á þeim.

Cherry brown rofarnir.
Tilfinningin að skrifa á þetta borð er svakaleg. Ekki einu sinni á sama leveli og rubber dome lyklaborðin sem maður er vanur.
Jæja, þá er kominn tími á 'OTAKU' pakkann.


h0h0


Tools of the trade, keycap pullerinn til vinstri, snilldargræja til að rífa takka upp þægilega og örugglega, USB > PS2 adapterinn, sem gefur borðinu NKRO(N-key rollover), get ýtt á eins marga takka í einu og hendur, tær og nef leyfir, og þeir registera allir. Og svo að sjálfsögðu rauði ESC takkinn, sem Bruce frá Keyboardco sendi með pakkanum af einskærri góðmennsku.

Útlitið á borðinu eftir góða ca. klst af föndri yfir Futurama.
Það er ekkert komin svakaleg reynsla á þetta borð hjá mér, en ég er strax farinn að kvíða því að hætta að skrifa þennan þráð, þetta borð er það girnilegt í áslætti.
Verðið var ca. 30þús komið hingað heim með öllu saman, borðinu, blank tökkunum og keycap pullernum, pantað af http://www.keyboardco.com, einnig flottir gæjar sem vinna þar, skipti engu máli hversu mörgum spurningum ég dældi á Bruce þar, ég fékk alltaf ómannlega fljótt svar.
Svosum erfitt að mæla með þessu borðum, þar sem verðið hræðir sennilega flesta frá þeim, sérstaklega þar sem það er enginn staður hérna heima sem selur þetta og þal mjög erfitt að fá að prófa áður en maður pantar.
En hversu mikið eru menn ekki að eyða í Logitech og Razer G4M1NG lyklaborð?
Það eru allt rubber dome lyklaborð, sem standast þessum mekanísku borðum engan vegin snúning imo.
Vona að ég hafi náð að vekja forvitni hjá einhverjum með þessari predikun.

Endilega dembið á mig commentum/spurningum.
Jimmy.