Ég gerðist svo brattur um daginn að ákveða að hætta að nota Vista sem stýrikerfi og ætlaði að setja upp Ubuntu og XP í dualboot (hafa samt virtual machine). Þannig að ég brunaði í Start og fjárfesti í einum 500gb SATA2 hörðum disk. Svo þegar ég ætlaði núna að fara að henda gamla stýrikerfisdisknum úr tölvunni og setja nýja inn og tengja hann við diskinn með öllu afþreyingarefninu mínu þá sé ég að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er "afþreyingardiskurinn" IDE!
Ég treysti mér ekki til að fara að gera þetta sjálfur og´ég veit ekki einu sinni hvort það sé hægt að hafa SATA2 disk og IDE tengda saman!
Svo ég spyr: Er hægt að tengja þá saman? Hvað þarf ég þá í það? OG að lokum, ætti ég kannski frekar að tjékka tölvuna inná verkstæðið hjá Tölvutækni?
-vonandi fæ ég fljót svör því annars hugsa ég að ég fari með tölvuna með morgni uppí Tölvutækni og láti þá redda þessu =/ Samt endilega svara Klemmi
vona að einhver sé jafn lonely og ég að eyða föstudagskvöldi í að fikta í tölvunni sinni



