Ég er nokkuð viss um að ef að SpeedFan mælir hitan á einhverju í tölvunni í kringum 70 gráður og tölvan gengur samt sem áður mjög vel, engin hávaði í viftum og tölvan ekkert hægvirk, að þá er málið pottþétt bara það að SpeedFan getur ekki lesið hitastigið almennilega á þessum eina stað. SpeedFan er ekki fullkomið forrit, ef hitastigið á einhverju er eitthvað langt fyrir neðan 0 gráður eða mjög hátt uppi og tölvan virðist vera í lagi þá er þetta bara vitlaust lesið af SpeedFan

En svo er reyndar hægt að fikta svoldið í stillingunum og laga þetta kannski þar. Þið smellið bara á Configure, svo á Advanced flipann og í valboxinu efst veljið þið móðurborðið (líklega efst í listanum, það er með flestar stillingar). Í stillingunum sem koma fyrir neðan finnið þið síðan Temp3 sem er að lesast svona vitlaust (hjá ykkur báðum, tilviljun?

), sem er Temperature sensor diode 3 í listanum, og ef það er stillt á Diode þá veljið þið Themistor í staðinn annars veljið þið Diode. Ef hitatalan verður ekki eðlileg við þessa breytingu þá mæli ég með því að þið farið á Temperatures flipann í stillingunum og afhakið Temp3 svo það sjáist ekki og trufli ykkur no more

Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]