Tölvan að gefa upp öndina?
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Tölvan að gefa upp öndina?
Sælir vaktarar.
Nú var ég að lenda í veseni með tölvuna. Það var í lagi með hana fyrir kvöldmat en þegar ég kem aftur inn í herbergið eftir að hafa borðað er svartur skjár og valmöguleikarnir "Start Windos in safe mode" og "Start Windows normally" og það dæmi. Ég reyni að velja eitthvað en ekkert gengur og sé að niðurtalningin í að Windows hefði startað sér er búin, líklega fyrir löngu. Þá restarta ég en skjárinn kemur bara með "No signal detected." Ég slekk og pæli eitthvað í þessu og reyni svo aftur og þá byrjar tölvan eins og venjulega nema hún nær ekki að starta Windows og að lokum kemur það sama og þegar ég kom að tölvunni "Start Windows in safe mode .,.,.,." Þannig að nú hef ég bara tekið hana úr sambandi og er að reyna að finna út hvað gæti verið að.
Smá auka info:
Í gær var MX518 músin mín alltaf að detta úr sambandi með viðeigandi Windows hljóðum, kom bara eins og ég hefði kippt henni úr, þetta gerðist á fullu þannig að ég hélt að hún væri bara dauð. Tók líka eftir því að þegar ég kveikti á tölvunni þá var hún með rosalegt ljósashow, það blikkaði á fullu þarna að neðan. Sama blikkstemning kom á Dell músinni sem ég notaði áðan þegar ég kveikti á tölvunni. MX518 músin virkar vel í tölvunni sem ég er í núna.
Ég formattaði líka seinasta föstudag þó svo að það skiptir kannski engu máli...
Vonandi hafið þið einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að.
Kv. Vilhelm
Nú var ég að lenda í veseni með tölvuna. Það var í lagi með hana fyrir kvöldmat en þegar ég kem aftur inn í herbergið eftir að hafa borðað er svartur skjár og valmöguleikarnir "Start Windos in safe mode" og "Start Windows normally" og það dæmi. Ég reyni að velja eitthvað en ekkert gengur og sé að niðurtalningin í að Windows hefði startað sér er búin, líklega fyrir löngu. Þá restarta ég en skjárinn kemur bara með "No signal detected." Ég slekk og pæli eitthvað í þessu og reyni svo aftur og þá byrjar tölvan eins og venjulega nema hún nær ekki að starta Windows og að lokum kemur það sama og þegar ég kom að tölvunni "Start Windows in safe mode .,.,.,." Þannig að nú hef ég bara tekið hana úr sambandi og er að reyna að finna út hvað gæti verið að.
Smá auka info:
Í gær var MX518 músin mín alltaf að detta úr sambandi með viðeigandi Windows hljóðum, kom bara eins og ég hefði kippt henni úr, þetta gerðist á fullu þannig að ég hélt að hún væri bara dauð. Tók líka eftir því að þegar ég kveikti á tölvunni þá var hún með rosalegt ljósashow, það blikkaði á fullu þarna að neðan. Sama blikkstemning kom á Dell músinni sem ég notaði áðan þegar ég kveikti á tölvunni. MX518 músin virkar vel í tölvunni sem ég er í núna.
Ég formattaði líka seinasta föstudag þó svo að það skiptir kannski engu máli...
Vonandi hafið þið einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að.
Kv. Vilhelm
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Gefðu betra info, hvaða íhlutir eru í vélinni, hve gamlir, hefurðu hreinsað ryk úr vélinni reglulega, hvaða stýrikerfi ertu með, hvaða vírusvörn ertu með, já ok vélin er nýuppsett segirðu en mig langar samt að vita það 
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Tölvan var keypt í maí fyrir 3 árum. 1 og 1 hlutur kannski nýrri en man ekki nákvæmlega hvenær þeir voru keyptir.
Örgjörvi: Athlon64 X2 4200+ 2.2GHz 2x512KB L2 Dual-Core
Kælivifta: TR2TT M14 (19dB)
Móðurborð: ASRock 939SLI32-eSATA2 (1 og hálfs árs gamalt)
Minni G.Skill 2x1GB DDR400 CL2.5 með kæliplötum
Harður diskur: Seagate Barracuda 7200.8 400GB (System diskurinn)
WD 500 GB
Geisladrif: NEC 16xDVD-RW Dual-layer Skrifari
Skjákort: GeForce 7900GT Inno3D
Kassi: Aspire X-Cruiser
Aflgjafi: 700W Fortron Epsilon
Hljóðkort: Soundblaster X-Fi Xtreme Music
Rykhreinsun hefur verið frekar slöpp seinustu mánuði. Ég er með Windows XP Home Edition og ég var ekki búinn að setja upp vírusvörn.
Örgjörvi: Athlon64 X2 4200+ 2.2GHz 2x512KB L2 Dual-Core
Kælivifta: TR2TT M14 (19dB)
Móðurborð: ASRock 939SLI32-eSATA2 (1 og hálfs árs gamalt)
Minni G.Skill 2x1GB DDR400 CL2.5 með kæliplötum
Harður diskur: Seagate Barracuda 7200.8 400GB (System diskurinn)
WD 500 GB
Geisladrif: NEC 16xDVD-RW Dual-layer Skrifari
Skjákort: GeForce 7900GT Inno3D
Kassi: Aspire X-Cruiser
Aflgjafi: 700W Fortron Epsilon
Hljóðkort: Soundblaster X-Fi Xtreme Music
Rykhreinsun hefur verið frekar slöpp seinustu mánuði. Ég er með Windows XP Home Edition og ég var ekki búinn að setja upp vírusvörn.
-
Glazier
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
gastu ekki bara valið Start windows normally ? :S
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
SteiniP
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Gæti verið að harði diskurinn sé orðinn eitthvað slappur.
Farðu í recovery console með því að boota upp af windows disknum og gerðu CHKDSK /R
Farðu í recovery console með því að boota upp af windows disknum og gerðu CHKDSK /R
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Nei, gat ekki valið neitt, ekki farið upp né niður og svo gerðist ekkert þegar niðurtalningin var búin.
"Gæti verið að harði diskurinn sé orðinn eitthvað slappur.
Farðu í recovery console með því að boota upp af windows disknum og gerðu CHKDSK /R"
Mig grunaði að þetta væri diskurinn þannig að ég tók hann út og ætlaði að fá flakkara hjá félaga mínum til að athuga hvort það myndi ganga. Hef aldrei gert CHKDSK /R en myndi það ganga? Tölvan náði aldrei að starta Windows í gær eftir að allt fór í rugl.
"Gæti verið að harði diskurinn sé orðinn eitthvað slappur.
Farðu í recovery console með því að boota upp af windows disknum og gerðu CHKDSK /R"
Mig grunaði að þetta væri diskurinn þannig að ég tók hann út og ætlaði að fá flakkara hjá félaga mínum til að athuga hvort það myndi ganga. Hef aldrei gert CHKDSK /R en myndi það ganga? Tölvan náði aldrei að starta Windows í gær eftir að allt fór í rugl.
-
Gúrú
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Alcatraz skrifaði:Hef aldrei gert CHKDSK /R en myndi það ganga? Tölvan náði aldrei að starta Windows í gær eftir að allt fór í rugl.
Notar Windows install diskinn í það
Svo það á að ganga.
Modus ponens
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Þetta gekk nú ekki jafn vel og ég vonaði. Setti diskinn í og tengdi allt og ætlaði að kveikja en ekkert gerðist. Prófaði að ýta aftur en ekkert gerðist, tók þá snúruna úr einu tenginu á fjöltenginu og setti í annað og þá kom ljóst á kassann en svo sló út í herberginu. Sló öryggið inn og reyndi að kveikja en ekkert gerðist í fyrstu en svo kveikti hann á sér en ég fékk ekkert signal á skjáinn...
Júní byrjar og kveður með trompi, í byrjun dó gamli tölvuskjárinn minn og núna í lokin tölvan.
Júní byrjar og kveður með trompi, í byrjun dó gamli tölvuskjárinn minn og núna í lokin tölvan.
-
TwiiztedAcer
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 339
- Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 15:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Alcatraz skrifaði:Þetta gekk nú ekki jafn vel og ég vonaði. Setti diskinn í og tengdi allt og ætlaði að kveikja en ekkert gerðist. Prófaði að ýta aftur en ekkert gerðist, tók þá snúruna úr einu tenginu á fjöltenginu og setti í annað og þá kom ljóst á kassann en svo sló út í herberginu. Sló öryggið inn og reyndi að kveikja en ekkert gerðist í fyrstu en svo kveikti hann á sér en ég fékk ekkert signal á skjáinn...
Júní byrjar og kveður með trompi, í byrjun dó gamli tölvuskjárinn minn og núna í lokin tölvan.
Er ekki bara best að fá sér nýjan HDD og sjá hvað gerist og ef það lagast ekki, þá ertu bara buinn að kaupa þér HDD fyrir nýju tölvuna (ef þú ætlar að fá þér nýja tölvu)
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
En er þetta harði diskurinn miðað við það hversu illa það gengur að kveikja bara á kassanum? Væri þetta þá ekki frekar móðurborðið sem er að klikka? Svo finnst mér það einkennilegt að MX-518 músin virki 100% í Dell tölvunni sem ég er að nota núna þegar hún var alltaf að detta út í vandræðatölvunni rétt áður en allt fór til fjandans.
-
Gúrú
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Alcatraz skrifaði:En er þetta harði diskurinn miðað við það hversu illa það gengur að kveikja bara á kassanum? Væri þetta þá ekki frekar móðurborðið sem er að klikka? Svo finnst mér það einkennilegt að MX-518 músin virki 100% í Dell tölvunni sem ég er að nota núna þegar hún var alltaf að detta út í vandræðatölvunni rétt áður en allt fór til fjandans.
Það er þá mun líklegar að stýrikerfið, þá á harða disknum að faila hafi verið að disconnecta henni útaf bulli eða þá USB tengin sjálf á móðurborðinu.
Annaðhvort móðurborðið eða harði diskurinn og aflgjafinn á sama tíma? Sem væri frekar rare svo að ég myndi byrja að segja að þetta sé móðurborðið.
Þú eins og þú segir ert búinn að útiloka að músin sé vandamálið.
Modus ponens
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Er að fara að vinna, spái meira í þessu á morgun. Einhverjar hugmyndir um það hvernig ég get komist að því hvort þetta sé ekki örugglega móðurborðið?
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Aftengdu harðadrifið frá móðurborðinu, og ræstu svo vélina hún á að fljúga í gáng og koma með meldingu um að hún finni ekki system disk, endurræstu svo aftur og farðu inn í bíos.
Ef hvorugt þetta gengur þá beinast böndin að móðurborðinu eða vinsluminni.
Prófaðu þvínæst að taka annan minniskubbinn úr og ræsa, ef ekkert gerist settu þá kubbinn í og taktu hinn kubbinn úr og ræstu.
Ef hvorugt þetta gengur þá beinast böndin að móðurborðinu eða vinsluminni.
Prófaðu þvínæst að taka annan minniskubbinn úr og ræsa, ef ekkert gerist settu þá kubbinn í og taktu hinn kubbinn úr og ræstu.
-
Alcatraz
Höfundur - Nörd
- Póstar: 131
- Skráði sig: Mán 17. Apr 2006 16:50
- Reputation: 6
- Staðsetning: Hér og þar
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Tölvan kveikir á sér en skjárinn sýnir ekkert, bara "No signal detected."
-
TwiiztedAcer
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 339
- Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 15:02
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tölvan að gefa upp öndina?
Alcatraz skrifaði:Tölvan kveikir á sér en skjárinn sýnir ekkert, bara "No signal detected."
Prófaðu að tengja annan skjá við tölvuna, gæti verið að það sé eitthvað að skjánum