Mig vantar aðstoð við uppfærslu á vélinni minni sem hefur verið lítið (ekkert) uppfærð síðan 2003-4
Current specc:
Móðurborð: Gigabyte nVidia-nForce2
Örgjörvi: AMD Athlon 1.24 GHz
Minni: 1 GB DDR (1x512, 2x256)
Skjákort: NVIDIA GeForce FX 5600
Harðir diskar: WDC 75GB (ATA), Seagate 250GB (SATA) og 500GB (SATA)
OS: Windows XP SP3
Þessi hefur þjónustað mér í gegnum árin án kvörtunar. Ég spila ekki lengur leiki en væri til í að hafa það option að henda inn Sims fyrir frúnna
Vélin verður mestmegnis notuð í netbrávs, word, photoshop og einhverja myndvinnslu...
Mig vantar aðstoð við að kaupa nýjan turn - það eru um 60 dB í þessari vél og mig langar í hljóðláta vél! 6 USB port eru eiginlega of fá...
Nýtt móðurborð - eitthvað sem kemur til með að verða ekki úrelt á næstu árum
Skjákort - þarf ég betra eða meira en onboard þar sem ég spila ekki leiki? Veit að frúin væri til í að fá Sims inn á vélina
Ég er alveg til í að eyða um 50-70 þúsund í þetta en þar sem þessi virkar ennþá fínt væri ekkert verra að eyða eitthvað minna...
Er eitthvað sem ég er að gleyma?
Takk fyrir hjálpina,
Geimskip