Nota gítarmagnara með tölvunni

Skjámynd

Höfundur
KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Nota gítarmagnara með tölvunni

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 23. Sep 2009 17:47

Sælir

Er hérna með gítarmagnara sem mig langaði að hafa undir skrifborðinu og nota sem aukahátalara bara með þessum 2 sem ég er með núna. Er með 7.1 hljóðkort á móðurborðinu, alla drivera uppsetta og ég fæ hljóð úr honum ef ég sting honum í front panelinn, en ekki ef ég tengi hann afturí.

Ég fæ í hann hljóð með testunum sem eru í Realtek HD Audio Manager, en ekki Winamp, MPC né neinu öðru.

Þarf ég að stilla þetta eitthvað sérstaklega? Eða þarf ég að tengja í eitthvað sérstakt tengi af þessum 6 sem eru aftaná? Tengdi í bláa held ég.