Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Skjámynd

Höfundur
jagermeister
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf jagermeister » Mán 07. Jún 2010 17:17

Hvor þessara varpa er betri kostur ?
http://www.ormsson.is/default.asp?content=netverslun&vId=6&vara=4377

http://buy.is/product.php?id_product=1023

Ég á lítið sem ekkert af 1080p myndum en þónokkuð af 720p. Lýst vel á þennan Casio aðallega sökum WLAN kostsins og 20.000klt endingartímann (MAX) hvor þeirra er betri kostur er ekkert að horfa 4 tíma á dag eða neitt svoleiðis bara aðallega á kvöldin.

1.Er hægt að tengja digital ísland við báða + dvd tæki
2.Hvernig virkar þetta WLAN dæmi þarf ég þá ekki að hafa flakkara heldur stream-a ég í gegnum netið og er það mögulegt með 8mb tengingu?
3.Þurfa þessir varpar mikið myrkur til að virka sem skildi?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf hagur » Mán 07. Jún 2010 17:52

Casio varpinn hljómar mjög spennandi, með LED ljósgjafa og klikkaðan endingartíma ... þar fyrir utan hefur Optoma varpinn vinninginn, hann er meira "alvöru" heimabíóvarpi finnst mér.

Skv. upplýsingum á netinu þá er Casio varpinn bara með 1024x768 upplausn, sem þýðir að hann nær ekki að birta 720p mynd nema með downscaling, þ.e. þú tapar myndgæðum. Þar að auki sýnist mér hann ekki fá mjög góð review hvað varðar myndgæði.

1. Venjulegan DÍ myndlykil eða HD? Casio varpinn er bara með HDMI og VGA, þ.e ekkert sem gengur beint við venjulegan DÍ afruglara. Þú þarft því DÍ móttakara og DVD spilara sem eru með HDMI tengjum (Háskerpulykillinn fyrir DÍ er með HDMI). Þú þyrftir svo helst HDMI switch til að geta tengt bæði tækin í einu við varpann og svissað á milli.

Optoma varpinn er með component og composite tengjum að auki, og því er ekkert mál að tengja standard DÍ afruglara við hann (Composite, gula tengið.)

2. Ekki viss um þetta, lestu reviewið hérna: http://www.expertreviews.co.uk/projecto ... io-xj-a135

Talað er um að hann streymi skjámynd frá PC-tölvu með sérstökum hugbúnaði.

3. Mikið myrkur, nei ekki endilega. En þú vilt geta blokkerað eins mikla birtu og mögulegt er þegar bjart er úti. Það borgar sig því að vera með góðar gardínur. Ég er sjálfur með skjávarpa og nota hann bara eiginlega ekki neitt yfir sumartímann.

Æ ég veit ekki, ég myndi velja Optoma varpann hugsa ég.



Skjámynd

Höfundur
jagermeister
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf jagermeister » Mán 07. Jún 2010 19:24

hagur skrifaði:Casio varpinn hljómar mjög spennandi, með LED ljósgjafa og klikkaðan endingartíma ... þar fyrir utan hefur Optoma varpinn vinninginn, hann er meira "alvöru" heimabíóvarpi finnst mér.

Skv. upplýsingum á netinu þá er Casio varpinn bara með 1024x768 upplausn, sem þýðir að hann nær ekki að birta 720p mynd nema með downscaling, þ.e. þú tapar myndgæðum. Þar að auki sýnist mér hann ekki fá mjög góð review hvað varðar myndgæði.

1. Venjulegan DÍ myndlykil eða HD? Casio varpinn er bara með HDMI og VGA, þ.e ekkert sem gengur beint við venjulegan DÍ afruglara. Þú þarft því DÍ móttakara og DVD spilara sem eru með HDMI tengjum (Háskerpulykillinn fyrir DÍ er með HDMI). Þú þyrftir svo helst HDMI switch til að geta tengt bæði tækin í einu við varpann og svissað á milli.

Optoma varpinn er með component og composite tengjum að auki, og því er ekkert mál að tengja standard DÍ afruglara við hann (Composite, gula tengið.)

2. Ekki viss um þetta, lestu reviewið hérna: http://www.expertreviews.co.uk/projecto ... io-xj-a135

Talað er um að hann streymi skjámynd frá PC-tölvu með sérstökum hugbúnaði.


takk fyrir frábært svar
3. Mikið myrkur, nei ekki endilega. En þú vilt geta blokkerað eins mikla birtu og mögulegt er þegar bjart er úti. Það borgar sig því að vera með góðar gardínur. Ég er sjálfur með skjávarpa og nota hann bara eiginlega ekki neitt yfir sumartímann.

Æ ég veit ekki, ég myndi velja Optoma varpann hugsa ég.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf AntiTrust » Mán 07. Jún 2010 21:12

Hef ekki og nenni hreinlega ekki að kynna mér þennan Casio varpa, en þessi upplausn á honum gerir ekki neina merkilega hluti - ekki einu sinni nálægt því. Hinsvegar get ég sagt þér að :

Optomo varpinn er KLIKKAÐUR!

Fáránlega góð gæði, ég sæki í VERSTA falli 720 myndir núorðið, en þó nánast eingöngu 1080 rips eftir að ég fékk mér hann. Gæðin, litirnir, birtan, ekkert nema gott um þetta að segja. Ég get verið með dregið frá í stofunni (stofan er með heilan vegg sem eru bara gluggar) og samt horft á flest allt nema mjög dökkar myndir (Dark Knight etc). Venjulegt efni sleppur vel í bright mode, svo er ég með tvöfaldar dökkar gardínur sem blokkera nánast allt sem heitir sólarljós, og það verður seint farið aftur í normalt TV. Svo er ég bara með varpann tengdan í HDMI sviss, og í hann er HTPC vélin, PS3, magnarinn og DSL TV-ið tengt.

Ef þú nennir að bíða í 2 vikur þangað til ég kem að utan er þér velkomið að kíkja á þetta hjá mér, ef þig vantar viðmiðun.



Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf Jimmy » Mán 07. Jún 2010 21:25

Hef nú bara séð þennan Optoma varpa heima hjá Antitrust en ég get alveg kvittaði undir það að þetta er ein magnaðasta græja í kvikmyndaáhorf sem ég hef komist í kynni við.


~

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4358
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 409
Staða: Ótengdur

Re: Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf chaplin » Mán 07. Jún 2010 23:31

Allir til AnitTrust yfir HM! YEAH!



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1579
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Casio XJ-A135 eða OptomaHD20

Pósturaf Halli25 » Þri 08. Jún 2010 10:02

daanielin skrifaði:Allir til AnitTrust yfir HM! YEAH!

x2


Starfsmaður @ IOD