Sælir allir saman.
Ég hef hug á því að uppfæra vélina mína og ásamt því að versla mér nýtt powersupply þá ætla ég mér að versla mér E8400 intel örgjörvann og parað 1066 mhz 2gb DDR2 minni. Það sem ég vildi spyrja út í ef einhver getur og er svo vænn að svara er eftirfarandi.
Ég hef verið að lesa mikið um skjákort á undanförnu til að fræða mig betur um svo ég sói ekki peningum.
Ég hef fundið eftirfarandi kort sem mig langar að versla mér:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19938
En ég hef ennfremur fundið eftirfarandi kort:
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1430
Er þörf á því að spenna bogann hærra og versla sér GTX260 kortið á um 13.000 krónur meir eða dugar mér að versla GTS250 kortið?
Ennfremur þá hef ég hug á því að versla mér eftirfarandi powersupply:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=18009
Ég er nokkuð viss um að það powersupply dugi mér ef ég versla mér GTS250 en ef ráðleggingin er að versla mér frekar GTX260 kortið þarf ég þá að leita mér að öðru powersupply?
Ég þakka allar ráðleggingar:)
Ráðleggingar við kaup á skjákorti?
-
Hnykill
- Of mikill frítími
- Póstar: 1864
- Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
- Reputation: 85
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Ráðleggingar við kaup á skjákorti?
Nvidia GTS 250 er gott kort fyrir alla leiki í dag. GTX 260 er kannski betra ef þú ætlar að spila í hærri upplausnum og með stillt á þokkalegt AA (Anti Aliasing). Aflgjafinn er feykinóg ef þú ert ekki með 8x harða diska, ljósashow í kassanum og 12 kassaviftur. er með þennan aflgjafa á E8400, ati 4870, 2x harða diska og 7 kassaviftur. flest allt er overclockað hjá mér og tölvan notar undir 450W af þessu.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
-
Glazier
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Ráðleggingar við kaup á skjákorti?
Ef þú kaupir þetta http://kisildalur.is/?p=2&id=782
Þá þarftu ekki að bæta heilum 13.000 kr. við heldur 2.600 kr.
Þá þarftu ekki að bæta heilum 13.000 kr. við heldur 2.600 kr.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
greatness
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 67
- Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 16:19
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Ráðleggingar við kaup á skjákorti?
Er þetta kort ekki þónokkuð stærra en hin gtx260 kortin?
Ég hefði áhyggjur af því að láta það passa í kassann minn.
En þakka þó ábendinguna kærlega:)
Ég hefði áhyggjur af því að láta það passa í kassann minn.
En þakka þó ábendinguna kærlega:)