Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf greatness » Fim 30. Apr 2009 21:48

Sælir vaktarmenn, ég er mjög þakklátur fyrir þá hjálp sem ég hef fengið hingað til:) Mig vantar samt smá hjálp með nýtt vandamál.

Ég var að keyra upp nýja vél á Windows XP Service pack 3

Vélbúnaður vélarinnar er eftirfarandi:

Móðurborð
Gigabyte EP43 DS3L

Örgjörvi
E8400 3.0 GHZ Core 2 Duo

Skjákort
Gigabyte GTS250 1GB

Aflgjafi
Gigabyte 550 W

Minni
2x 2GB OCZ (4 gb í heildina)

Vandamálið er að ég var að færa mig upp frá tveggja ára gömlu 7300LE skjákorti yfir í GTS250. Ég var með það kort á sama móðurborði (EP43 DS3L) og ég er með núna sem er með innbyggðu hljóðkorti. Ég tengdi beint úr audio jack á móðurborðinu í sjónvarpið og var með tengt DVI/HDMI converter á DVi tengi á 7300LE skjákortinu og snúran fór svo í HDMI inn jack á sjónvarpinu sem er 37 tommu Phillips sjónvarp 1366x720.

Allt gekk skínandi vel þannig, mynd og hljóð og lífið var frábært. Ég var hinsvegar núna að tengja GTS250 kortið og tengdi þá beint úr HDMI tenginu á skjákortinu í HDMI á sjónvarpinu og fæ mynd og alles en hljóðið kemur ekki lengur á þeirri rás þar sem myndin kemur en það er sama rás og bæði hljóð og mynd kom þegar ég var með 7300LE skjákortið tengt. Þegar ég var með 7300 LE skjákortið tengt þá kom hljóð og mynd á HDMI 1 rásinni en einnig hljóð en engin mynd á annarri rás (extension 3) á sjónvarpinu. Núna með GTS250 kemur hinsvegar enn hljóðið á extension 3 rásinni en eins og fyrr segir ekkert hljóð á HDMI rásinni.

Ég prufaði að tengja heyrnartól í audio jack á móðurborðinu til að sjá hvort að hljóðkortið virkaði enn og það kemur hljóð í heyrnartólin.

Ég er búinn að prófa mig áfram í kjölfarið með því t.d. að tengja sjónvarpið með sama hætti á GTS250 kortinu eins og ég var með það tengt á 7300LE kortinu eða það er að segja með DVI/HDMI converter en það er enn sama vandamál til staðar. Ennfremur þá er ég búinn að prófa að fara frá Clone yfir í Dualview með bæði beintengt HDMI og DVI/HDMI converter tengt.

Þegar ég var að setja kortið inn í vélina þá ákvað ég að tengja ekki SPDIF snúruna milli GTS250 kortsins og móðurborðsins. Er það feillinn sem er að valda þessum vandræðum?

Kveðja.
Daníel.



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1311
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf viddi » Fim 30. Apr 2009 23:45

Þú verður að tengja spdif snúruna á milli skjákorts og móðurborðs til að fá hljóð inná hdmi tengið



A Magnificent Beast of PC Master Race


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf greatness » Fim 30. Apr 2009 23:58

Takk fyrir svarið.

Mig grunaði það en ég hafði samt meiri áhuga á því að keyra bara hljóðið beint frá audio out tenginu á móðurborðinu. Spurningin er því ef ég hef GTS250 kortið tengt verð ég þá að hafa Spdif snúruna til þess að fá hljóð í sjónvarpið yfirhöfuð?



Skjámynd

viddi
Stjórnandi
Póstar: 1311
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
Reputation: 7
Staðsetning: <?php
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf viddi » Fös 01. Maí 2009 00:13

Getur verið að sjónvarpið taki ekki hljóðið ef þú tengir það sér vegna þess að það reynir alltaf að fá í gegnum hdmi kapalinn, sjónvarpið mitt er svoleiðis, get ekki fengið hljóðið inn öðruvísi en í gegnum hdmi nema að gera einhverja breytingar á skjákortsdrivernum, náði því einhverntímann en man ekki hvernig ég fór að því (einhverjar breytingar í hex og vesen) langeinfaldast bara að tengja spdif snúruna



A Magnificent Beast of PC Master Race


Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf greatness » Fös 01. Maí 2009 00:22

Ok, snilld, takk fyrir svörin:)

Ég tengi bara SPdif snúruna:)

Rock on.
Daníel.




Cikster
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf Cikster » Fös 01. Maí 2009 02:22

Að nota bara dvi-hdmi breytinn áfram og mini jack fyrir hljóðið eins og var ætti að virka. Spurning hvort mundi ekki virka að tengja þannig og uninstalla og installa aftur skjákorts drivernum. Nema þetta sé einfaldlega að þegar maður installar skjákorts drivernum verði skjákortið allt í einu "Default" output fyrir hljóðið sem væri þá auðvelt að breyta.




Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf greatness » Fös 01. Maí 2009 02:44

Sælir, ennþá vandamál samt.

Ég er búinn að tengja Spdif tengið og fékk enn ekki hljóð á HDMI rásina en það kemur samt hljóð á þá rás (external 3) á sjónvarpinu sem kom hljóð á alltaf fyrr þannig að skjákortið er ekki defacto búið að taka yfir alla hljóðvinnsluna.

Ég er búinn að prófa að tengja DVI/HDMI converter í sjónvarpið með DVI tenginu á skjákortinu en það er sama vandamál til staðar. Þetta vandamál var samt ekki til staðar á gamla skjákortinu sem var ekki með þennan Spdif möguleika.

Þar sem ég var enn með sama vandamál eftir að hafa tengt Spdif ákvað ég að endurinstalla drivernum fyrir kortið en eftir að hafa gert það þá er enn sama vandamál til staðar. Hljóðkortsstillingarnar í windows bjóða upp á þann möguleika að taka af Spdif eða hafa það í gangi en það breytir engu hjá mér. Með Spdif enablað þá kemur ekkert hljóð og með það disablað þá kemur ekkert hljóð.

Ég er ekki alveg viss hvert næsta skref ætti að vera?

Með kveðju.
Daníel.




Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf greatness » Fös 01. Maí 2009 13:53

Bump:)




Höfundur
greatness
Fiktari
Póstar: 67
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með hljóð í flatskjá sjónvarp

Pósturaf greatness » Lau 02. Maí 2009 16:55

Bump