Ég keypti mér sound blaster kort á mánudaginn var, tók gamla kortið úr og setti það nýja í og kveiki á tölvunni, nema það þá finnur tölvan ekkert nýtt kort og það er bara eins og þetta kort sé ekki í vélinni, kom ekkert upp um new hardware og ekki ef ég gerði add new hardvare, kortið bara finnst ekki. Jæja ég formataði bara tölvuna og nennti ekki að fara að vesenast í einhverju í marga daga, svo var ég búinn að formata tölvuna og ennþá kemur kortið ekki inn, vissulega búinn að uppfæran windowsins alveg eins og hægt er. Kortið bara finnst ekki, veit að það er ekkert að móðurborðinu því ég var með kort þarna í á nákvæmlega sama stað og skipti bara um og setti það nýja í, en ekkert virkar
Einhver sem hefur lausnina á þessu?