Get ekki startað tölvunni


Höfundur
JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Get ekki startað tölvunni

Pósturaf JohnnyX » Mið 31. Mar 2010 02:31

Fékk gefins tölvu sem ég veit lítið sem ekkert um. Setti í hana DVD-drif og harðan disk frá mér sem ég veit að virka.
Það sem ég veit um tölvuna er að hún er með MSI MS-7028 915p Neo2 Platinum móðurborði, líklegast með Pentium 4 S775 og DDR2 533Mhz minni.
Þegar ég starta tölvuna kemur svartur skjár þannig ég kemst ekki í Bios og fæ síðan eftirfarandi meldingu og kemst ekki lengra:
VIA Technologies, Inc. VIA VT6410 RAID BIOS Setting Utility Ver 4.31
Copyright (C) VIA Technologies, Inc. All rights reserverd.

Scan devices, Please wait...
Raid
None Define
None Raid
Primary Master: _NEC DVD_RW ND-3520A
Press < Tab > Key into User Window!


dettur einhverjum eitthvað í hug? Er búinn að prófa allt og ég er að verða brjálaður á þessu!! #-o

EDIT: var btw ekki viss undir hvaða flokk þetta ætti að fara. Vinsamlegast færið þetta ef þetta er ekki á réttum stað :)




mattiisak
spjallið.is
Póstar: 467
Skráði sig: Lau 06. Feb 2010 15:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki startað tölvunni

Pósturaf mattiisak » Mið 31. Mar 2010 02:45

búinn að prufa að taka batteríið úr móðurborðinu og setja það aftur í?


"Sleeping's for babies Gamers Play!"

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki startað tölvunni

Pósturaf BjarniTS » Mið 31. Mar 2010 03:10

hmmm , ætla að koma með longshot hugmynd , tek það fram hér og nú.


Ertu ekki með HDD tengdan við vélina?

Ef svo er.
eru HDD tengin í lagi ?

Lenti einhverntíman í ekki ósvipuðu þegar að það hafði verið eitthvað ólag á köplunum.


Nörd


Höfundur
JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Get ekki startað tölvunni

Pósturaf JohnnyX » Mið 31. Mar 2010 04:09

mattiisak skrifaði:búinn að prufa að taka batteríið úr móðurborðinu og setja það aftur í?


steingleymdi því! Takk fyrir að minna mig á það, prófa þetta


BjarniTS skrifaði:hmmm , ætla að koma með longshot hugmynd , tek það fram hér og nú.


Ertu ekki með HDD tengdan við vélina?

Ef svo er.
eru HDD tengin í lagi ?

Lenti einhverntíman í ekki ósvipuðu þegar að það hafði verið eitthvað ólag á köplunum.


HDD er að sjálfsögðu tengdur og er ég búinn að notast við 3 kapla sem ég veit að virka. Einnig er ég búinn að nota 2 HDD sem ég veit að virka