
Ég ætlaði að reyna að næla mér í everglide titan fnatic edition en þar sem hún virðist ekki vera til sölu á landinu (ef þið vitið um hana á Íslandi endilega segja mér) þá ætlaði ég að reyna að panta hana af netinu. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég kaupi eitthvað yfir netið og er því óreyndur í því, þannig að ég var bara að spekúlera hvort þið vissuð um einhvern góðan og traustan vef til að kaupa þessa músamottu sem sendir hana til Íslands.
Öll hjálp vel þegin
