Vantar álit á megavél


Höfundur
Þriðji
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 25. Mar 2010 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar álit á megavél

Pósturaf Þriðji » Mið 07. Júl 2010 02:45

Ég er að spá í að fá mér tölvu sem á að vera svakaleg í leikina og "uppfærsluvæn" (er það orð?) Ég skal reyna að tala sem skýrast.
Btw, þessi tölva verður notuð ekki notuð í myndvinnslu eða neitt slíkt. Bara helling af tölvuleikjum og vafri...

Það sem ég er kominn með er:

2x Vinnsluminni: Kingston DDR3-1600 4GB(2x2GB) CL9 Memory Kit , (19900x2=) 39.800kr
http://buy.is/product.php?id_product=829

Móðurborð: GIGABYTE GA-790XTA-UD4 AM3 790X SATA 6Gb/s USB 3.0, 27.990kr
http://buy.is/product.php?id_product=1051

3x Harðir Diskar: Samsung SpinPoint F3 HD103SJ 1TB SATA2 7200rpm 32MB ,(10.990x3=) 32.970kr
http://buy.is/product.php?id_product=181

Kassi: Cooler Master HAF 932 Full Tower, 29.900kr
http://buy.is/product.php?id_product=898

Örgjörvi: AMD Phenom II X6 Six-Core Processor 1090T (3.2GHz), 52.900kr
http://buy.is/product.php?id_product=1372

Skjákort: GIGABYTE ATI Radeon HD5870, 69.990kr
http://buy.is/product.php?id_product=586

Aflgjafi: Corsair HX850W 850w, 32.900kr
http://buy.is/product.php?id_product=891

Örgjörvakæling: Noctua NH-D14 120mm & 140mm SSO, 19.900kr
http://buy.is/product.php?id_product=1140

Skjár: BenQ G2410HD Gray 23.6" 5ms, 2ms(GTG), 37.990kr
http://buy.is/product.php?id_product=804

Heildarupphæð: 327þús...
Þetta er nú orðið heldur mikið ... sérstaklega þar sem ég á eftir að kaupa mér HD555 og mic. þá er þetta komið yfir 350. En ekki misskilja mig... ég er alveg til í að eyða í þetta, ég vil bara ekki overkill eða eyðslu af óþörfu. T.d. með örgjörvann. En ég er alveg sáttur með að eyða pínu í aflgjafann bæði upp á öryggi og uppfærslur seinna meir. Ég er líka hræddur við flöskuhálsa. Nú koma hellingur af spurningum...


1. Væri betra að fá sér 5850 núna og síðan annað seinna? Er einhver munur þess verður um að tala á 5870 og 5850?
2. Er þetta x6 dæmi overkill eða? Væri kannski bara betra að vera með X4 965 (4 x 3.4ghz)? Nýta leikirnir þetta eitthvað eða eru mörg ár í það?
3. Þarf ég 8gb af vinnsluminni? Eru 4 nóg?
4. Ég er að spá í að reyna að finna hljóðlátann kassa, en er hræddur við ofhitnun. Sérstaklega vegna þess hve skjákortin eru stór, og líklega fæ ég mér annað seinna. Er þessi kassi málið? (Btw er mér alveg sama um hvernig þeir líta út) Ég vil bara hafa hann stórann, styrkann og nægjanlega kælingu.
5. Ég veit ekkert um yfirklukkun, bara að koma því á hreint. En ég vil samt hafa móðurborðið gott út af því að mig langar til að læra það þegar að næsta
skjákort kemur, það er líka ástæðan fyrir viftunni. Er hægt að spara aðeins á móðurborðinu?
6. Er hægt að vera með diskana þrjá í raid-0, en samt skipta þeim í 2 diska? Það er að segja: 2.8tb í Main disk og 0.2 fyrir Stýrikerfið?
7. Þarf ég að kaupa mér hljóðkort til að hafa gott sound og soundspotting? Er með HD555 eins og ég sagði áðan og vil hafa gott sound :P
8. Er að spá í að kaupa mér 120hz skjá... en þeir sem eru ekki rándýrir eru ótrúlega ljótir :P er að spá í að hafa einhvern solid 24" lcd þangað til að þeir
lækka í verði, en er ennþá á brúninni með þennann BenQ skjá sem ég er með valinn. Þegar að 120hz skjárinn kemur verður þessi bara notaður til að horfa
á myndir og stuff á meðan ég surfa netið... Spurningin er þessi: Er hægt að fá skjá án ljósblæðinga og leiðinda í 24" í kringum 40þús og undir?
9. Eru 850 wött nóg fyrir overclockaðann x6 örgjörva með tvö 5870 eða 5850 kort?

Ég er með ótrúlega mikinn valkvíða með þetta... Það væri frábært ef þið gagnrýnið þetta eða gefið mér einhver tips :)



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3458
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf mercury » Mið 07. Júl 2010 06:30

ætti að duga að byrja á 4gb í minni. 5850 er að ráða þokkalega við flesta leiki í dag. þarftu virkilega 3Tb ? og ertu að fara út í einhvað hardcore overclock ? getur farið í scyth mugen 2 í staðin sem er feiki góð og þú sparar þér einhvað í kringum 10kall bara þar.



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf BjarkiB » Mið 07. Júl 2010 10:33

Ef þú villt hljóðlátan en samt kassa sem kælir þá færðu þér þennan http://buy.is/product.php?id_product=551 .



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1399
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf kubbur » Mið 07. Júl 2010 10:41

myndi frekar taka triple channel móðurborð og þá 3x2gb minni + 1366 pinna örgjörva


Kubbur.Digital

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf gardar » Mið 07. Júl 2010 15:13

kubbur skrifaði:myndi frekar taka triple channel móðurborð og þá 3x2gb minni + 1366 pinna örgjörva


+1

auk þess að kaupa SSD disk fyrir stýrikerfið




Höfundur
Þriðji
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 25. Mar 2010 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf Þriðji » Fim 08. Júl 2010 00:35

kubbur skrifaði:myndi frekar taka triple channel móðurborð og þá 3x2gb minni + 1366 pinna örgjörva


Takk fyrir svarið, en ég vil helst hafa amd :P




Höfundur
Þriðji
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 25. Mar 2010 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf Þriðji » Fim 08. Júl 2010 00:36

Tiesto skrifaði:Ef þú villt hljóðlátan en samt kassa sem kælir þá færðu þér þennan http://buy.is/product.php?id_product=551 .


Komast tvö 5850 kort fyrir í medium turni?




Höfundur
Þriðji
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 25. Mar 2010 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf Þriðji » Fim 08. Júl 2010 00:37

gardar skrifaði:
kubbur skrifaði:myndi frekar taka triple channel móðurborð og þá 3x2gb minni + 1366 pinna örgjörva


+1

auk þess að kaupa SSD disk fyrir stýrikerfið



Ég hef líka verið að spá í því, en er einhver markverður munur á því utan við það að boota fljótt?




Höfundur
Þriðji
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fim 25. Mar 2010 20:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf Þriðji » Fim 08. Júl 2010 00:47

mercury skrifaði:ætti að duga að byrja á 4gb í minni. 5850 er að ráða þokkalega við flesta leiki í dag. þarftu virkilega 3Tb ? og ertu að fara út í einhvað hardcore overclock ? getur farið í scyth mugen 2 í staðin sem er feiki góð og þú sparar þér einhvað í kringum 10kall bara þar.


Ég fæ mér þá 4gb vinnslu, og 2tb :P það er nú alveg 30 þús kall :P Ég er að spá í að taka örgjörvann upp í svona 3.8 til 4ghz, er mugeninn nógu góður í það? Takk fyrir svarið.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf gardar » Fim 08. Júl 2010 11:58

Þriðji skrifaði:
gardar skrifaði:
kubbur skrifaði:myndi frekar taka triple channel móðurborð og þá 3x2gb minni + 1366 pinna örgjörva


+1

auk þess að kaupa SSD disk fyrir stýrikerfið



Ég hef líka verið að spá í því, en er einhver markverður munur á því utan við það að boota fljótt?



Það er alveg skuggalegur munur... Bæði á boot time og svo ræsingu og notkun á þungum forritum.




vesley
Kóngur
Póstar: 4266
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 196
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á megavél

Pósturaf vesley » Mið 21. Júl 2010 23:22

Móðurborð: http://buy.is/product.php?id_product=1368
Aflgjafi: http://buy.is/product.php?id_product=891
Skjákort: http://buy.is/product.php?id_product=813
Geisladrif: http://buy.is/product.php?id_product=1036
Aflgjafi: http://buy.is/product.php?id_product=1372
Örgjörvakæling: http://buy.is/product.php?id_product=566
Kassavifta á örgjörvakælingu: http://buy.is/product.php?id_product=1108
Harður Diskur: http://buy.is/product.php?id_product=181 x2
Turnkassi: http://buy.is/product.php?id_product=898
Vinnsluminni: http://buy.is/product.php?id_product=829
Skjár: http://buy.is/product.php?id_product=804

Samtals: 322.380 krónur

Margt svipað en ekki allt. held að það sé ekki hægt að raid:0 meira en 2tb total, og þessi 850 watta aflgjafi er nóg í crossfire 5870.

Það vantar stýrikerfi í þetta.

Vel frekar megahalem þar sem hún er miklu minni og performar mjög svipað.