Geri mér fulla grein fyrir gjaldinu sem er rukkað fyrir 3G enda hef ég notað það sparlega. En ég er að horfa til framtíðar.
Íslenski fjarskiptasjóðurinn er að öllum líkindum að fara að semja við Síman um 3G væðingu um landið og ég býst við því að í framhaldinu breytist skilmálar á þann máta að gagnamagn sem sótt er innanlands verði ekki mælt ekki ólíkt því sem ríkir í ADSL kerfinu. Býst við að 3G notendur á landsbyggðinni fái svipuð kjör og notendur ADSL á höfuðborgarsvæðinu.
Ég hef aðallega verið að nota 3G á kvöldin núna þegar niðurhal innalands er ekki mælt. Ég geri mér líka fulla grein fyrir því að allt gagnamagn sem ég næ í að utan með 3G telur og telur hratt sérstaklega þegar eg er að streyma útvarp. Þess vegna er ég að velta þessum möguleika fyrir mér.
Eins og ég skil hugtakið/kerfið sem er kallað Proxy server virkar hann á þann hátt að hann sækir gögn fyrir þá tölvu sem hefur samband við hann og miðlar þeim til hennar í gegnum sig.
Dæmi:
Ég bið tölvu sem er stillt á að hafa samband við proxy um að sækja td síðuna mbl.is, tölvan hefur samband við proxy serverinn sem sækir síðuna til sín og sendir hana svo áfram til tölvunar sem bað um hana
sjá wiki :
http://en.wikipedia.org/wiki/Proxy_server Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort ég geti farið framhjá utanlands mælingunni í 3G með því að setja upp heima hjá mér proxy server sem ég myndi svo nota til að miðla upplýsingum til 3G nettengdu vélarinar minnar þannig að allar þær síður sem ég myndi sækja erlendis frá færu fyrst í gegnum vélina heima hjá mér þannig að sá aðgangur tæki á sig erlenda niðurhalið en það eina sem myndi mælast á 3G tengingunni væri innlent niðurhal
Þess vegna er ég að leita ráða/álits á proxy
ps: depill.is ég er ekki alveg grænn í þessum netheimi þótt ég hafi ekki verið mikið að spá í proxy hingað til
