Spurningin mín er einföld og er beint til þeirra sem hafa reynslu af bæði Seagate AS og NS diskum (1000 GB). Er einhver raunverulegur munur á þessum diskum með notkun í venjulegri heimilisvél í huga? Vélin hjá mér er reyndar alltaf í gangi þannig að mín reynsla er af AS disk (ST31000333AS) sem hefur verið í vélinni í 1. ár. Ekki klikkað einu sinni en hvað veit maður, allt getur gerst.
Hvað haldið þið?
Seagate AS v. NS
-
emmi
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
- Reputation: 64
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Seagate AS v. NS
AS er gamla línan, mæli með nýju 7200.12 línunni frá Seagate sem er NS. 
1TB 7200.11 diskurinn er með 3x333GB plattera meðan 7200.12 er með 2x500GB, hitna þar af leiðandi minna.
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _1000_Sata
1TB 7200.11 diskurinn er með 3x333GB plattera meðan 7200.12 er með 2x500GB, hitna þar af leiðandi minna.
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _1000_Sata
-
coldone
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 170
- Skráði sig: Fös 12. Okt 2007 19:15
- Reputation: 0
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Seagate AS v. NS
Það er nú ekki rétt, því samkvæmt Seagate er ST31000340NS diskurinn með 4 plötur og 8 hausa en ST31000528AS (7200.12) með 2 plötur og 4 hausa.