svartur skjár !


Höfundur
moneypenny
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 10. Okt 2009 11:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

svartur skjár !

Pósturaf moneypenny » Lau 10. Okt 2009 12:44

Ég ætlaði að athuga hvort einhverjir snillingarnir hérna geti ekki hjálpað mér með vandamál. Ég er með nokkurra ára gamla HP dv2125nr tölvu keypta í USA (kemst ekki inn í hana í augnablikinu til að gefa meiri specca en ef það hjálpar þá reyni ég það síðar).
Vandamálið byrjaði fyrir nokkru þannig að stundum þegar maður kveikir á tölvunni þá er skjárinn svartur (ljós kvikna og hún amk byrjar eitthvað að starta upp), ef maður endurtekið slekkur á henni og kveikir á víxt þá dettur hún inn fyrir rest. Til að byrja með þurfti maður bara að slökkva og kveikja nokkrum sinnum og ef hún datt inn gat maður notað tölvuna. Nú hefur þetta verið að versna þannig að bæði getur tekið langan tíma (kveikja og slökkva margoft) áður en hún dettur inn og það að þegar maður er kominn inn þá allt í einu dettur myndin út og hvít þverstrik hreyfast yfir skjáinn. Ég hef ekki tengt þetta við það að hreyfa lokið (þó að sambandleysi þar etv mögulegt). Er ekki líklegast að skjákortið sé bilað, eða er möguleiki að móðurborðið sé bilað? Ég er ekki tilbúinn að kosta mikið upp á gamla tölvu en ef t.d. þið haldið að maður gæti keypt ódýrt skjákort og málið leyst myndi maður reyna það. Tölvan virkar ágætlega fyrir utan að hún hitnar mjög mikið ? hvort það hafi getað skemmt eitthvað út frá sér.
Vona að einhver hafi nennt að lesa þessa langloku og geti komið með góð ráð :)
Kveðja Stefán




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: svartur skjár !

Pósturaf AntiTrust » Lau 10. Okt 2009 12:57

Í þínu tilfelli skiptir engu máli hvort um skjákort eða móðurborð sé að ræða þar sem þú ert með innbyggða skjástýringu, og getur því ekki skipt um skjákort þótt það væri vandamálið.

Bilunin sem þú ert að lýsa stemmir alveg við hitann sem þú talar um. Hún hitnar mikið vegna ryks sem hefur safnast upp og ekki verið þrifið/blásið burt. Þú ert þar af leiðandi líklega með ónýta vél (bilun í móðurborði/skjákorti) vegna langvarandi ofhitnunar, hvítu rendurnar eru mjög algeng einkenni hitaskemmda.

Þetta hefði getað verið hægt að koma í veg fyrir með því að rykhreinsa tölvuna reglulega.




Höfundur
moneypenny
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 10. Okt 2009 11:41
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: svartur skjár !

Pósturaf moneypenny » Lau 10. Okt 2009 15:32

Takk fyrir það, mig grunaði þetta. Ætlaði einmitt einhvern tímann að þrífa hana og búinn að rífa einar 20 skrúfur úr henni en komst ekki að viftunni, hefði betur reynt áfram