Tölvan með vandræði


Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Tölvan með vandræði

Pósturaf addi32 » Sun 01. Nóv 2009 11:33

Var í tölvunni minn í gær og hún fraus allt í einu. Prufaði að restarta henni en ekkert gerðist. Kom MSI myndin í byrjun þar sem ég get ýtt á DEL til að fara í BIOS. Komst ekki lengra en það, og þegar ég reyndi að fara í BIOS þá kom bara "Entering Setup" endalaust. Koma engin villuhljóð úr vélinni. Það eina sem kemur er rautt ljós framaná vélina.

Er með
MSI-7235 P965 NEO móðurborgð
Intel e6600 örgjörva.

Einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 01. Nóv 2009 15:21

Það hlýtur að vera einhver ljósasamsetning á móðurborðinu fyrst það koma engin píp. Minnir að MSI borð séu allflest þannig. Opnaðu tölvuna og athugaðu það. Skoðaðu svo manualinn og sjáðu hvað hann segir.




Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf addi32 » Sun 01. Nóv 2009 20:14

Kveikti á vélinni áðan og tók þá eftir því að hún pípti einu sinni (eins og hún gerir vanalega), merki um að allt sé í lagi. Svo stoppar allt. Kemst ekki í bios-inn. Tók mynd af því sem er á skjánum þegar hún hættir að vinna.
Mynd

Einhverjar hugmyndir hvað þetta gæti verið þar sem hún fraus í léttu net rápi hjá mér og þá byrjaði þetta.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 01. Nóv 2009 20:25

Getur prufað að flasha BIOSinn. Tekur tölvuna alveg úr sambandi og tekur batteríið úr móðurborðinu í 5 mín eða svo og setur það aftur í.



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4358
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 409
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf chaplin » Sun 01. Nóv 2009 20:30

Passaðu að allar snúrur séu RÉTT og VEL tengdar, hafðu svo bara 1 minniskubb í vélinni, taktu hana úr sambandi, taktu batteríið úr í 20sek, settu batteríið í, tengdu hana í straum, bíddu í smá stund (ca. 5sek), kvektu á henni, report.




Drone
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Fim 10. Sep 2009 01:03
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf Drone » Sun 01. Nóv 2009 20:32

opnaðu tölvuna og ath hvort að einhver óhlóð heyrist í harða diskinum.
Prófaðu svo að taka stýrikerfisdiskinn úr sambandi og ath hvort tölvan fari í gegnum POST eftir það. Ef hún gerir það ertu sennilega með bilaðan disk.




Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf addi32 » Sun 01. Nóv 2009 20:41

Tók batteríið úr vélinni í 1 mín og setti svo aftur í eins og þið ráðlögðu mér. Bara með einn minniskubb (hef prufað mismunandi raufar og mismunandi kubba).

Ekkert breytist. Stoppar á sama stað. Vélin er 2-3 ára gömul, getur verið að þetta batterí sé búið?




JohnnyX
/dev/null
Póstar: 1442
Skráði sig: Sun 04. Jan 2009 18:25
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf JohnnyX » Sun 01. Nóv 2009 20:45

held að það breyti engu þótt batteriið sé búið




SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf SteiniP » Sun 01. Nóv 2009 20:54

Það breytir engu þótt batteríið sé búið, nema það að þá endurstillist BIOSinn í hvert skipti sem þú tekur rafmagnið af tölvunni.

Prófaðu að taka harða diskinn úr sambandi og gáðu hvort þú kemst þá inn í BIOS.




Höfundur
addi32
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Mið 29. Okt 2008 08:13
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með vandræði

Pósturaf addi32 » Sun 01. Nóv 2009 21:25

Takk fyrir alla aðstoðina,

Var með Raptor 74GB fyrir stýrikerfið sem ég tók úr sambandi og þá komst ég inn í bios-inn. Var með XP uppsett á öðrum disk líka í tölvunni sem ég gat notað. Hvað sem ég reyndi gat ég ekki fengið tölvuna til að starta sér upp með Raptor diskinn sem Secondary og hinn Primary til að ath hvort ég gæti náð einhverju gögnum út af honum. En allavega komið lausn á vandamálinu.