Debug ljós öll á með slökkt á tölvu... *update*

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Debug ljós öll á með slökkt á tölvu... *update*

Pósturaf DoofuZ » Lau 30. Jan 2010 17:13

Ég er að setja saman gömlu tölvuna mína, sem er með LanParty nF4 SLI-DR móðurborðið, og er að lenda í smá veseni (as usual :roll:) sem er þannig að debug ljósin eru öll í gangi þegar ég slekk á tölvunni en þau slökkva auðvitað á sér eitt í einu þegar tölvan keyrir sig í gang.

Það er svo annað vandamál að ég er að reyna að tengja IDE DVD skrifara við tölvuna en hann kemur ekki inn nema sem slave ef einnhver diskur er tengdur sem master á sama kapli, en þegar ég tengi drifið eitt þá er auðvitað jumper á réttum stað. Og það vandamál tengist debug ljósunum smá því ef mér tekst að fá þau til að hætta að loga svona, sem gerist yfirleitt bara ef ég geri reset á BIOS, að þá hef ég séð þau byrja á því aftur bara við það að ég er að reyna að fá skrifarann til að koma inn og núna áðan þegar það gerðist þá tók ég eftir því að þegar ég slökkti á tölvunni þá logaði enn ljósið framaná skrifaranum en hann var samt ekki enn í gangi (ekki hægt að opna drifið) og þá byrjuðu debug ljósin að loga.

Gæti verið að skrifarinn sé eitthvað að bila eða er kannski að leiða út einhverstaðar? Skilur einhver í þessu? :?
Síðast breytt af DoofuZ á Þri 02. Feb 2010 14:41, breytt samtals 2 sinnum.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu?

Pósturaf DoofuZ » Lau 30. Jan 2010 18:47

Prófaði að taka móðurborðið úr kassanum og tengja bara það nauðsynlega, sem er bara aflgjafinn og skjákortið, og þetta heldur áfram að vera svona :| Þá fattaði ég að ég hafði alveg sleppt því að tengja afltengi úr aflgjafanum við móurborðið fyrir örgjörvann :oops: en eftir að ég gerði það lagaðist þetta ekki heldur. Prófaði þá líka að taka batteríið úr og setja aftur í en þetta lagast bara ekki :(

Getur einhver sagt mér eitthvað sem gæti hjálpað? [-o< Ætla næst að prófa að setja nýjasta BIOS inn en það er nú þegar sá nýjasti inni svo ég efast um að það hjálpi eitthvað en það sakar ekki að prófa allan fjandann 8-[

Hversu skaðlegt getur það annars verið að reyna að keyra eitthvað á tölvu með ekkert straumtengi plöggað í fyrir örgjörvann?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu?

Pósturaf DoofuZ » Sun 31. Jan 2010 16:09

*BÖMP* 8-[

Enginn með hugmyndir? Er enn ekki búinn að prófa BIOS update, hef áhyggjur að því að þetta sé örgjörvinn, að ég sé búinn að fara illa með hann með því að hafa ekki tengt power við tengið sem er hjá honum :? Er það einhver séns? Ætla því að prófa að setja allt aftur á gamla móðurborðið, vona bara að örgjörvinn sé í lagi [-o<

Afhverju er ég alltaf að lenda í einhverju svona veseni? Er farinn að búast við því að ef ég mun einhverntímann fara að vinna við viðgerðir þá verði ég aðalviðskiptavinur sjálfs míns :roll:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu?

Pósturaf SteiniP » Sun 31. Jan 2010 16:16

Er ekki bara eðlilegt að debug ljósin séu á þegar það er slökkt á tölvunni?
Ég myndi ekkert vera að hafa áhyggjur af því meðan það slokknar á þeim þegar þú kveikir.

Í sambandi við skrifarann, ertu alveg viss um að jumperinn sé á réttum stað. Oft eru 2 master stillingar, bæði "Master with slave present" og "Master single".
Kannski er skrifarinn bara eitthvað bilaður. Hvað gerist ef þú tengir harðan disk einan og sér sem master á sama kapal?



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu?

Pósturaf DoofuZ » Sun 31. Jan 2010 17:05

Debug ljósin eiga ekki að loga öll svona þegar slökkt er á tölvunni, ég get séð það einmitt núna þar sem ég er með gamla móðurborðið (Ultra-D, vesenið er s.s. á SLI-DR) og er búinn að setja örgjörvann, kælinguna, minnið og skjákortið á það og er líka búinn að tengja allar power snúrur á rétta staði. Er bara með smá áhyggjur af þessu power molex tengi rétt hjá örgjörvanum, það á að vera snúra tengd í það venjulega, er það ekki? Hvað gerist ef maður tengir ekki neitt molex þangað? Á tölvan þá ekki venjulega að væla? :-k

En svo varðandi skrifarann þá hef ég alveg prófað að tengja disk sem single master á sama kapli og það virkar alveg. Man nú að það var einmitt smá vesen með að tengja skrifara/geisladrif við þetta móðurborð (gamla s.s., en virðist líka vera á þessu enda bæði LanParty og nánast eins), gat aldrei fengið það til að virka að hafa stýrikerfisdiskinn á sama kapli en það mátti annar diskur vera með drifinu, það virkaði alveg. En eins og er þá er þetta vandamál að valda mér minnstum áhyggjum, það er fyrst og fremst þetta með molex plöggið og þessi fjandans debug ljós :|

Það eina sem er núna öðruvísi milli móðurborðanna er að SLI-DR borðið er með aðra kælingu en stock á Northbridge, en ég sé ekki hvernig neitt þar geti valdið veseni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu/CPU power plögg vandamál

Pósturaf DoofuZ » Sun 31. Jan 2010 19:18

Enginn hérna sem getur frætt mig aðeins um þetta power plögg á móðurborðinu og hversu skaðlegt það getur verið að sleppa því að tengja við það? Er að reyna að redda þessari tölvu saman sem fyrst, var að vonast eftir að geta selt Ultra-D borðið ef ég gæti fengið SLI-DR til að virka en það lítur frekar illa út eins og er, ég er desperate á smá fræðslu um þetta, hef ekki fundið neitt voða gagnlegt með google :? Alltaf bara spjallþræðir sem tengjast einhverjum allt öðrum vandamálum :|

Hjálp?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Starman
has spoken...
Póstar: 170
Skráði sig: Þri 07. Okt 2008 01:40
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu/CPU power plögg vandamál

Pósturaf Starman » Sun 31. Jan 2010 20:32

http://en.wikipedia.org/wiki/ATX
Líklega ertu það að tala um þennan tengill, 4-pinnar, litir frá spennugjafa 2 x svartir og 2 x gulir.
ATX12V 1.0
The main changes and additions in ATX12V 1.0 (released in February 2000) were:
An extra 4-pin, 12-volt connector to power the CPU. Formally called the +12 V Power Connector, this is commonly referred to as the P4 connector because this was first needed to support the Pentium 4 processor. (Older processors were powered from the 5V rail.)

Ef þú tengir þetta ekki þá fer tölvan væntanlega ekki í gang :|



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu/CPU power plögg vandamál

Pósturaf Pandemic » Sun 31. Jan 2010 20:44

Veit ekki betur en að á gamla Abit borðinu mínu logaði glatt í POST disp þegar ég var með slökkt á tölvunni og sýndi 88 sem var eðlilegt samkvæmt bæklingnum. Ertu viss um að þetta eigi ekki að vera svona?



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu/CPU power plögg vandamál

Pósturaf DoofuZ » Sun 31. Jan 2010 21:02

Já, einmitt það sem ég var að meina! En tölvan fer alveg í gang, bara þegar ég keyri t.d. Windows setup þá gengur það illa þar sem allt er heillengi að gerast og oftast fer drifið alveg á fullt eins og eitthvað sé í gangi þegar það er ekki. Ætla að prófa að keyra gamla móðurborðið núna, þá get ég amk. séð hvort allt virki ekki örugglega þar.

Svo sé ég reyndar annað svona tengi líka sem er bara aðeins minna, þarf nokkuð að tengja við það líka? Man því miður ekki hvernig ég var með þetta þegar ég var að nota gamla móðurborðið en ég var pottþétt með allar snúrur tengdar á rétta staði svo það er ekki ólíklegt að það hafi verið tengt þarna. Allavega, þá er hér mynd af móðurborðinu og ég er búinn að merkja inná þessi tvö tengi, núna er ég s.s. að spá í þetta litla, fyrir hvað er það?
mb_diagram.jpg
mb_diagram.jpg (189.66 KiB) Skoðað 1436 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu/CPU power plögg vandamál

Pósturaf DoofuZ » Sun 31. Jan 2010 21:05

Pandemic skrifaði:Veit ekki betur en að á gamla Abit borðinu mínu logaði glatt í POST disp þegar ég var með slökkt á tölvunni og sýndi 88 sem var eðlilegt samkvæmt bæklingnum. Ertu viss um að þetta eigi ekki að vera svona?

Já, ég er pottþéttur á því. Sá þetta aldrei svona þegar ég var að nota gamla borðið síðustu 4-5 árin eða svo og ég sé þetta t.d. ekki gerast með það móðurborð tengt þegar ég kveiki aftan á aflgjafanum. Um leið og ég kveiki þar með SLI-DR borðið tengt þá kviknar strax á öllum þessum ljósum. Venjulega á bara að loga eitt gult ljós hjá PCI raufunum og annað hjá minninu þegar það er slökkt á borðinu.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu/CPU power plögg vandamál

Pósturaf DoofuZ » Sun 31. Jan 2010 23:18

Er að gúgla mikið og rakst á síðu þar sem ég sá þetta:
http://www.mvktech.net/content/view/1824/39/1/4/ skrifaði:The nF4 SLI-DR has a special 4 pin power connector for proprietary 5V/12V connector for HDD's allowing a power source directly from the motherboard.

Þetta "allowing power source directly from the motherboard", þýðir það ekki að þetta 4 pin power plögg sé til að tengja við diska frá móðurborðinu en ekki aflgjafa við móðurborðið? Skil amk. þennan texta ekkert öðruvísi en þannig :?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu... *update*

Pósturaf DoofuZ » Þri 02. Feb 2010 14:49

Jæja, núna er kominn nýr vinkill á vandamálið, þegar ég er með bilaða móðurborðið (SLI-DR s.s.) tengt og eftir að ég hef kveikt á henni amk. einu sinni og bíð svo i nokkrar mínútur eftir að ég hef slökkt á henni að þá virkar ekki að kveikja á henni aftur nema slökkva og kveikja svo aftur á aflgjafanum. Og þegar ég reyni að kveikja á henni fyrir það þá rétt svo hreyfist örgjörvaviftan og svo gerist ekki neitt.

Það bendir á eitthvað er það ekki? Er móðurborðið kannski að leiða út einhverstaðar? Á samt erfitt með að trúa því þar sem ég er með það núna á viðarborði og bara aflgjafinn tengdur með örgjörvann, minnið og skjákortið :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Debug ljós öll á með slökkt á tölvu... *update*

Pósturaf DoofuZ » Mið 03. Feb 2010 21:15

*BÖMP* ?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]