Ég var loksins að fá nýtt drif í xboxið mitt, eftir 2 mánaða bið, eina endursendingu og vesen í tollinum. Það er af gerð Hitachi HL GDR-3120L og rom version er 0079FL.
Þetta er sama version á bæði gamla og nýja drifinu. En til þess að láta nýja drifið virka, þá þarf ég flassa nýja drifið með passkey sem að er staðsettur á gamla drifinu og á móðurborði vélarinnar.
En þarna kemur upp vandamál. Controllerinn í gamla drifinu er dauður þannig að ekki er hægt að nota hefðbundar aðferðir til að nálgast kóðann af geisladrifinu sjálfu.
Þá langar mig að vita hvort það sé mögulegt að finna þennan kóða, annaðhvort á drifinu eða móðurborðinu. Væri jafnvel hægt að taka firmware kubbinn af gamla drifinu og lóða hann á nýja?
Allar uplýsingar eru mjög vel þegnar. I miss my xbox