Góðan daginn/kvöldið góðir vaktarar
Ég er með smá vandamál með harðan disk. Það byrjaði þannig að hann var sem sjónvarpsflakkari en síðan brotnaði eitthvað stykki í hýsingunni,
reyndi að fara með hann í viðgerð en því miður var ekki hægt að gera við, en sjálfur harði diskurinn er heill.
Þar sem ég er blankur þá setti ég hann bara í tölvunna tímabundið þangað til ég fjárfesti í nýrri hýsingu.
Vandamálið er að þegar ég er inní harðadisknum (sem sagt My Computer) þá get ég farið í allar möppur nema eina og þá kemur þessi villa --> http://img26.imageshack.us/my.php?image=villar.jpg og á meðan ég smelli á möppuna þá verður tölvan alveg rosaleg hæg og lengi að vinna,
þó ég vinstri smelli einu sinni á hana hægist líka á henni.
Er þetta spurning um að stilla hann með jumper á master og slave dæmið?
Öll hjálp vel þegin.