Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka?? LEYST!

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborð dautt? Eða hvað? Og það þriðja líka?? Hjálp!

Pósturaf DoofuZ » Fös 28. Nóv 2008 01:28

Nei, ég tjékkaði ekki á þéttunum, hef ekki hugmynd um hvar þeir eru :-s Og þetta er nú ekkert svakalegt post-apogalyptic dót sko, alveg fínir örgjörvar á þessum móðurborðum :) En eins og ég hef sagt hér fyrr í þræðinum þá er ég að reyna að laga starfsmannatölvu, ef ég væri bara að leika mér með þetta þá hefði ég líklega hent upprunalegu tölvunni eftir að hún dó... ég hef líka nefnt það áður að ég hef gaman að því að fikta í gömlum tölvum enda lærir maður ýmislegt á því og svo er það bara svoldið skemmtilegt :D Og svo hef ég líka smá söfnunaráráttu þegar kemur að tölvudrasli :roll:

Það eru nú ekki allir alltaf í því nýjasta, eins og sumir (nefni engin nöfn) ;)

Og Gunnar, þú hafðir rétt fyrir þér varðandi minnin, mér tókst loksins að setja Windows upp án vandræða! :D Og í leiðinni lærði ég eitthvað nýtt, minni geta verið biluð og valdið veseni þó að minnispróf segi annað. Takk kærlega fyrir móðurborðið! :8) Ég þarf þá ekki annað móðurborð lengur og ég vil þakka öllum sem hjálpuðu til við þetta erfiða vandamál alveg kærlega fyrir =D>


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]