Er að púsla saman vél

Skjámynd

Höfundur
ElGorilla
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Er að púsla saman vél

Pósturaf ElGorilla » Mið 30. Apr 2008 14:39

Eftir að hafa átt vél með amd örgjörva og asus móðurborði (sem skemmdist þegar að næstum allir þéttarnir sprungu) í 5 ár ætla ég að uppfæra búnaðinn.

Ég er með kassa með engu psu því það grillaðist með hinu draslinu og ætla ég að eyða um 100þúsund í þetta. Vélin verður notuð í almennt vefráp, leikjaspilun, hljóðvinnslu.

Skjákort: Nvidia 8800Gt - 22.860
RAM: 2X1gig 1066mhz - 8.860
móðurborð: Gigabyte P35 DS3 - 14.900
Örri: Inter Core 2 duo 3ghz - 22.800
DVDdrif: Samsung - 3.960
PSU: Coolmaster 430W - 4.860
HD: 1TB Segate - 24.800
-------------------------------------------------
Samtals : 103þúsund

Hvaða álit hafa menn hér á þessu?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf mind » Mið 30. Apr 2008 15:15

Svona nokkuð staðlaðir hlutir til að fá það besta fyrir peninginn hvað varðar tölvuleikjanotkun.

Ég er samt smá forvitinn hvernig power supply - móðurborð OG örgjörvi gat dáið allt í einu, hefur aldrei komið fyrir mig nema þegar maður er að vinna með lággæða power supply.



Skjámynd

Höfundur
ElGorilla
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf ElGorilla » Mið 30. Apr 2008 15:35

Tölvan var búin að vinna fínt í þessi fimm ár þangað til fyrir mánuði þá ruglaðist stýrikerfið eitthvað. Skjákortsdriverar duttu út, gat ekki gert paste og fullt af öðru rugli þannig að ég ætlaði að fara að formatta þann hluta af harðadisknum sem var með stýrikerfið á sér þegar hún slökkti bara á sér. Þegar ég opnaði kassann sá ég strax að þéttarnir hefðu sprungið.
Mér dettur helst í hug að þetta sé "Capacitor plague".
http://en.wikipedia.org/wiki/Capacitor_plague




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf Matti21 » Mið 30. Apr 2008 15:56

Mundi gera eftirfarandi breytingar:
Droppa terabyte harða disknum - Ekkert sniðugt að hafa einn risa disk með öllu inn á. Hvað gerirðu svo ef diskurinn failar allt í einu? Mundi frekar taka einn 500GB og bæta við eftir þörfum seinna.
Örgjörvi - Ef þú ætlar að stunda hljóðvinnslu eitthvað af alvöru þá villtu hafa Quad core örgjörva. Mundi skipta út þessum C2D 3ghz (E8400?) fyrir Q6600.
Skipta um minni - Ekki sniðugt að taka alltaf það ódýrasta. Þú færð það sem þú borgar fyrir. Munurinn á 1066 og 800mhz minni er afar lítill og ég mundi frekar taka 800mhz minni frá betri framleiðanda td. GeIL.
Öflugari PSU - 430W er svo sem nóg en bara rétt nóg. Mundi fara í allavega 500W. Voða pirrandi td. þegar maður ætlar að uppfæra skjákortið í framtíðinni en kemst svo að því að aflgjafinn er ekki nógu öflugur.


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf mind » Mið 30. Apr 2008 17:10

Ef ástæðan fyrir því að fá sér frekar 1x 500gb en 1TB disk er sú að það sé hættulegt að hafa einn risa disk með öllum gögnunum á þá er alveg eins hægt að nota þá ástæðu að ef hann er síðan með 2x 500gb diska þá sé helmingi líklegra að diskur bili þar sem hann sé með 2 í stað 1 disks. Að kaupa smærri diska er ekki lausn við gagnatapi! Að gera afrit hvort sem maður gerir það sjálfur eða með einhverskonar raid stæðu er lausn!

Hvað varðar að hljóðvinnsla sé hraðvirkar á Quad Core
Ef forritið er gert fyrir Quad core = quad hraðvirkara
Ef forritið er ekki gert fyrir quad core = quad core hægvirkara

http://www.tomshardware.com/charts/cpu- ... 218%2C1311
http://www.studioauditions.com/proaudio ... tingID=920

Ef þú vilt segja Excelram sé eitthvað slakara en GEIL(sem er heldur ekki þekkt á íslandi) þá er æskilegt að vera með einhvern samanburð á þeim.

430W er alveg fínt nóg ef hann er með dual core , kannski þarf hann meira ef hann er með quad core.
8800GT 512 - 250W MAX (9800GTX 270 W MAX)
E8400 108 W MAX
Móðurborð 50W (+/- eftir borði)
Geisladrif 10W
harður diskur 10W
Samtals 428W í versta falli við verstu skilirði.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf TechHead » Mið 30. Apr 2008 17:31

Taktu 500w PSU

Alltaf gott að eiga nokkur auka wött og þá helst uppá það að PSU sé ekki að keyra mikið yfir 70% load
= minni hiti og minni hávaði frá PSU




Matti21
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 304
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 19:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf Matti21 » Mið 30. Apr 2008 19:53

mind skrifaði:Ef ástæðan fyrir því að fá sér frekar 1x 500gb en 1TB disk er sú að það sé hættulegt að hafa einn risa disk með öllum gögnunum á þá er alveg eins hægt að nota þá ástæðu að ef hann er síðan með 2x 500gb diska þá sé helmingi líklegra að diskur bili þar sem hann sé með 2 í stað 1 disks. Að kaupa smærri diska er ekki lausn við gagnatapi! Að gera afrit hvort sem maður gerir það sjálfur eða með einhverskonar raid stæðu er lausn!

Hvað varðar að hljóðvinnsla sé hraðvirkar á Quad Core
Ef forritið er gert fyrir Quad core = quad hraðvirkara
Ef forritið er ekki gert fyrir quad core = quad core hægvirkara

http://www.tomshardware.com/charts/cpu- ... 218%2C1311
http://www.studioauditions.com/proaudio ... tingID=920

Ef þú vilt segja Excelram sé eitthvað slakara en GEIL(sem er heldur ekki þekkt á íslandi) þá er æskilegt að vera með einhvern samanburð á þeim.

430W er alveg fínt nóg ef hann er með dual core , kannski þarf hann meira ef hann er með quad core.
8800GT 512 - 250W MAX (9800GTX 270 W MAX)
E8400 108 W MAX
Móðurborð 50W (+/- eftir borði)
Geisladrif 10W
harður diskur 10W
Samtals 428W í versta falli við verstu skilirði.

Skil ekki hvernig þú færð það út að bilanatíðnin tvöfaldist ef keyptir eru tveir diskar. Ef líkurnar á því að harður diskur bili eru 30%, eru þá 120% líkur á að einn diskur bili ef ég kaupi fjóra? Nei, þær eru (30 *4)/4= 30%. Plús það að ef einn diskur af fjórum bilar þá tapa ég aðeins brot af gögnunum mínum en ekki öllu.

Lang flest stærstu upptökuforritin eru orðin multi-core, þ.e.a.s geta nýtt sér eins marga kjarna og tölvan hefur upp á að bjóða, og í langflestum tilvikum er maður með fleira en eitt forrit opið í einu þegar verið er að vinna að hljóðvinnslu. Margir kjarnar ásamt "Set Affinity" valmöguleikanum í Task manager nýtast mannig mjög vel þar.

GeIL er einn af topp minnisframleiðendunum í dag. Kom td. mjög vel út í minnisprófi Yank í fyrra.
Minni er eitthvað sem er ekki sniðugt að reyna að spara á og það hlítur að vera góð ástæða fyrir því að Excelram sé svona mikið ódýrara en td. corsair, geil eða kingstone.

Og ég sagði aldrei að 430W væru ekki nóg ég sagði bara að þau væru lítið upp á framtíðina...


-Q6600/Thermalright Ultra 120 Extreme/Gigabyte P35-DS3R/4GB Corsair 800Mhz/Nvidia 8600GTS/Corsair HX620/Coolermaster CM690/BenQ G2400W --Hackintosh!--
-Macbook Pro 13" -2010

Skjámynd

Höfundur
ElGorilla
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf ElGorilla » Mið 30. Apr 2008 19:56

Takk fyrir svörn.

Það verður að sannfæra mig meira ef ég á að fá mér Quad í stað fyrir Duo.
Er einhver slæm reynsla á þessum Excelram minnum?
Er einhver kostur að nota SATA fyrir DVD drif yfir ATA?
Ég skipti þá út harða disknum fyrir 500gíg og stækka psuið upp í 500w.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf Gúrú » Mið 30. Apr 2008 20:27

Í augnablikinu eru forrit ekkert að runna alla fjóra kjarnana, svo að í dag ættirðu að taka duo, en uppá framtíðina(og það ekkert nánustu framtíð) tekurðu quad.

Undirstaðan í góðri tölvu er aflgjafinn, enda er hann næstur innstungunni :P

A) Ekki spara wöttin eða verðið í aflgjafanum.
B) Tekur auðvitað GEIL minni, þar sem að þau eru að reynast vel(sennilega best) og eru ekkert of dýr.
C) 2x 500gb diskar væri sennilega sniðugra, það eru margar ástæður af hverju.
D) Ef þú ætlar að taka minni sem er meira en 800 hz þarftu að passa að móðurborðið styðji það(Stendur t.d. stórum rauðum stöfum á mínu "Up to 1066mhz ddr3"
E) Af hverju ekki 8800 GTS (G92) 512MB? 10 þúsund króna munur og mun betra en 8800 GT

Og ekki gleyma að esata tengi er aldrei slæmt uppá framtíðina 8-[


Modus ponens

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf mind » Fim 01. Maí 2008 10:13

[quote="Matti21"][quote="mind"]Ef ástæðan fyrir því að fá sér frekar 1x 500gb en 1TB disk er sú að það sé hættulegt að hafa einn risa disk með öllum gögnunum á þá er alveg eins hægt að nota þá ástæðu að ef hann er síðan með 2x 500gb diska þá sé helmingi líklegra að diskur bili þar sem hann sé með 2 í stað 1 disks. Að kaupa smærri diska er ekki lausn við gagnatapi! Að gera afrit hvort sem maður gerir það sjálfur eða með einhverskonar raid stæðu er lausn!

Hvað varðar að hljóðvinnsla sé hraðvirkar á Quad Core
Ef forritið er gert fyrir Quad core = quad hraðvirkara
Ef forritið er ekki gert fyrir quad core = quad core hægvirkara

http://www.tomshardware.com/charts/cpu- ... 218%2C1311
http://www.studioauditions.com/proaudio ... tingID=920

Ef þú vilt segja Excelram sé eitthvað slakara en GEIL(sem er heldur ekki þekkt á íslandi) þá er æskilegt að vera með einhvern samanburð á þeim.

430W er alveg fínt nóg ef hann er með dual core , kannski þarf hann meira ef hann er með quad core.
8800GT 512 - 250W MAX (9800GTX 270 W MAX)
E8400 108 W MAX
Móðurborð 50W (+/- eftir borði)
Geisladrif 10W
harður diskur 10W
Samtals 428W í versta falli við verstu skilirði.[/quote]
Skil ekki hvernig þú færð það út að bilanatíðnin tvöfaldist ef keyptir eru tveir diskar. Ef líkurnar á því að harður diskur bili eru 30%, eru þá 120% líkur á að einn diskur bili ef ég kaupi fjóra? Nei, þær eru (30 *4)/4= 30%. Plús það að ef einn diskur af fjórum bilar þá tapa ég aðeins brot af gögnunum mínum en ekki [u]öllu.[/u]

Lang flest stærstu upptökuforritin eru orðin multi-core, þ.e.a.s geta nýtt sér eins marga kjarna og tölvan hefur upp á að bjóða, og í langflestum tilvikum er maður með fleira en eitt forrit opið í einu þegar verið er að vinna að hljóðvinnslu. Margir kjarnar ásamt "Set Affinity" valmöguleikanum í Task manager nýtast mannig mjög vel þar.

GeIL er einn af topp minnisframleiðendunum í dag. Kom td. mjög vel út í [url=http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=40&t=14155]minnisprófi Yank[/url] í fyrra.
Minni er eitthvað sem er ekki sniðugt að reyna að spara á og það hlítur að vera góð ástæða fyrir því að Excelram sé svona mikið ódýrara en td. corsair, geil eða kingstone.

Og ég sagði aldrei að 430W væru ekki nóg ég sagði bara að þau væru lítið upp á framtíðina...[/quote]

Líkkindareikningur er ekki svona einfaldur eins og þú vilt gefa til kynna. Ég sagði að þá væri helmingi líklegra að diskur bili.
Og það er alveg rétt, það er líklegra að það bili diskur þegar þú ert með 2x 30% bilanalíkur en 1x 30% bilanalíkur.
Það sem ég átti einfaldlega við er að það að fá sér marga litla diska leysir ekki gagnatapsvandamál þar sem stærri diskar eru ekki sérstaklega með meiri bilanatíðni en minni diskar.

Nefndu þá þessi stærsti upptökuforrit og fræddu okkur um hvar þetta nýtist.

Hvað minnið varðar
http://ramlist.ath.cx/ddr2/
Svo getur hver gert upp við sig hvaða framleiðanda hann vill kaupa markaðssetninguna af.
(micron D9 minnin eru víst talin best)
Takið eftir því t.d. að noname brandið super talent er eiginlega alltaf með Micron.

Vildi bara sýna reikninginn bakvið að hann þyrfti ekki stærri orkugjafa svo hann héldi möguleikanum á 430W ef hann vildi hann frekar.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf mind » Fim 01. Maí 2008 10:20

[quote="ElGorilla"]Takk fyrir svörn.

Það verður að sannfæra mig meira ef ég á að fá mér Quad í stað fyrir Duo.
Er einhver slæm reynsla á þessum Excelram minnum?
Er einhver kostur að nota SATA fyrir DVD drif yfir ATA?
Ég skipti þá út harða disknum fyrir 500gíg og stækka psuið upp í 500w.[/quote]

Hann Matti21 ætti að koma með næsta punkt með Quad Core.
Minni þarf áreiðanlega 2-3 ár á markaði til að ná reynslu ,þú yrðir líklega í reynsluhópnum ef þú myndir kaupa svoleiðis :)
Svona eina sem ég sé betra við SATA er þægilegra(blue ray gæti kannski nýtt það). Ég myndu samt ekki kaupa SATA drif til að skipta út fyrir ATA drifið mitt.

Það er annars rétt hjá Gúru, 8800GTS (G92) 512mb er betra
http://www.tomshardware.com/reviews/gef ... ,1743.html




Dazy crazy
ÜberAdmin
Póstar: 1317
Skráði sig: Fim 29. Nóv 2007 23:46
Reputation: 5
Staðsetning: Lýtó
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf Dazy crazy » Fim 01. Maí 2008 12:46

Quad er góður kostur og lang flesta þeirra er hægt að klukka í 3GHz án vandræða og marga yfir 3,4 GHz


Klám og stríð er undirstaða allrar tækni!


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf Klemmi » Fim 01. Maí 2008 15:07

Matti21 skrifaði:
mind skrifaði:Skil ekki hvernig þú færð það út að bilanatíðnin tvöfaldist ef keyptir eru tveir diskar. Ef líkurnar á því að harður diskur bili eru 30%, eru þá 120% líkur á að einn diskur bili ef ég kaupi fjóra? Nei, þær eru (30 *4)/4= 30%. Plús það að ef einn diskur af fjórum bilar þá tapa ég aðeins brot af gögnunum mínum en ekki öllu.


Reyndar er þetta engan veginn réttur líkindareikningur :) Rétt aðferð væri að taka saman líkurnar á því að diskurinn bili ekki, sem væru þá 70% = 0.7, setja það í veldi eftir því hversu margir diskarnir eru og draga þá tölu frá einum, þá fengirðu hversu líklegt er að enginn af diskunum myndi bila. Ef þú vilt fá beint svar um líkurnar á því að einhver af diskunum myndi bila myndirðu draga 1 frá tölunni sem þú fengir og fjarlægja negatíva gildið.
Sem sagt ef það væri 30% bilanatíðni á diskunum (sem er ekkert fjarri lagi með Western Digital ;) ) og þú ert með 4 diska, þá væri útreikningurinn |((0.7^4)-1)| = 75.99% líkur á því að einn eða fleiri diskur bili.

Held að þetta eigi að passa hjá mér, endilega leiðréttið mig ef það er ekki rétt, svolítið síðan ég var að læra líkindareikninginn.


Starfsmaður Tölvutækni.is


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1812
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Er að púsla saman vél

Pósturaf blitz » Fim 01. Maí 2008 15:15

Svo er hægt að nota binomial (já/nei) (bila/ekki bila)

ef það eru 30% líkur á bilun og það eru 2 diskar eru 42% líkur á að einn bili :)


PS4