Taka á skarið núna eða bíða?

Upfærsla núna eða bíða eftir intel I7 eða Amd Dragon platform?

Uppfæra núna!
9
26%
Bíða eftir Intel i7 og AMD Dragon platform. Taka ákvörðun eftir að þeir bítast á?
17
49%
Intel i7
4
11%
Amd Phenom II dragon platform
5
14%
 
Samtals atkvæði: 35

Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Fös 28. Nóv 2008 22:47

Daginn. Ég er bara að velta einu fyrir mér. Ég uppfæri á svona 2-3 ára fresti og spreða þá vel. Allavega, á ég að ráðast í uppfræslur núna eða bíða eftir intel i7 og amd dragon platform og sjá hvernig þeir bítast á?

Góðar stundir.
Kv. Ragnar


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 43
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Zorglub » Fös 28. Nóv 2008 23:19

Það er náttúrulega ekkert vit að kaupa nýu línuna núna, verðin eru þannig að þú færð hlutfallslega miklu minna fyrir peningin. Svo er alltaf spurnig hvernig það er að kaupa fyrstu útgáfu af nýrri kynslóð.
Ef þú grípur gamla settið færðu topp hluti sem búið er að sníða vankantana af og þeir duga fyllilega til að gera allt sem þú villt.
En þú þarft að hugsa hratt, ég held að allir búist við ennþá meiri verðhækkunum og gengishruni á næstu misserum þannig að annað hvort er að versla í næstu viku eða bíða í hálft ár og fá þá nýa settið á skikkanlegu verði eða það gamla á útsölu.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf ManiO » Fös 28. Nóv 2008 23:27

Best er bara að hætta þessari vitleysu og fara bara út í sjálfsþurftarbúskap :wink:


En mitt mat væri annað hvort að stökkva á markaðinn núna eða að bíða eftir i7. Persónulega hef ég aldrei heyrt minnst á Dragon, og því myndi ég áætla að það væri langt í það (nenni að gúgla til að sjá hvort ég hafi kolrant fyrir mér, þú afsakar ;)) en hvort þú býður fer eftir hvort þú sért bara í leikjum eða líka í t.d. að encodea hluti og þess háttar. Fyrir hið fyrra, þá er bara að stökkva á eitthvað sniðugt núna, hið seinna bíða eftir i7.

En þetta er mín persónuleg skoðun, eflaust einhverjir aðrir sem munu segja þetta rugl, en að endanum er þetta að þér komið.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf jonsig » Fös 28. Nóv 2008 23:50

Eins og ég sagði um dagin , flottustu tölvurnar hérna næsta árið verður eitthvað innflutt notað frá rússlandi, og USB lyklar smyglaðir úr rassinum á einhverjum



Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Lau 29. Nóv 2008 00:32

Zorglub skrifaði:Það er náttúrulega ekkert vit að kaupa nýu línuna núna, verðin eru þannig að þú færð hlutfallslega miklu minna fyrir peningin. Svo er alltaf spurnig hvernig það er að kaupa fyrstu útgáfu af nýrri kynslóð.
Ef þú grípur gamla settið færðu topp hluti sem búið er að sníða vankantana af og þeir duga fyllilega til að gera allt sem þú villt.
En þú þarft að hugsa hratt, ég held að allir búist við ennþá meiri verðhækkunum og gengishruni á næstu misserum þannig að annað hvort er að versla í næstu viku eða bíða í hálft ár og fá þá nýa settið á skikkanlegu verði eða það gamla á útsölu.


Jú á meðan ísland er á klósettinu eru ekki spennandi tímar. Ég er mjög sammála þér með nýjar línur. færð lítið fyrir peningin. Ég ætla því að setja saman pakka sem ég hef haft í huga lengi en ekki tekið ákvörðun. Mér finnst alveg magnað hvað verslanir á íslandi hafa lítið framboð af amd vörum á móti intel. En sem heildar pakki er amd ódýrara. Price/performance.

Ég ætla að velja Amd quad core fyrir sama pening finn ég bara core2due :cry: (allavega á netinu)

Ég ætla að taka af vefsíðu Tölvuvirknar en vélin verður líklegast sett saman í kísildal.

Örgjörvi - AMD64 SAM2+ - AMD Phenom QuadCore 9950 2.6GHz 65nm 4MB
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _AMD_Q9950

Móðurborð - AMD - Socket AM2+ - Asus M3A78-EM
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... S_M3A78-EM

Minni - DDR2 Minni 1066 MHz - Mushkin 4GB DDR2 4096MB 2x2048
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... K_4GB_1066

Skjákort - PCI-E - ATI - Gigabyte HD4870X2 2GB GDDR5 PCI-E2.0
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... B_HD4870X2

Aflgjafi - 700W - Tagan BZ PipeRock Series Modular
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... TAGAN_700W

Harður Diskur - 3.5" - S-ATA2 - Seagate Barracuda 7200.10 1000GB
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... _1000_Sata

Antec Mini P180 - svartur án aflgjafa
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1152

kæling bæði fyrir kassa og örgjörva
Tvö stykki Antec 12cm hljóðlát kælivifta með hraðastýringu
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=890
Og á örgjörvan Thermalright Ultra Extreme 120
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... TR_UltraEX

Samsetning & Stilling á BIOS
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... Samsetning

Heildarkostnaður, Búrúm piss! 240.000kr Ái
Hingað komið á Fáskrúðsfjörð (mín besta ágiskun) :lol:


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf ManiO » Lau 29. Nóv 2008 00:36

Son of a silly person skrifaði:Heildarkostnaður, Búrúm piss! 240.000kr Ái
Hingað komið á Fáskrúðsfjörð (mín besta ágiskun) :lol:


:shock: Manni svíður í augun á að lesa þetta.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf beatmaster » Lau 29. Nóv 2008 15:06

Gamla góða wiki... skrifaði:In a pre-release demonstration of the Phenom II's overclocking potential, Macci (a record breaking overclocker) used a Phenom II X4 940 and a Gigabyte MA790GP-DS4H with liquid nitrogen cooling to take the processor to a clock speed in excess of 6GHz
Ég með mitt AMD hjarta væri spenntur fyrir Phenom II X4 ("Deneb"), gaman að sjá hvað kemur úr þessu núna Q1 2009 :)


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Matti21 » Lau 29. Nóv 2008 16:46

Ef ég á að mæla með einhverju þá í guðana bænum ekki troða HD4870X2 í svona lítinn kassa. Þú munt sjá eftir því í framtíðinni.
Sé líka enga ástæðu til þess að taka micro ATX móðurborð í vél af þessum klassa.
En þú verður sjálfur að meta það hvort að það sé betra að kaupa núna eða bíða. Ef þú bíður þarftu eflaust að bíða leeeeengi. En það er náttúrlega helvíti leiðinlegt líka að kaupa sér tölvu núna vitandi það að hún var nánast helmingi ódýrari fyrir nokkrum mánuðum síðan.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010


dorg
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
Reputation: 2
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf dorg » Lau 29. Nóv 2008 19:50

Ekki gott að taka á skari þá getur þú brennt þig. Nema auðvitað að það sé alveg slökkt á kertinu?
En skar er hinn öskubrunni endi kveiksins. Ef maður tekur af skarið þá gerir maður eitthvað ákveðið eins og að slökkva á kertinu
eða þannig.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 801
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf DaRKSTaR » Lau 29. Nóv 2008 20:51

taka á skarið eða bíða endalaust.

draslið gerir lítið annað en að hækka, sé ekki fyrir mér að tölvubúnaður verði ódýr næstu 2 árin allavega.

ég sé ekki eftir að hafa uppfært mig í sumar.. skjáinn fékk ég á 32 þús.. núna stendur hann í 60þús.. get lítið annað en hlegið þegar ég er að lesa verðið á þessu dóti í dag.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless

Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Lau 29. Nóv 2008 21:50

Já þetta er endalaust! gera eitthvað núna eða bíða. Ég er reyndar í smá vanda. Er með 6 ára gamla dell gellu sem er svona að fara syngja sitt síðasta. Ég get ekki vafrað um netið og hlustað á tónlist samtímis. Allar mínar kvikmyndir og tónlist höktir reglulega. þannig ég verð eiginlega að gera eitthvað fljótlega. Ég er enginn merkja sjúklingur, en hef haldið mig mið ákveðna framleiðendur t.d. Asus ati segate og svona dót.

Þessi Phenom pakki sem ég setti saman er náttúrulega eitthvað sem ég mundi sjá eftir seinna meir. En ég gefst ekki upp. Nú stendur valið milli phenom eða core2duo og yfirklukka eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef aldrey yfirklukkað og lítið kynnt mér það. Þetta er svona svipað og kaupa 1300cc corollu og setja betri kælikerfi og túrbínu og fá sama afl og í 3000cc vél

Phenom hef ég lesið að sé erfitt að klukka nema black edition sem ég finn ekkki á landinu en nóg er til af intel. Kísildalur var til dæmis með vél í búðinni hjá sér sem var klukkuð 101% = örgjörvin

leikja spilun myndagláp og netið þetta týpíska bara. Phenom quad eða core2duo ? Ég er svona á báðum vegum en ekki viss.

Eitt enn. Ég hef rekist á review þar sem 2 stykki 4870 512mb kort eru að gera betur en 1 4870x2 þannig spurnig? 2 4870 crossfire eða 1 4870x2

2 kort taka meira rafmagn og búa til meiri hita.

Arrgh! Ég er að kleperast við að pæla í öllu þessu. Það er svo mikið í boði. :dontpressthatbutton


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3

Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 43
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Zorglub » Sun 30. Nóv 2008 00:16

Þá er þessi möguleiki að setja bara saman eins ódýra vél og þú kemst upp með og láta hana duga í ca eitt-tvö ár.
No name kassi 8000
P45 borð ca 20.000
E8400 ca 30.000 sem þú klukkar í 3.6 eftir ca 10 mín lestur á netinu.
Ódýr minni 10.000
Ati 4670 ca 20.000
Aflgjafi ca 10.000
500 GB diskur ca 12.000
= 110.000
Selur hana svo á slikk og færð þér eitthvað alvöru.
Vissulega ekki skemmtilegur kostur en kostur samt sem áður.

En ef þú ferð í alvöruna þá er hagstæðara að taka 4870x2, afkastamunurinn er ekkert til að tala um.
Duo er ennþá að virka betur í leikina heldur en quad.


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Matti21 » Sun 30. Nóv 2008 01:59

Son of a silly person skrifaði:Já þetta er endalaust! gera eitthvað núna eða bíða. Ég er reyndar í smá vanda. Er með 6 ára gamla dell gellu sem er svona að fara syngja sitt síðasta. Ég get ekki vafrað um netið og hlustað á tónlist samtímis. Allar mínar kvikmyndir og tónlist höktir reglulega. þannig ég verð eiginlega að gera eitthvað fljótlega. Ég er enginn merkja sjúklingur, en hef haldið mig mið ákveðna framleiðendur t.d. Asus ati segate og svona dót.

Þessi Phenom pakki sem ég setti saman er náttúrulega eitthvað sem ég mundi sjá eftir seinna meir. En ég gefst ekki upp. Nú stendur valið milli phenom eða core2duo og yfirklukka eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef aldrey yfirklukkað og lítið kynnt mér það. Þetta er svona svipað og kaupa 1300cc corollu og setja betri kælikerfi og túrbínu og fá sama afl og í 3000cc vél

Phenom hef ég lesið að sé erfitt að klukka nema black edition sem ég finn ekkki á landinu en nóg er til af intel. Kísildalur var til dæmis með vél í búðinni hjá sér sem var klukkuð 101% = örgjörvin

leikja spilun myndagláp og netið þetta týpíska bara. Phenom quad eða core2duo ? Ég er svona á báðum vegum en ekki viss.

Eitt enn. Ég hef rekist á review þar sem 2 stykki 4870 512mb kort eru að gera betur en 1 4870x2 þannig spurnig? 2 4870 crossfire eða 1 4870x2

2 kort taka meira rafmagn og búa til meiri hita.

Arrgh! Ég er að kleperast við að pæla í öllu þessu. Það er svo mikið í boði. :dontpressthatbutton

Get engan vegin mælt með phenom. Core 2 línan er bara að standa sig betur.
Ég segji "go for it". Verðið á bara eftir að hækka og ef þig langar í nýja tölvu og týmir að eyða pening í þetta þá er frekar tilgangslaust að bíða. Ég mundi hinsvegar gera nokkar breytingar, bæði til þess að fá betri hluti og til þess að skera aðeins af verðinu:
-Ég mundi frekar taka Intel E8400 og bara eitthvað gott, budget yfirklukkunar borð. td. þetta.
-HD4870X2 er enganvegin virði 84.000kr, GTX 280 kostar um 60.000 kallinn og þú finnur engan mun á þessum kortum fyrr en þú ert kominn með 4xAA á 2560x1600 upplausn.
Getur líka skoðað HD4870 en 1GB gerðin af því er að fara á 50.000kr og er alveg nóg í flest alla leiki í dag.
-Ef þú skiptir út HD4870X2 geturðu líka tekið ódýrari aflgjafa. 600W er meira en nóg.
-Þarftu virklega 1TB disk. Ég mundi láta 500GB duga og þú getur líka tekið diskana úr gömlu tölvunni.
-Antec mini-P180 er kjaftæði. 19.000kr fyrir micro-ATX kassa er bara grín. Mæli með Antec-300.
-Sleptu TRUE kælingunni. Færð mikið betri kælingu fyrir peningin hérna og hefur samt nóg pláss fyrir yfirklukkun.
Þetta er allavega það sem ég mundi gera. Getur auðveldlega sloppið með þessa tölvu undir 200.000 kallinum án þess að finna neitt gífurlega fyrir því í afköstum.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf urban » Sun 30. Nóv 2008 06:34

tjahhh úr því að þú ert núna á basicly einhverri risaeðlu, þá segir það mér það að þú ert ekki að eltast við nýjustu leikina...

það segir mér að þú ættir að fá þér budget tölvu, semsagt útaf ástandinu hér á landi núna og allar tölvuvörur hafa hækkar gríðarlega undanfarnar vikur (sem að er einmitt ástæðan fyrri að ég er hættur við að uppfæra núna)
en já semsagt, fá þér budget vél, sem að dugar í þetta 1 - 2 ár og (miðað við ástandið núna) þá hlýtur ástandið vera farið að batna..

og nota bene.. busget vél þarf alls ekki að vera slæm vél, bara spurning hvað þú ert í raun tilbúin í að eyða í vél sem að á að duga í 1 - 2 (hugsanlega 3) ár, en þaða ðtaka þannig vél í staðin fyrir high end vél sparar þér alveg (að ég mundi halda) 35 - 50 % af kostnaðinum

verð reyndar að segja að ég er ekki beint maðurinn til að velja budget vél fyrir þig..

en ef að þú ákveður að breyta um hugsunarfar og samþykkja þetta og koma þá með verðhugmynd,þá ætti ég (og líklegast frekar aðrir sema ð eru betur inni í búnaðinum) að geta hent saman budget vél handa þér


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Mán 01. Des 2008 22:10

Afsakið hvað ég skrifa seint. Er á 12 tíma vöktum í Alcoa of hinir 12 tímarnir fara í sturtu og svefn :lol: En ég er með þessa dell gellu vegna þess að ég þurfti að selja mína eigin tölvu fyrr á þessu ári vegna kreppu :x Gamla settið leyfði mér að hirða sitt. Smá koppafeiti hér og þar betra en *(HÓST)* Nýtt. Allavega ég hef svona verið að hugsa þetta og er að fallast á core2duo og yfirklukka eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég er mikið fyrir það að spila allt í svo djöfulsins botni að skrattinn yrði afbrýðissamur :megasmile

Nei nei er með 24" samsung 1920x1200 og vil helst 4xaa og allt það = Allt tekið aftanfrá þurt og saltað.

Set hér enn einn pakkann #-o

Aflgjafi - 700W - Tagan BZ PipeRock Series Modular
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Móðurborð - Intel - 775 - ASUS P5E DELUXE X48 DDR2
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Örgjörvi - LGA775 - Intel Core2 Duo E8500 3.16GHz,1333MHz
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Minni - DDR2 Minni 1066 MHz - Mushkin 4GB DDR2 4096MB 2x2048
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Harður Diskur - 3.5" - S-ATA2 - Seagate Barracuda 7200.11 500GB 7200 32MB
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Skjákort - PCI-E - ATI - Gigabyte HD4870 1024MB GDDR5 PCI-E
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Kæling - Örgjörvavifta - Xigmatek Achilles S1284 S775/939/AM2
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Kæling - Kassavifta - Scythe ULTRAKAZE 120mm 1000RPM
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Kassi - Án aflgjafa - Antec Three Hundred turnkassi, svartur
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Samsetning & Stilling á BIOS.
http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... t%F6%F0var

Þessi er svona 210.000kr hingað kominn austur á land. Ekki ódýrt en sammt skárra en 240þ

Verslanir yfirklukka ekki fyrir mann ef maður biður um það. Ég tel það rosalega ólíklegt en ég held í vonina.


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3


vesley
Kóngur
Póstar: 4266
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 196
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf vesley » Þri 02. Des 2008 00:12

ég myndi nú velja örugglega frekar þetta móðurborð http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... ASUS_MFP45

4 þús kalli ódýrara og mjög góðir yfirklukkunar möguleikar



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf ManiO » Þri 02. Des 2008 01:04

Son of a silly person skrifaði:Verslanir yfirklukka ekki fyrir mann ef maður biður um það. Ég tel það rosalega ólíklegt en ég held í vonina.



Getur eflaust talað við þá niðrí tölvuvirkni og spurt út í það. Sendu bara Techhead pm, minnir að hann vinni hjá þeim.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf TechHead » Þri 02. Des 2008 09:14

Ég myndi persónulega taka E5200 örrann á 18.860 kr og *hóst* horfa á hann fara í 4.2 ghz á vinnuborðinu mínu 8-[ Svona til að vera viss um að það sé í lagi með hann

Og eins og vesley sagði þá hefur P45 kubbasettið komið betur út í OC stability heldur en X48 kubbasettið, þannig að ég tæki hiklaust Maximus Formula 2 borðið (detta í 600fsb+ með smá hvatningu)

Og að endingu þá hef ég verið að oogla 4870X2 kortið fyrir sjálfann mig og á þá hugsanlega 4870 512mb kort með thermalright kælisink á mjög sanngjörnu verði handa þér :wink:



Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Þri 02. Des 2008 11:40

Ég er með svona nokkurvegin gleðifréttir. Það verður ekki að uppfærslu allavega ekki strax en ég var kominn með pakkann niður í 180.00 Nei mér var boðið einbýlishús hér á Fávitafyrði á svo grín verði að ég verð bara að taka því. Þannig peningarnir fara í það :) Annars þakka ég kærlega fyrir mig.

Góðar stundir.
Kv. Ragnar


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf coldcut » Þri 02. Des 2008 11:56

HEY! [-X
ekki vera að dissa Fáskrúðsfjörð...yndislegur staður!



Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Þri 02. Des 2008 13:46

Nei ég segi bara svona :) Jú hér er fínt að búa. Stutt í rútuna og svona. Göngin voru bylting. Helsti gallinn er að vera svona langt frá höfuðbrogarsvæðinu skyldi það koma upp að maður þurfi að fara þangað. Sjálfur er ég frá selfossi.


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf coldcut » Þri 02. Des 2008 13:57

Ég er nú hálfur Fáskrúðsfirðingur og bjó þar í 2 ár þegar ég var lítill, og föðurfjölskyldan er öll þar. Og eitt er á hreinu að frekar vildi ég búa þar heldur en á Selfossi, en er langt síðan að þú fluttir þangað eða? ;p



Skjámynd

Höfundur
Son of a silly person
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Lau 01. Sep 2007 23:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reyðarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Son of a silly person » Þri 02. Des 2008 14:18

Ég hef búið hér í einn mánuð. en var hér líka í 4 mánuði 2007


Asrock 990FX Deluxe4 - Tagan 1100w - AMD FX-8350 Vishera -GeIL 8gb ddr3 1066 - AMD R9 280x crossfire - HDD 1TB 2x3TB - 2xSSD 120gb - Blu-ray combo - Windows 7 64bit - Antec P193 V3

Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 56
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Taka á skarið núna eða bíða?

Pósturaf Sydney » Þri 02. Des 2008 15:04

Son of a silly person skrifaði:Nei ég segi bara svona :) Jú hér er fínt að búa. Stutt í rútuna og svona. Göngin voru bylting. Helsti gallinn er að vera svona langt frá höfuðbrogarsvæðinu skyldi það koma upp að maður þurfi að fara þangað. Sjálfur er ég frá selfossi.

Hnakka-alert!

:P


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED