faraldur skrifaði:Ég gef mér að þú vinnir fyrir Tölvutek og ert þar með að brjóta reglur spjallborðsins með að taka það ekki fram. Veit ekkert með Lacie en ég sé allar tölur í kringum Icybox svo ég veit alveg hvað ég er að tala um þar!
Nei, ég vinn ekki fyrir Tölvutek. Ég vinn fyrir óháðann aðila, að því leyti að við sjáum ekki um að flytja inn né með umboð fyrir nein merki eða vörur, og sé því enga ástæðu til þess að taka fram hvar ég vinn, þar sem ég er algjörlega hlutlaus og ber engra hagsmuna að gæta þegar kemur að sölu, reynslu og skoðunum á hverskyns tölvuhlutum og því tengdu.
Mér er svosem líka slétt sama hvaða tölur þú ert með fyrir framan þig, mín persónulega reynsla af sölu, viðgerðum og notkun á Icybox vörum er langt frá því að vera góð, og það var það eina sem ég var að tjá mig um.