Var að fá mér svona kort http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... APP_HD5750 og þegar ég ætla að ræsa eftir að það er búið að slökva á vélinni vill hún ekki ræsa sig verð að taka straumtengið af móðurborinnu til að hún ræsi sig.er þetta ekki bara kotið sem er bilað svo vill músaörinn stundum verða alvag tvöfaltstærri en hún er venjulega hjá mér.
Þetta er það sem er í vélinni.
Aflgjafi - 600W - Tagan BZ PipeRock Series Modular
Móðurborð - AMD - Socket AM2+ - Gigabyte GA-MA770-UD3
Örgjörvi - AMD Athlon 64 X2 Dual Core 5600 2,9GHz
Minni - DDR2 Minni 800MHz - MDT 4GB CL5 2x2GB
Örgjörvavifta - Xigmatek Achilles
Skjákort - ATI - Jetway Radeon HD 3850 PCI-E 256MB DDR3 gamla kortið
Hljóðkort - Creative SB X-Fi XtremeGamer PCI
HDD x200,1x250
Vandræði með nýtt skjákort
Re: Vandræði með nýtt skjákort
Þetta með músabendils stækkunina er víst eitthvað BIOS tengt, guttinn minn lenti í þessu og ég updateaði BIOSið (F9D) hjá honum og setti inn ATI driver 10,3 og þá hætti þetta (guttinn með nákvæmlega sama móðurborð og þú).
En það sem ég ekki skil hjá þér, hversvegna í veeeeröldinni verslaðir þetta kort þegar þú getur fengið 5770 kort fyrir heilar 130kr meira hjá BUY.is...... ætlar fólk ekkert að fara að átta sig á hvar það borgar sig að versla tölvuvörur spyr ég nú bara
En það sem ég ekki skil hjá þér, hversvegna í veeeeröldinni verslaðir þetta kort þegar þú getur fengið 5770 kort fyrir heilar 130kr meira hjá BUY.is...... ætlar fólk ekkert að fara að átta sig á hvar það borgar sig að versla tölvuvörur spyr ég nú bara
-
Olafst
- Ofur-Nörd
- Póstar: 285
- Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vandræði með nýtt skjákort
Snuddi skrifaði: ætlar fólk ekkert að fara að átta sig á hvar það borgar sig að versla tölvuvörur spyr ég nú bara
Sumir vilja bara fara beint útí búð og fá vöruna sína strax og borga þá aðeins meira fyrir þá þjónustu að verslunin eigi vöruna á lager, í stað þess að bíða í einhverja daga.
Og þá að sama skapi ef varan bilar, að fara í þá sömu verslun og fá vörunni skipt út samstundis því sú verslun á vöruna til á lager.
Fólk hefur mismunandi þarfir og gerir mismunandi kröfur.
Re: Vandræði með nýtt skjákort
Olafst skrifaði:Snuddi skrifaði: ætlar fólk ekkert að fara að átta sig á hvar það borgar sig að versla tölvuvörur spyr ég nú bara
Sumir vilja bara fara beint útí búð og fá vöruna sína strax og borga þá aðeins meira fyrir þá þjónustu að verslunin eigi vöruna á lager,
Já myndi skilja það ef það væri ennþá 2007
En þetta er algjörlega off topic.
Prufaðu að update-a BIOSinn hjá þér og sjáðu hvort þetta lagist ekki, ég eyddi mörgum mörgum klukkutímum í að googla þetta og lesa á sínum tíma og músadæmið var BIOS. Shortcut leiðin fyrir þá sem ekki nenntu því eða kunnu, var að velja pointers tail í controlpanel og músastillingum og hafa hann bara sem styðstan og þá lentu fæstir í þessu.