Efast um að 210 kortið eigi eftir að vera með mikil læti, en mér finnst líklegt að það sé vifta á því. Vídeó afspilun ætti samt ekki að láta það fara á eitthvað blast. Sé ekki hvort að það sé audio-in tengi á kortinu, það er frekar þægilegt því þá færðu mynd + hljóð útúr hdmi kaplinum í sjónvarpið.
xbox media centerhttp://xbmc.org/Getur downloadað þessu af síðunni og séð hvernig þetta virkar, þetta er í raun og veru bara complete lausn, s.s library og afspilun í sama forriti með flottu viðmóti. Keyrir á linux, windows og jafnvel hægt að installa xbmc bara beint án stýrikerfis fyrst. Þarft að nenna að fínstilla þetta og setja þetta almennilega upp til að þetta virki sem best.
http://www.boxee.tv/Svipað dæmi og xmbc nema meira dummy-proof og öðruvísi, finnst þetta persónulega ansi spennandi apparat. Virkar alveg eins og XMBC nema að það er meira af innbyggðum möguleikum til að streama efni beint af internetinu, t.d er inní applications þarna Comedy Central ( á það til að detta út vegna e-rs bug) en þá er hægt að horfa á allt comedy central efni, frítt og löglega, t.d southpark, kenny vs spenny ofl.
Getur prófað bæði forritin á tölvunni sem þú ert núna á, bæði bjóða uppá windows uppsetningu, þannig geturu skoðað þig um áður en þú setur upp á hina vélina.