Jæææja... þá er tölvan komin í lag!

Tók útilokunaraðferðina á þetta og prófaði allt frá því að setja inn gamlan og svo aftur nýjasta BIOS uppí að taka alla diska úr sambandi nema Windows diskana og eftir að ég gerði það þá fór tölvan að virka í lagi aftur og lét bara eins og ekkert hefði gerst

Þá fór ég í það að tengja allt aftur, eitt í einu og keyra tölvuna í gang á milli, og nú hef ég tengt allt og ekkert vesen lengur

Hún er meira að segja aðeins fljótari að keyra sig upp svo þetta hlítur að hafa verið eitthvað smá sambandsleysi eða eitthvað slíkt

Samt skrítið að það var í einhverju öðru en Windows diskunum þar sem hluti af vandamálinu var að stundum eftir svartskjá og endurræsingu var annar af þeim "off line".
Einhver sem hefur lent í einhverju svipuðu sambandsleysisvandamáli? Er möguleiki að eitthvað annað sem er tengt við sama SATA controller sem er með sambandsleysi geti slegið annan Raid diskinn út einhvernveginn?
Skil þetta ekki alveg en er bara mjög ánægður að tölvan er komin í lag og að ég þurfi ekki að rífa móðurborðið úr, skipta því og setja svo annað í þar sem það var mjög erfið vinna

Fattaði svo líka eftir ágætis lestur á hinum ýmsu stöðum að ég hefði upphaflega getað sett upp Raid á Gigabyte controllerinum en það er víst stillt í sjálfum BIOS en ekki utan hans eins og á þeim sem ég er með Raid setupið á. Er samt ekki alveg búinn að fatta afhverju það er ekki hægt að hafa tvo diska hlið við hlið á Gigabyte controllerinum (nema þá saman í Raid), en það er líklega bara eitthvað smá stillingarvesen í BIOS þar sem ég fann Raid stillingarnar, nenni ekki að fikta í því nema ég muni bæta við fleiri diskum

Enda væri það skrítið ef að móðurborð sem á að styðja samtals 10 diska gæti bara leyft manni að tengja 8

Skilst annars að Raid sé hraðara á controllernum sem er á suðurbrúnni, s.s. þessum bláa sem ég er að nota Raid á, svo ég sé litla ástæðu til þess að vera eitthvað að breyta því.
Vil bara að lokum þakka þeim sem hlýddu og sérstaklega þeim sem reyndu að finna lausn á þessu stórskrítna vandamáli, vonandi fæ ég það bara ekki aftur í hausinn (væri samt týpískt hehe)

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]