Ég er eiginlega búinn að gefast upp á að ég nái að sjá allt inná disknum í explorer en ég hef verið að reyna önnur forrit eins og t.d. Recuva og PC Inspector File Recovery en það síðarnefnda gefur mér besta listann yfir allt á disknum sem er æði fyrir utan það að forritið nær ekki alveg að lesa almennilega allar skrár og svo eru margar möppur og einhverjar skrár með ? í nafni sínu svo það koma endalausar villur yfir því. Ég get reyndar komist aðeins framhjá seinna vandamálinu en þá þarf ég að fara yfir ALLT, finna það sem inniheldur ? í nafni sínu og endurskýra svo það virki
Það sem mig bráðvantar núna er s.s. forrit sem getur lesið af disknum sama í hvernig ástandi boot sector upplýsingarnar eru og sýnt mér lista yfir möppur og skrár eins og það væri í explorer þar sem ég get valið hvað á að afrita og hvað ekki. EINHVER sem veit um svoleiðis forrit? Ég er búinn að prófa slatta en gengur erfiðlega að finna eitthvað gott, vil líka helst freeware forrit

Vil bara benda þér á, eins og ég benti Stuffz á hér rétt fyrir ofan, að ég er búinn að leysa þetta vandamál svo það er algjör óþarfi að halda umræðunni gangandi með einhverjum "glænýjum" hugmyndum