Diskurinn hrundi


Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Diskurinn hrundi

Pósturaf k0fuz » Mán 30. Nóv 2009 00:44

Jæja þá hrundi 1TB segate diskurinn minn sem ég keypti í febrúar minnir mig á þessu ári. Hann er enn í ábyrgð og alles en mig langar að ná einhverju af gögnum inná honum aftur, einhverjar hugmyndir hvernig? Gæti það eitthvað sést á disknum ef ég skelli honum í frysti og reyni þá aðferð og myndi svo skila honum og heimta nýjan útá ábyrgð?


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.

Skjámynd

sakaxxx
FanBoy
Póstar: 754
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 16:22
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf sakaxxx » Mán 30. Nóv 2009 01:29

ekki setja hann í frysti ég gerði það við eldgamlan handónytan hd setti hann í ziplock poka og lofttæmdi þegar ég tók hann út og tengdi við tölvuna lagðist alveg rosalega mikil móða á hann þ.e hann varð rennblautur #-o


2600k gtx780 16gb

sjónvarps Intel Core2 Quad q6600 @3.0 Gtx660
  ▲
▲ ▲

Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf BjarniTS » Mán 30. Nóv 2009 11:01

Ef að þú villt að ábyrgðin detti niður þá skaltu setja hann í frysti.
Mæli með að fara bara með hann og fá annan.


Nörd

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf Glazier » Mán 30. Nóv 2009 12:35

hmm kannski þú getir farið með hann, fengið annan en fengið svo að eiga þennan sem hrundi og reynt að bjarga gögnunum eftir að þeir hafa staðfest að hann sé ónýtur ?


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2402
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 70
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf Gunnar » Mán 30. Nóv 2009 19:09

ef hann er í ábyrgð áttu þá ekki að fá að ná gögnunum af honum frítt hja seljanda?



Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf AngryMachine » Mán 30. Nóv 2009 19:54

k0fuz skrifaði:Jæja þá hrundi 1TB segate diskurinn minn sem ég keypti í febrúar minnir mig á þessu ári.


Hrundi hvernig? Kemur hann fram í BIOS og/eða windows? Er eðlilegt hljóð í honum (plattarnir snúast, engir smellir ekkert surg)?

Glazier skrifaði: hmm kannski þú getir farið með hann, fengið annan en fengið svo að eiga þennan sem hrundi og reynt að bjarga gögnunum eftir að þeir hafa staðfest að hann sé ónýtur ?


Þegar vöru er skipt út í ábyrgð þá á verslunin gömlu vöruna, sem er svo send til framleiðanda og verslunin fær kredit/nýja vöru. Bilaði diskurinn er líka verðmæti, það er þess vegna ekki hægt að labba in með einn disk og labba út með tvo.

Gunnar skrifaði:ef hann er í ábyrgð áttu þá ekki að fá að ná gögnunum af honum frítt hja seljanda?


Furðulega algengur misskilningur. Verslunin selur þér diskinn, ekki gögnin sem þú kýst að setja á hann => annað er í ábyrgð, hitt ekki.


____________________
Starfsmaður @ hvergi


Höfundur
k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf k0fuz » Mán 30. Nóv 2009 21:23

AngryMachine skrifaði:
k0fuz skrifaði:Jæja þá hrundi 1TB segate diskurinn minn sem ég keypti í febrúar minnir mig á þessu ári.


Hrundi hvernig? Kemur hann fram í BIOS og/eða windows? Er eðlilegt hljóð í honum (plattarnir snúast, engir smellir ekkert surg)?

Hann kemur hvorki fram í bios né windows, það er ekki eðlilegt hljóð í honum, kemur svona eins og hann sé að reyna byrja gera eitthvað en hættir við og byrjar aftur og svo koll af kolli


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.


Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf Plextor » Mán 30. Nóv 2009 21:40

Þetta er nú alltaf eitt af því erfiðasta sem kemur fyrir mann í tölvubransanum, þ,e, að bjarga gögnum af hrundum hörðum disk. Ég var einu sinni með einn disk í skönnun í þrjár vikur í Easy recovery, en náði engum heillegum gögnum þegar yfir lauk. Power recowery er skemmtilegt björgunartól, með notendavænt útlit og aðgerðir, og reynist að auki vera talsvert afkasta mikið er kemur að gagnabjörgun. Annars bara að gúggla bestu tólin. Slepptu frystinum. Þetta er bara gömul þjóðsaga :)



Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf AngryMachine » Mán 30. Nóv 2009 22:51

k0fuz skrifaði: Hann kemur hvorki fram í bios né windows, það er ekki eðlilegt hljóð í honum, kemur svona eins og hann sé að reyna byrja gera eitthvað en hættir við og byrjar aftur og svo koll af kolli


Þá geta recovery forrit ekkert fyrir þig gert þar sem þau byggja öll á því að það sé amk. hægt að ná sambandi við diskinn og að hann starfi nokkurnveginn eðlilega. Eftir stendur að skipta um prentplötu, sem er svolítið skot út í bláinn, það er ekkert sem segir að diskurinn lifni við við það. Nú eða bíta í það súra og sætta sig við missinn.


____________________
Starfsmaður @ hvergi


Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf Plextor » Mán 30. Nóv 2009 23:15

Reyndar er það nú svo að þótt diskurinn komi ekki fram í WINDOWS, ÞÁ GETA SUM AF ÞESSUM RECOVERY prógrömmum lesið diskinn. Ég hef góða reynslu af til dæmis recover my files eða get lost data. Þau reyndust mér vel um daginn þegar ég bjargaði gögnum af disk sem að small í eins og gömlum dísel traktor sem að var farinn á höfuðlegum :)



Skjámynd

Narco
Ofur-Nörd
Póstar: 275
Skráði sig: Sun 26. Júl 2009 20:57
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Diskurinn hrundi

Pósturaf Narco » Þri 01. Des 2009 00:47

Ef ekki er um að ræða klikk eða annan hávaða eða hljóð yfirleitt frá diskinum þá getur verið nóg að skipta út prentinu(rafeindabúnaðurinn undir diskinum með stýringunni ofl.) það þýðir að þú verður að finna annan alveg eins disk og skipta út prentinu, þá ætti diskurinn að fara í gang og þú getur bjargað gögnum. Síðan færirðu prentið aftur yfir á hinn diskinn aftur.
A.T.H. það verður að nota discrecovery forrit til að lesa diskinn þar sem lánsprentið segir þér auðvitað að það sé ekkert á honum.


Toshiba Satellite L555-12E. Intel Core i5 M430@2.27GHz. 4Gb 1066MHz minni. 64-bit W7. ATI mobility Radeon HD5165.
Hdmi, Esata, Vga, Bluray, Gskill 120Gb ssd. 17" Wxga+ í 16/9-LED. Og margt fleira.