darri skrifaði:AntiTrust skrifaði:32 þús dýr gagnabjörgun?
Oneei
Skiptir engu máli hvert þú ferð með eða sendir diskinn - þú færð aldrei staðfestingu á að fá gögnin.
Nei 32 þús finnst mér ekki dýr gagnabjörgun. En 15-20 þús fyndist mér dýrt fyrir það að fá ekki neitt til baka ef þú skilur. Ég borga fúslega fyrir vinnu sem er lögð í þetta. Frekar þá 5-10 eða 10-15. Vissulega vil ég að menn fái eitthvað fyrir sinn skerf en manni líður bara eins og maður hafi verið tekinn að borga fyrir "að fá ekkert", þ.e.a.s. væri jafn illa staddur ef ég hefði ekki gert neitt.
Annars enda ég örugglega á þessari EJS gagnabjörgun, þegar ég er búinn að leita að annarri plötu út um allt. Mig langar bara að vita hve líklegt það er að það borgi sig. Er það oft að gerast að það er bara ekki hægt að bjarga neinum gögnum af diski með svipuð vandamál og minn, skiluru..
Skil fullkomlega hvað þú ert að fara. En þú ert einfaldlega komin í þá vondu aðstöðu að þú verður að taka þessa áhættu til að eiga möguleika á að fá gögnin þín til baka, sem eru - m.v. skrif þín hérna - þér mjög verðmæt.
Ef ég væri þú þá myndi ég fara beint í EJS og ath hvort þeir geti reddað þessu. Ef þú ferð að rembast við þetta sjálfur (finna eins disk, skipta um prentplötu o.sv.frv.) þá hugsa ég að það sé bara líklegra til að mistakast. Þú ert augljóslega líka að taka mikla áhættu ef þú ferð þá leið, en sú leið er e.t.v ódýrari fyrir budduna.
Ef þú lætur EJS ekki reyna við þetta, þá muntu líklega sjá eftir því að eilífu (mega dramatík

).
Svo svona í framhaldinu, þá myndi ég mæla með forriti eins og t.d LiveMesh. Þó svo að það sé ekki hugsað beint sem backup lausn, þá er þetta mjög þægilegt forrit sem sér um að synca möppur og skrár á milli véla og auk þess færðu 5gb pláss hjá Microsoft og þó svo það sé e.t.v. lítið þá geturðu syncað því allra mikilvægasta þangað. Ég er sjálfur með þetta uppsett hérna á vélinni minni og servernum mínum hérna heima. Öll mín skjöl og project eru sjálfkrafa sync-uð yfir á serverinn minn. Þar að auki er ég með þetta uppsett á vinnuvélinni minni í vinnunni og þangað syncast öll gögnin líka. Það er mjög þægilegt að vita af öllum sínum gögnum á 3-4 stöðum skal ég segja þér
