Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf coldcut » Fös 10. Okt 2008 21:21

Sælir

Ég gerðist svo brattur um daginn að ákveða að hætta að nota Vista sem stýrikerfi og ætlaði að setja upp Ubuntu og XP í dualboot (hafa samt virtual machine). Þannig að ég brunaði í Start og fjárfesti í einum 500gb SATA2 hörðum disk. Svo þegar ég ætlaði núna að fara að henda gamla stýrikerfisdisknum úr tölvunni og setja nýja inn og tengja hann við diskinn með öllu afþreyingarefninu mínu þá sé ég að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er "afþreyingardiskurinn" IDE!
Ég treysti mér ekki til að fara að gera þetta sjálfur og´ég veit ekki einu sinni hvort það sé hægt að hafa SATA2 disk og IDE tengda saman!

Svo ég spyr: Er hægt að tengja þá saman? Hvað þarf ég þá í það? OG að lokum, ætti ég kannski frekar að tjékka tölvuna inná verkstæðið hjá Tölvutækni?


-vonandi fæ ég fljót svör því annars hugsa ég að ég fari með tölvuna með morgni uppí Tölvutækni og láti þá redda þessu =/ Samt endilega svara Klemmi ;)


vona að einhver sé jafn lonely og ég að eyða föstudagskvöldi í að fikta í tölvunni sinni :roll:



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf KermitTheFrog » Fös 10. Okt 2008 21:55

tengda saman??

pluggaru þeim ekki bara báðum í móðurborðið þitt með sitthvorum kaplinum??



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1545
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf andribolla » Fös 10. Okt 2008 21:59

Harðir diskar eru nú engin geimvísindi.... þu stingur þessu bara i samband og fírar upp í draslinu (a)




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf coldcut » Fös 10. Okt 2008 22:02

andribolla: takk fyrir að reyna að gera að ég held engil í svarið þitt ;*

en þarf semsagt ekkert millistykki eða neitt?
ég hef IDE diskinn bara tengdan í móðurborðið, tengi SATA2 diskinn í móðurborðið og voila! ???



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 43
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf Zorglub » Fös 10. Okt 2008 22:11

Ef að móðurborðið er með sata tengi þá kaupirðu bara snúru og tengir :D


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf Klemmi » Fös 10. Okt 2008 22:18

coldcut skrifaði:andribolla: takk fyrir að reyna að gera að ég held engil í svarið þitt ;*

en þarf semsagt ekkert millistykki eða neitt?
ég hef IDE diskinn bara tengdan í móðurborðið, tengi SATA2 diskinn í móðurborðið og voila! ???


Blessaður Coldcut :)

já, þú ert ekki sá eini sem ert svona einmanna ;) Reyndar erum við ennþá upp í vinnu, virðist vera nóg að gera þrátt fyrir kreppuna =D>

Ef ég skil spurninguna þína rétt, þá er ekkert mál fyrir þig að hafa bæði IDE disk og SATA2 disk tengdan á sama tíma. Bara tengja nýja SATA diskinn í eina af 8 SATA raufunum á borðinu og þú ert að öllum líkindum good to go :) Bara að sjálfsögðu muna að tengja bæði gagna- og rafmagnskapalinn.

Ef þetta er eitthvað vesen, þá ekki hika við að senda mér línu kappi.


Starfsmaður Tölvutækni.is


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf coldcut » Fös 10. Okt 2008 22:21

haha svalt ;D ég hefði kannski átt að verða aðeins pirraðri...

...en ein spurning í viðbót; Þarf ég eitthvað að hafa áhyggjur af því að setja diskana sem master og slave?
Afþreyingardiskurinn (IDE ) er í slave eins og er og sá sem ég ætla að henda er master. SATA2 diskurinn verður master þegar hann verður kominn í gang. Þarf ég eitthvað að vesenast í þessu eða?



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1545
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf andribolla » Fös 10. Okt 2008 22:23

haha eg reyni að koma með einföld og hjálpleg svör :D

ekki má gleima að sata diskarnir eru Hot swapable ... þannig þu treður þessu bara i samband með tölvuna i mígandi keirslu (a)



Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Reputation: 43
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf Zorglub » Fös 10. Okt 2008 22:24

coldcut skrifaði:vona að einhver sé jafn lonely og ég að eyða föstudagskvöldi í að fikta í tölvunni sinni :roll:


Búinn að svæfa börnin, opna bjórinn og þá er bara að fikta í tölvudótinu þangað til maður fer í "plug and play" með konunni Mynd

Nei, þarft ekki að hugsa um master/slave með sata diskum, það er bara til að aðgreina þegar þú ert með tvo IDE hluti á sömu snúrunni


Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15


Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf coldcut » Fös 10. Okt 2008 22:44

Klemmi skrifaði:
Blessaður Coldcut :)

já, þú ert ekki sá eini sem ert svona einmanna ;) Reyndar erum við ennþá upp í vinnu, virðist vera nóg að gera þrátt fyrir kreppuna =D>

Ef ég skil spurninguna þína rétt, þá er ekkert mál fyrir þig að hafa bæði IDE disk og SATA2 disk tengdan á sama tíma. Bara tengja nýja SATA diskinn í eina af 8 SATA raufunum á borðinu og þú ert að öllum líkindum good to go :) Bara að sjálfsögðu muna að tengja bæði gagna- og rafmagnskapalinn.

Ef þetta er eitthvað vesen, þá ekki hika við að senda mér línu kappi.


gott að vita að ég er ekki sá eini sem hefur ekkert betra að gera (enda fátt betra) en djöfulls dugnaður er í ykkur í viðgerðunum! þetta kallar maður góða þjónustu :!:

andribolla skrifaði:haha eg reyni að koma með einföld og hjálpleg svör :D

ekki má gleima að sata diskarnir eru Hot swapable ... þannig þu treður þessu bara i samband með tölvuna i mígandi keirslu (a)


ég er nú ekkert að fara að kveikja á tölvunni stýrikerfislausri og tengja síðan diskinn félagi :shock:

Zorglub skrifaði:
Búinn að svæfa börnin, opna bjórinn og þá er bara að fikta í tölvudótinu þangað til maður fer í "plug and play" með konunni Mynd

Nei, þarft ekki að hugsa um master/slave með sata diskum, það er bara til að aðgreina þegar þú ert með tvo IDE hluti á sömu snúrunni


haha góður =D>
en ókei klassi ég skelli disknum þá bara í samband


takk kærlega allir fyrir hjálpina, björguðuð kvöldinu :wink:




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf coldcut » Fös 10. Okt 2008 23:03

ég get ekki tengt diskinn neinsstaðar í rafmagn því það er ekkert laust tengi fyrir hann...

en má ryksuga tölvur að innan? botninn og þess háttar?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf Gúrú » Fös 10. Okt 2008 23:10

coldcut skrifaði:ég get ekki tengt diskinn neinsstaðar í rafmagn því það er ekkert laust tengi fyrir hann...

en má ryksuga tölvur að innan? botninn og þess háttar?


Sumir eru skíthræddir við stöðurafmagn =)

Rykklútur ekki málið á botninn eða?


Modus ponens

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 11. Okt 2008 00:00

Ef það er plastdæmi á endanum ætti það ekki að leiða mikið þegar þú ryksugar

Vinur minn ryksugaði sína fyrir svona 2 mánuðum og tölvan hans virkar fínt
------------------------------------------------------------------------------------------------

en hvað meinaru með ekkert rafmagnstengi?? fyrir IDE eða Sata diskinn?? eru engin sata tengi á aflgjafanum þínum??

breytistykki úr IDE straumtengi yfir í stata straumtengi
breytistykki úr 1x IDE straumtengi yfir í 2x sata straumtengi
breytistykki úr 1x IDE straumtengi yfir í 2x IDE straumtengi




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Já nú er ég í veseni! Sata2 og IDE

Pósturaf coldcut » Lau 11. Okt 2008 15:32

nei mig vantaði svona
Mynd

og svo keypti ég líka splitter til að þurfa ekki að taka tvær kassaviftur úr sambandi
Mynd