Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Fös 27. Feb 2009 00:35

Ég er að gera við tölvu og vantar smá hjálp...

Málið er að harði diskurinn var að byrja að gefa sig og tölvan hætti að boota af honum, kom bara svartur skjár með svona merki:"_" (án gæsalappa auðvitað) blikkandi þegar tölvan reyndi að boota. Einnig heyrðust snarkl hljóð frá harða diskinum. Sem betur fer var annar diskur í tölvunni, svissaði honum yfir á master og þessum sem var að gefa sig á slave. Setti upp XP á nýja masterinn og get komist í bilaða diskinn frá My Computer. Ég get hinsvegar ekki copyað gögn á milli diskanna, ætlaði að reyna að bjarga gögnum af þessum bilaða.

Veit einhver um gott tól til að transfera gögn milli harða diska? Vantar eitthvað forrit sem hættir ekki að flytja gögnin þó einhver tapist, t.d. ef ég flyt möppu fulla af myndum sem er 5GB, að hún hætti þá ekki við allt transferrið þó hún nái einungis að lesa 3GB af þessum gögnum og skilji hin skemmdu 2GB eftir. Vona að ég nái að gera mig skiljanlegan...
Hef heyrt af góðu gömlu forriti til að gera þetta en man ómögulega hvað það hét...

Einnig, getur einhver mælt með góðu tóli til að skanna harða diska, eitthvað annað en innbyggða Disk Check (eða Error Checking) sem er hægt að gera í XP?



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf CendenZ » Fös 27. Feb 2009 00:47

fyrst spinrite'ann og svo power data recovery.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Fös 27. Feb 2009 01:30

CendenZ skrifaði:fyrst spinrite'ann og svo power data recovery.


Tékka á þessu, takk fyrir ábendinguna.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Fös 27. Feb 2009 16:36

Suss þetta Spinrite tekur svaka tíma. Bjó til iso file og skrifað á CD og bootaði upp á honum eins og leiðbeiningar sögðu. Er svo að skanna diskinn til að recovera gögn og ætlaði mér svo að nota Power Data Recovery þegar þessu væri lokið. En þetta tekur svaka tíma, 500GB diskur og segir að það séu 95 hrs remaining, hehe. Er það alveg eðlilegt? Virðist reyndar vera að finna mjög mikið af skemmdum sectorum.

Hitinn á disknum er kominn í 43°C...og núna datt hann í 44°C. Vonandi fer hann ekki upp úr öllu valdi ef ég læt þetta ganga í svona langan tíma, diskurinn er auðvitað orðinn vel slappur.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf kiddi » Fös 27. Feb 2009 17:07

°45 er nú ekki neitt til að hafa áhyggjur af - en þú ættir eiginlega að prófa Data Recovery FYRST og ef það gengur ekki .. þá Spinrite. Spinrite á að vera LAST RESORT, ef allt annað hefur klikkað.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Fös 27. Feb 2009 18:42

kiddi skrifaði:°45 er nú ekki neitt til að hafa áhyggjur af - en þú ættir eiginlega að prófa Data Recovery FYRST og ef það gengur ekki .. þá Spinrite. Spinrite á að vera LAST RESORT, ef allt annað hefur klikkað.


Já okei. Data Recovery er þá eitthvað forrit býst ég við? Eða ertu að meina Power Data Recovery sem CendenZ mælti með?

Setti Spinrite í gang fyrr í dag, er búinn með 0,64% og 291 hours remaining, gengur afskaplega hægt.



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf kiddi » Fös 27. Feb 2009 20:08

Stoppaðu spinrite (það er í fínu lagi) - og já... sjáðu hvort þú getir orðið þér út um þetta Power Data Recovery, en það eru til allskyns svona forrit, t.d. GetDataBack og eitthvað. Málið er að Spinrite bjargar gögnunum ekki, það reynir bara að "laga" gögnin þar sem þau eru - sem er ekki endilega besta leiðin ef þú átt eftir að prófa gömlu góðu leiðarnar.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Fös 27. Feb 2009 21:41

kiddi skrifaði:Stoppaðu spinrite (það er í fínu lagi) - og já... sjáðu hvort þú getir orðið þér út um þetta Power Data Recovery, en það eru til allskyns svona forrit, t.d. GetDataBack og eitthvað. Málið er að Spinrite bjargar gögnunum ekki, það reynir bara að "laga" gögnin þar sem þau eru - sem er ekki endilega besta leiðin ef þú átt eftir að prófa gömlu góðu leiðarnar.


Stoppaði Spinrite og notaði bara Power Data Recovery til að flytja gögnin yfir. Virkaði glimrandi vel, náði öllum gögnunum sem ég ætlaði að bjarga. Takk fyrir ábendinguna :)

** Edit:
Núna virðist ég hinsvegar getað skoðað bilaða diskinn í gegnum My Computer eins og ekkert sé. Get opnað gögn og skoðað, spilað videofæla o.fl beint af disknum. En er því nokkuð treystandi? Þessi hljóð sem diskurinn var að gefa frá sér voru ekkert sérlega traustvekjandi þegar hann var að klikka sem master en þau heyrast ekki lengur núna þegar diskurinn er stilltur á slave.

Er til eitthvað gott tól til að skanna yfir diskinn og gera einhver check hvort hann sé í raun að feila eða ekki?
Þetta er í annað sinn sem ég geri við þessa tölvu. Fyrst þegar ég fékk hana var XP hætt að boota á henni og restartaðist um leið og XP load myndin kom á skjáinn (þá var XP sett upp á bilaða disknum). Ég hélt þetta væri eflaust bara einhver vírus og straujaði diskinn og setti upp XP aftur. Eftir uppsetninguna restartaðist tölvan einu sinni óvænt þegar ég var á netinu í henni en var svo þæg eftir það, var svo sem ekkert að spá í því. Svo þegar félagi minn fékk tölvuna sína aftur frá mér þá feilaði hún eftir 2 daga með lýsingunni hér að ofan; kom bara svartur skjár með svona merki blikkandi efst í vinstra horninu: " _ " (án gæsalappa auðvitað) þegar diskurinn reyndi að boota.

Er ekki alveg þónokkuð líklegt að diskurinn sé að gefa sig? Á ég nokkuð að ráðleggja honum að geyma neitt mikilvægt á honum lengur þó hann geti eflaust nýtt hann eitthvað lengur sem gagnageymslu fyrir ómerkileg download og eitthvað þannig?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf kiddi » Fös 27. Feb 2009 22:37

Allir diskar eru bilaðir, bara mismikið. Mátt aldrei treysta bara einum disk fyrir gögnum, ef það er eitthvað sem þú mátt alls ekki glata- haltu 2 afrit í það minnsta!

Það gæti hugsast að diskurinn sé farinn að rýrna mest á þeim stað þar sem partition taflan er geymd, sem gæti útskýrt afhverju diskurinn hikar við að boota og af hverju hann virkaði alls ekki og af hverju hann virkar alltíeinu núna. S.s. ekki sniðugt að nota hann sem system disk framar. Fínt að nota hann undir Torrentið. ;-)

Nú er annars tíminn til að nota SpinRite, fyrst þú ert búinn að ná gögnunum. Best væri að komast í einhverja tölvudruslu sem hefur ekkert annað að gera - enda er SpinRite DOS forrit og getur keyrt á 15 ára gamalli PC tölvu ef út í það færi.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Fös 27. Feb 2009 23:11

Takk kærlega fyrir ráðin.

Væri sniðugt að reformatta skemmda diskinn (sem NTFS file system auðvitað) og nota svo Spinrite á hann? Væri það eitthvað fljótlegra að skannast þannig þegar engin gögn eru á honum?



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf kiddi » Fös 27. Feb 2009 23:31

Það held ég ekki, þú þarft að ganga ansi langt ef þú ætlar raunverulega að "formatta" diskinn þannig að það sé ekkert á honum, það tekur líka mjög langan tíma. Það er ekkert að marka quick format eða hefðbundið windows format, það breytir bara upplýsingunum svo það líti út fyrir að vera ekkert.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Lau 28. Feb 2009 00:25

Já okei. Sé til hvort ég nenni að standa í því að Spinrite-a diskinn fyrir hann. Ég náði aðeins að klára 0,64% í dag og þá stóð eitthvað um rúmlega 200 hours remaining time. Það eru rúmir 8 dagar :lol:



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf CendenZ » Lau 28. Feb 2009 01:59

prufaðu þá fyrst að nota Power Data Recovery.

Ég er td. með sér vél útí geymslu sem er að spinrite

Einn diskurinn tók 650 klukkutíma.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf Hargo » Lau 28. Feb 2009 08:08

CendenZ skrifaði:prufaðu þá fyrst að nota Power Data Recovery.

Ég er td. með sér vél útí geymslu sem er að spinrite

Einn diskurinn tók 650 klukkutíma.


Ertu þá að meina nota Power Data Recovery til að skanna yfir diskinn, laga bad sectora o.fl.eins og Spinrite gerir? Býður hann upp á það?
Ég notaði Power Data Recovery á undan Spinrite (slökkti á Spinrite eftir 0,64% kláruð) og náði öllum gögnum sem ég hafði í hyggju að bjarga, mjög einfalt og þægilegt tól.

Nú er bara spurningin hvort ég nenni að láta Spinrite keyra yfir diskinn. Spyr félagann hvort hann vilji fá tölvuna núna eða vilji að ég keyri Spinrite á skemmda diskinn í rúma viku.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2925
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 228
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf CendenZ » Lau 28. Feb 2009 12:37

Hargo skrifaði:
CendenZ skrifaði:prufaðu þá fyrst að nota Power Data Recovery.

Ég er td. með sér vél útí geymslu sem er að spinrite

Einn diskurinn tók 650 klukkutíma.


Ertu þá að meina nota Power Data Recovery til að skanna yfir diskinn, laga bad sectora o.fl.eins og Spinrite gerir? Býður hann upp á það?
Ég notaði Power Data Recovery á undan Spinrite (slökkti á Spinrite eftir 0,64% kláruð) og náði öllum gögnum sem ég hafði í hyggju að bjarga, mjög einfalt og þægilegt tól.

Nú er bara spurningin hvort ég nenni að láta Spinrite keyra yfir diskinn. Spyr félagann hvort hann vilji fá tölvuna núna eða vilji að ég keyri Spinrite á skemmda diskinn í rúma viku.



PDR er bara til að recovera gögn, gerir ekkert fyrir diskinn.
Hinsvegar er spinrite hardware app og er notað til að recova disk sem eru illa skemmdir.

Þess vegna "recoverar" maður í raun ekki með spinrite, heldur gerir það kleift að það sé hægt að taka af honum.

EF þú hefur náð öllu af disknum, þá mæli ég með full formatt og svo aftur í spinrite á no.7 minnir mig.
Það gæti tekið hinsvegar langan tíma, en diskurinn ætti að vera nokkuð góður eftir það. Hinsvegar gæti diskurinn bara verið ónýtur.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 17202
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2367
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Harður diskur að gefa sig - gagnabjörgun milli diska?

Pósturaf GuðjónR » Lau 28. Feb 2009 15:08

CendenZ skrifaði:prufaðu þá fyrst að nota Power Data Recovery.

Ég er td. með sér vél útí geymslu sem er að spinrite

Einn diskurinn tók 650 klukkutíma.

24/7 í mánuð? .... ég hefði bara hent honum og keypt mér nýjan.