Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf JohnnyX » Fös 15. Jan 2010 00:41

Er kannski einhver file á stýriskerfisdisknum þínum sem er corrupt-að eða e-ð? Prófa að skrifa nýjan og gá (kannski ólíklegt en sakar ekki)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Fös 15. Jan 2010 00:48

Jæja, er núna búinn að vera að prófa báða diskana, ákvað að í staðinn fyrir að setja Raid aftur upp þá tengdi ég sitthvorn diskinn einn í einu og setti Windows inná þá báða og prófaði svo að keyra WEI og í báðum tilfellum endaði það illa en ég fékk samt ekki svartan skjá/BSOD, það bara tekur endalausan tíma að klára og gefst upp á endanum þegar það er búið að hanga nógu lengi á "Assessing Disk Performance". Var nú að vonast eftir, og bjóst líka við, að bara annar diskurinn væri með vesen þarna en svo virðist sem þeir báðir séu það :| Prófaði síðan að tengja annan þeirra við hinn controllerinn (hvítu tengin, Gigabyte controller), keyrði Windows upp og svo WEI en það var sama sagan í gangi þar, bara endalaust stopp í disk assessment.

Þannig að þetta er annað hvort vesen með báða SATA controllerana eða eitthvað sem tengist þeim á móðurborðinu, eða það að báiðr diskarnir séu í ruglinu (sem ég tel líklegra). Því miður á ég engan tóman lausan SATA disk til að prófa controllerana en ég á að vísu alveg ónotað SATA kort, vil samt helst sleppa því í bili og prófa frekar diskana aðeins meira. Hvaða forrit er best til þess? Eitthvað af því sem er á nýjasta UBCD? Ef það er eitthvað sniðugt Windows forrit sem væri betra að nota þá endilega benda mér líka á það, get þá bara tengt diskana með usb við fartölvuna, bara spurning hvað er best til að sjá hvort þetta sé ekki alveg pottþétt vesen á diskunum :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Lau 16. Jan 2010 16:35

Ok, er núna búinn að prófa nokkur HDD test forrit af UBCD, aðallega WD forritin (sem virkuðu ekki, supporta ekki diskana) en líka þau sem eru ekki frá neinum diskaframleiðanda og það eina af þeim sem virkaði eitthvað er HDAT2 og "Most powerfull test" þar sagði allt í lagi með diskinn sem ég prófaði, efast um að hinn myndi koma eitthvað öruvísi út svo næsta skref er að prófa diskana með controller kortinu. Þá get ég amk. útilokað móðurborðið, eins og er þá lítur enn út fyrir að þetta sé vesen með diskana en það er samt aldrei að vita.

Svo komst ég að því að ef ég kveiki á tölvunni og byrja strax að hamast á F12 (fyrir boot menu) að þá stoppar tölvan oftast þegar fyrsti controllerinn á að loadast og sýnir bara svartan skjá, blikkandi bendil efst í vinstra horni og svo kemur alltaf grænn kassi með Ñ hægra megin við hann stutt frá miðjum skjánum en alltaf á sama stað og alltaf eins. Þannig að það lítur út fyrir að móðurborðið sé líklega bilað en ég kemst vonandi endanlega að því á eftir með hjálp SATA kortsins 8-[

Hefur einhver ykkar annars notað einhver HDD test forrit af UBCD og getur sagt mér hvaða forrit er best til að gera almennilegt stress test eða amk. eitthvað test sem gerir svipaða hluti og Windows Experience Index gerir?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Lau 16. Jan 2010 17:32

Búinn að reyna að prófa einn diskinn með SATA kortinu, keyrði inn Windows 7 setup sem fann ekki diskinn og þegar ég reyndi að hlaða inn drivers af disk sem fylgdi þá virkaði það ekki :| Náði þá í drivers af netinu sem eiga að virka með Windows 7 en það virkaði ekki heldur #-o

Einhver sem kannast við svoleiðis vandamál? Þetta er Silicon Image 3114 SATA kort. Á einhver hér svoleiðis?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf JohnnyX » Lau 16. Jan 2010 21:44

djöfull er allt í fokki hjá þér! xD ...en ég get því miður ekki hjálpað þér með þetta. Vona að þú finnir útúr þessu. Annars var þetta frítt bump fyrir þig =)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Lau 16. Jan 2010 22:39

Awww, thanks 8-[ Er einmitt núna kominn með Hiren's Boot CD og er að keyra þau fáu forrit sem virka þar til að prófa annan diskinn. Er samt ekki að fá neinn andskotan útúr því :( Næsta skref er að tæma auka 500gb diskinn sem ég keypti með tölvunni, setja sjöuna inná hann og sjá hvort þetta er SATA controllerinn/móðurborðið eftir allt saman. Er samt að vona að svo sé ekki þar sem ég nenni varla að standa í því að taka allt í sundur bara til að skipta móðurborðinu :|

Annars er þetta týpískt fyrir mig að lenda í svona sjaldgæfu og flóknu veseni sem nánast enginn annar hefur lent í (amk. ekki á þessu spjallborði). Kannski fylgir ógæfan nafninu sem ég nota hér, hver veit, en sem betur fer læri ég nú andskoti mikið á svona veseni :roll: :)

Hvernig er það annars, það eru einhverjir hér sem nota svona SATA kort er það ekki? Með Windows diska tengda við það? Eitthvað vesen að fá drivers til að virka með Windows setup?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3288
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf Frost » Lau 16. Jan 2010 23:48

Hvernig skoðaðirðu power options? Gæti verið að ég sé með sama vandamál.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Sun 17. Jan 2010 00:46

Þú ferð í Control Panel, smellir þar á Power Options, þar undir "Select a power plan" er væntanlega valið það plan sem tölvan er stillt eftir, þar smelliru á "Change plan settings" og síðan smelliru á "Change advanced power settings" á síðunni sem kemur upp. Í glugganum sem kemur upp eftir það geturu stillt allskonar hluti en þessi tiltekna stilling er undir "Hard disk".

Vil samt benda þér á að þetta reyndist ekki vera vandamálið hjá mér og er það líklega ekki heldur hjá þér. Er t.d. með nákvæmlega sömu útgáfu af sjöunni á lappanum og ekkert vesen þar þó þessi stilling sé stillt á að slökkva á disknum eftir 20 mínútur.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3288
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf Frost » Sun 17. Jan 2010 00:48

DoofuZ skrifaði:Þú ferð í Control Panel, smellir þar á Power Options, þar undir "Select a power plan" er væntanlega valið það plan sem tölvan er stillt eftir, þar smelliru á "Change plan settings" og síðan smelliru á "Change advanced power settings" á síðunni sem kemur upp. Í glugganum sem kemur upp eftir það geturu stillt allskonar hluti en þessi tiltekna stilling er undir "Hard disk".

Vil samt benda þér á að þetta reyndist ekki vera vandamálið hjá mér og er það líklega ekki heldur hjá þér. Er t.d. með nákvæmlega sömu útgáfu af sjöunni á lappanum og ekkert vesen þar þó þessi stilling sé stillt á að slökkva á disknum eftir 20 mínútur.


Já ok. Það er líka stillt á 20 mín hjá mér.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Sun 17. Jan 2010 22:48

JÆJA! Þá veit ég það (eða kannski ekki :roll:) Búinn að vera að fikta mikið í leit að rót vandans og eftir að ég var búinn að prófa slatta af forritum sem kanna heilsu harðdiska á ýmsa vegu sem sögðu öll að það væri ekkert að diskunum þá fór ég í það að skella sjöunni inná 500gb diskinn sem ég keypti með nýju tölvunni til að útiloka diskana endanlega. Strax eftir install á honum keyrði ég því WEI og eftir smá keyrslu á því þegar það var í þann mund að klára að gefa disknum einkunn þá fékk ég BSOD :?

Sú villa sem kom benti til þess að þetta væri eitthvað minnistengt vandamál svo ég prófaði að taka annan minniskubbinn úr og prófaði síðan að keyra prófið eftir það en þá virkaði það alveg eins og í sögu :o Þá ákvað ég að til að ganga úr skugga um að þetta væri minnisvandamál þá setti ég sjöuna inná einn af Raptor diskunum, með bara þennan eina minniskubb í, og keyrði prófið þar en það skipti engu máli því þar fékk ég BSOD eins og venjulega. Þannig að ég er aftur kominn á byrjunareit eða svo gott sem :|

Að vísu er það farið að koma fyrir að þessi BSOD segja mér eitthvað aðeins meira en venjulega því neðst á skjánum kemur núna alltaf að Windows sé að reyna að gera memory dump í skrá en það er stopp í 45 og í eitt skiptið þegar ég beið í smá tíma þá kom á endanum "Physical memory dump FAILED with status 0xC000009D". Gæti þetta verið minnistengt vandamál þrátt fyrir að minnið sé í lagi samkvæmt memtest og það að BSOD villurnar komi í lokin á WEI þegar það er að prófa diskinn? Er kannski vandamálið það að minnið sé ekki stillt á rétt voltage? Ég sé það nefnilega undir PC Health Status í BIOS að þar stendur DDR3 1.5V en valueið fyrir það er 1.600V :-k

Ég prófaði síðan að stilla minnið á auto stillingar í BIOS (hafði það stillt samkvæmt spekkum, 1600Mhz og 9-9-9-24) sem stillir það þá á 1066Mhz og 7-7-7-20 en voltage heldur samt áfram að koma fram sem 1.600V í PC Health Status. Er þetta eitthvað sem gæti skapað vesen? Með þær stillingar er WEI mun lengur að reyna að klára og ég fæ enga BSOD villu. Gafst að vísu upp að bíða og smellti bara á Cancel en þá fraus tölvan og eftir að ég slökkti á henni og kveikti svo aftur þá fann hún ekki lengur harða diskinn og það skiptir ekki máli þó ég slökkvi alveg og kveiki svo aftur :shock:

Hvað er eiginlega í gangi hérna? Er þetta móðurborðið eða minnið? Og er ég að eyðileggja diskinn við það eitt að reyna að finna útúr þessu?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartann skjá strax eftir login í Win 7, bilað Windows?

Pósturaf DoofuZ » Mán 18. Jan 2010 01:35

Ok, nú er ég að spá svoldið meira í voltage tölunum og ég keyrði bæði SpeedFan og Hardware Monitor og þar sé ég sumt sem er eitthvað skrítið :-k
voltages.jpg
voltages.jpg (13.09 KiB) Skoðað 2227 sinnum

Þetta sýnir SpeedFan mér og Hardware Monitor sýnir það sama nema fyrir -12V sýnir það -6.85 sem rokkar samt aðeins niður og upp og fer stundum rettsvo niðurí -8 en samt frekar sjaldan, er aðallega að rokka á milli -6 og -7. Ég hef voða lítið vit á þessum tölum en hef aðeins lesið mig til og fann t.d. eftirfarandi töflu á þessari síðu hér
voltage tollerance.jpg
voltage tollerance.jpg (34.52 KiB) Skoðað 2227 sinnum

Samkvæmt þessari töflu þá er -12V, -5V og +5V (sem er +5V VCCH í Hardware Monitor) hægra megin hjá mér eitthvað í ruglinu. Einhver sem getur sagt mér eitthvað meira um þetta? Eða eru þessar mínus tölur kannski allt í lagi?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál :P

Pósturaf DoofuZ » Mán 18. Jan 2010 19:34

BÖMP?

Er enginn hérna sem getur hjálpað mér að finna útúr þessu? [-o< Er ekkert að voltage tölunum eða því að minnið kemur sem 1.600V í BIOS þegar það er 1.5V?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf DoofuZ » Þri 19. Jan 2010 18:01

Jæja, er nokkuð öruggur núna að ég sé búinn að leysa vandamálið! :D Eftir að ég var búinn að vera að keyra sjöuna mjög stable á 500gb disknum og ekkert vesen þegar ég keyrði WEI, að þá prófaði ég að tengja annan Raptor diskinn við með usb snúru og þegar ég fór í Disk Management þá kom að ég þyrfti að Initialize-a diskinn. Ég gerði það en þá fékk ég villu um að aðgerðin gæti ekki verið framkvæmd vegna "I/O device error". Þá prófaði ég að tengja diskinn við fartölvuna en þar kom hann strax inn, ekkert vesen. Þá prófaði ég að tengja hann aftur við turntölvuna og þá virkaði hann alveg þar. Næst fór ég svo í það að gera full format og svo náði ég í nokkur forrit til að skoða diskinn betur. Ég náði t.d. í HDDScan sem gaf mér eftirfarandi upplýsingar um diskinn:
HDD1 SMART.jpg
HDD1 SMART.jpg (80.8 KiB) Skoðað 2173 sinnum

Eins og sést þarna er diskurinn langt frá því að vera í lagi :? En svo vildi ég skoða hinn Raptor diskinn svona líka og bera þá saman en eins og er hefur mér ekki tekist að fá hann inn í Disk Management, fæ sömu I/O villuna þegar ég reyni að gera "Initialize Disk" bæði í turnvélinni og á lappanum, svo ég sé ekki betur en að hann sé í verra ástandi :|

En ég er þá amk. búinn að staðfesta endanlega hvað vandamálið var og er bara mjög ánægður með það og líka ánægður með að þurfa ekki að taka allt í sundur bara til að skipta móðurborðinu sem reyndist sem betur fer ekki vera gallað :) Þá er bara að finna góðan disk fyrir stýrikerfið, er svoldið að spá í annað hvort WD VelociRaptor 150GB eða einn svona SSD disk :-k

Þá er það bara ein góð spurning að lokum, er mögulegt að diskarnir hafi bilað svona bara við það að þeir voru geymdir uppí skáp í nokkra mánuði og voru ekki í neinum pokum?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1297
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf Ulli » Þri 19. Jan 2010 19:00

úff ef þetta væri tölvan mín þá væri hún í pörtum út um allt gólf.

tek ofan fyrir þinni þolinmæði =D>


I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf DoofuZ » Þri 19. Jan 2010 19:56

Ulli skrifaði:tek ofan fyrir þinni þolinmæði =D>

Þakka þér fyrir það! :) Ég átti nú ekki í miklum vandræðum með að vera svona þolinmóður, finnst muuun minna vesen að setja Windows inná annan disk og fara svo í gegnum allt hitt að tengja diskana svona við og kanna hitt og þetta en að taka móðurborðið úr, fara og skipta því og komast svo að því að það sé ekki vandamálið :roll: Það tók mig líka MJÖG langan tíma að púsla öllu saman, bæði að tengja allt og að koma aflgjafanum almennilega fyrir en hann smellpassar ekki beint í kassann, ég get bara tengt snúrur við 4 neðri tengin þar sem aflgjafabúrið er fyrir efri tengjunum svo það er eins gott að aflgjafinn er modular ;)

Svo skemmdi nú ekki fyrir að ég er með lappa sem ég tengdi við stóra skjáinn minn og hátalarana þannig að ég gat notað hana í download, til að glápa á eitthvað og vafra á netinu. Ef ekki væri fyrir lappann væri ég kannski löngu búinn að taka allt í sundur (efast samt um það) :lol:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Ulli
Kerfisstjóri
Póstar: 1297
Skráði sig: Fös 21. Ágú 2009 19:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf Ulli » Þri 19. Jan 2010 21:57

átti nú við að ég væri búin að taka hana í sundur með hnefanum :S


I7-950 4.2Ghz1.4VStable! Rampage III Extream Corsair H70 Corsair Dominator 8-8-8-24 3x2Gb DDR3 1600 Asus R9 280x Samsung 470 series 64Gb SSD WD Green 2 TB Raven II Turn Beng Q V2420 Corsair AX850

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf DoofuZ » Þri 19. Jan 2010 23:08

Hahaha! Góður! :lol:


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf Glazier » Fim 21. Jan 2010 15:17

oh snap.. trúi þessu ekki :oops:
Búinn að lenda í því núna nokkrum sinnum að fá svartann skjá eftir að ég logga mig inn (í windows 7)
EN þetta hefur bara verið að gerast þegar ég "læsi" tölvunni og logga mig síðan inn efir það.. gerist ekki þegar ég kveiki á tölvunni :S (var það allveg eins hjá þér ?)


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Carc
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 26. Okt 2009 19:22
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf Carc » Fim 21. Jan 2010 16:27

Veit að það er t.d. vandamál með bios á Gigabyte móðurborðum að ef Vista eða W7 fer á hibernate að þá kemur BSOD þegar hún er ræst aftur.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Fæ svartan skjá/BSOD í Win 7, flókið vandamál [Leyst!]

Pósturaf DoofuZ » Fim 21. Jan 2010 18:05

Glazier skrifaði:oh snap.. trúi þessu ekki :oops:
Búinn að lenda í því núna nokkrum sinnum að fá svartann skjá eftir að ég logga mig inn (í windows 7)
EN þetta hefur bara verið að gerast þegar ég "læsi" tölvunni og logga mig síðan inn efir það.. gerist ekki þegar ég kveiki á tölvunni :S (var það allveg eins hjá þér ?)


Nei, það var ekki alveg eins hjá mér. Það kom aðallega fyrir ef tölvan var idle í einhvern tíma ef ég reyndi svo að fara inná einhvern disk (hefði líklega líka gerst ef ég hefði keyrt eitthvað forrit). Prófaði að vísu aldrei að læsa og logga svo inn en í eitt skiptið þegar ég var ekki búinn að stilla Power stillingarnar þá fór tölvan í sleep mode og þegar ég kom henni úr því þá var smá ferkantað svæði í hægra horninu neðst á skjánum sem var eitthvað í rugli, það komu einhverjar "öldu" truflanir á myndina þar :?

En svarti skjárinn hjá mér kom líklega frekar en BSOD þar sem Windows varð mun meira unstable og gat líklega lítið annað en gefist upp og dáið. En það sakar samt ekki fyrir þig að athuga með heilsu disksins (eða diskanna, ef þú ert með Raid). Býst samt við þvi að ef Windows Experience Index virkar án vandræða að þá sé þitt vandamál líklega meira í ætt við algenga svartskjá vesenið sem hefur verið minnst á hér áður :-k

Carc skrifaði:Veit að það er t.d. vandamál með bios á Gigabyte móðurborðum að ef Vista eða W7 fer á hibernate að þá kemur BSOD þegar hún er ræst aftur.

Eins gott þá að ég nota aldrei hibernate ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]