Svo er mál með vexti að ég er orðinn leiður á windows og langar að prufa eitthvað linux kerfi á tölvunni borðtölvunni minni. En ég þori ekki að fara að setja linux uppá henni fyrr en ég er búinn að prufa það á annarri tölvu fyrst svo ég geti séð hvort ég fíli það. Ég er heitastur fyrir Ubuntu 8.04 en ég er ekki viss um hvort 6 ára lappi ráði við það =/
Lappinn er IBM með 733mhz örgjörva, 253 kb minni og 17,6 gb HDD.
haldiði að þessi lappi ráði við Ubuntu 8.04 (nóg til að ég geti skoðað það ágætlega) eða ætti ég að reyna eitthvað annað stýrikerfi?
með fyrirfram þökk

-spurningaupdate neðar
