Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf DoofuZ » Fös 25. Apr 2008 01:16

Jæja, nú er ég að fikta með eitt móðurborð og er meðal annars að skifta um viftu á örgjörvakælingunni og setja nýtt lag af kremi á örgjörvann en svo datt mér í hug að gera aðeins meira en bara það og ákvað að kíkja aðeins á Northbridge og heatsinkið á því. Mér datt í hug að taka heatsinkið af og setja nýtt lag af kremi undir það líka en eftir að ég losaði báðar festingarnar á heatsinkinu þá reyndist það samt vera ennþá svoldið fast við móðurborðið svo ég reyndi að toga í það og tókst svo að losa það nánast alveg af nema það var einn punktur undir sem var aðeins meira fastur svo ég togaði aðeins betur og náði síðan að lokum að taka það alveg af en þegar ég sá undir heatsinkið þá fór ég að sjá svoldið eftir að hafa tekið það af (sjá mynd) :|

Gerði ég einhverja vitleysu? Er þessi rifa undir heatsinkinu vandamál? Get ég lagað þetta með smá þrifum og nýju lagi af kremi? :-k
Viðhengi
DSC00091.JPG
Undir heatsink, smá rifið hægra megin
DSC00091.JPG (48.1 KiB) Skoðað 1865 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf TechHead » Fös 25. Apr 2008 08:47

Gúmmí hringurinn sem þú reifst er til þess gerður að vernda "kjarnann" á norðurbrúarpakkanum frá því að skemmast.
Það virkar þannig að hann heldur norðurbrúar heatsinkinu level við kjarnann svo heatsinkið brjóti ekki kjarnann.

Þetta er svo lítil rifa að það ætti ekki að koma að sök, farðu bara varlega þegar þú setur heatsinkið aftur á (ekki halla því).
Já og mundu líka að þrífa gamla kælikremið af með hreinsuðu bensíni og setja nýtt á milli.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf DoofuZ » Fös 25. Apr 2008 17:16

TechHead skrifaði:Já og mundu líka að þrífa gamla kælikremið af með hreinsuðu bensíni og setja nýtt á milli.

Hreinsuðu bensíni? Hvar fæ ég svoleiðis? Á næstu bensínstöð kannski? Get ég ekki notað eitthvað annað? (aldrei tekið heatsink af Northbridge áður :roll:)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf Xyron » Fös 25. Apr 2008 17:41

Aceton (aka. naglalakahreinsir) hefur reynst mér vel.. þó svo það taki frekar langan tíma að ná kælikreminu almennilega af.




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf TechHead » Fös 25. Apr 2008 19:30

DoofuZ skrifaði:
TechHead skrifaði:Já og mundu líka að þrífa gamla kælikremið af með hreinsuðu bensíni og setja nýtt á milli.

Hreinsuðu bensíni? Hvar fæ ég svoleiðis? Á næstu bensínstöð kannski? Get ég ekki notað eitthvað annað? (aldrei tekið heatsink af Northbridge áður :roll:)


Færð hreinsað bensín í næsta apóteki. :D



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf DoofuZ » Sun 27. Apr 2008 12:19

Get ég ekki notað eitthvað annað en hreinsað bensín? Hvernig nota ég það annars? Set ég bara smá í pappír og þurka svo af? Get ég svo nokkuð fengið einhverstaðar svona efni eins og þetta gula sem ég reif af? Veit að ég þarf það pottþétt ekki en bara að spá svoldið í þetta :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf DoofuZ » Mán 28. Apr 2008 16:10

Jæja, þar sem ég nenni ekki útí næsta apótek (líka svoldið langt að fara fyrir mig) þá ætla ég bara að nota Aceton. Er ekki alveg alltílagi að nudda því á með wc pappír frekar en bómul? Og afhverju þarf að nota Aceton/hreinsað bensín til að hreinsa kremið af þessu en ekki af örgjörvanum og þvi? Var að sjá það að kremið undir heatsinkinu er reyndar töluvert þykkara en það sem var á örgjörvanum svo það er greinilega ekki beint hægt að þurka það bara af. Er þá alveg allt í lagi að setja sama krem á bæði örgjörva og norðurbúnna?

Veit ég spyr svoldið mikið en ég hef aldrei áður fiktað svona í norðurbrúnni :roll: En með fiktinu lærir maður ;)

EDIT: Er búinn að þrifa kremið nánast alveg af sjálfu heatsinkinu :) Á ég svo að þrífa norðurbrúnna alveg eins, bara með Aceton og pappír eða? :-k


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf mind » Þri 29. Apr 2008 10:13

Þú getur notað Aceton og þú getur notað wc pappír. Það er bara ekki eins ráðlegt og tekur aðeins lengri tíma.(maður myndi til dæmis sennilega ekki gera það með 40þús króna örgjörva) Sumir grípa til þess að nota bómullarhnoðrana sem kvenkyns þjóðfélagið notar til að hreins á sér andlitið.

Aceton / hreinsað bensín er bara svakalega góður leysir á lifræn efni, lím og fleira svo jú þú myndir nota þetta líka á örgjörvann.
Málið með t.d. northbridge er að þú kemmst stundum ekki alminnilega að því svo það er nóg að setja nokkra dropa og strjúka af og þá er mest farið.
Aceton / Hreinsað bensín gufar svo bara upp.

Það er að öllu jöfnu í lagi að nota sama krem á flest alla örgjörva/chipset. Athugaðu samt að eina sem kremið gerir er að fylla uppí pínulitlar holur svo það myndist ekki hitavasar(heatpockets). Ef þú lætur of mikið krem þá einangrarðu bara örgjörvann / northbridge frá kælingunni svo yfirleitt er minna = betra.
Það láta yfirleitt allir of mikið af kremi(fyrir utan þá sem starfa við þetta)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf DoofuZ » Mið 30. Apr 2008 16:40

Ég hætti reyndar að nota wc pappírinn, fannst hann aðeins of grófur og pínu erfitt að nota hann þannig að ég keypti eyrnapinna og þeir hafa reynst mér mjög vel. Er svotil alveg búinn að hreinsa undir heatsinkinu, það er bara smá dökkur blettur eftir en allt kremið er amk. farið, og svo er norðurbrúin líka orðin mjög fín en bara svona til að hafa allt fullkomnlega á hreinu þá er hér mynd af henni, er þetta ekki bara nógu fínt? :-k
Viðhengi
DSC00153.JPG
Nærmynd af norðurbrúnni
DSC00153.JPG (79.99 KiB) Skoðað 1546 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf mind » Mið 30. Apr 2008 17:13

Dökka dótið er alltaf , átt ekkert að hreinsa það af.

Engin ástæða til að gera þetta fínara, þú ert að fara skíta þetta aftur út eftir smá stund :)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf DoofuZ » Mið 30. Apr 2008 17:16

Jamm ;) Er einmitt að fara að gera það bara núna :) Ætla að skella kremi á og sjá svo hvort ég geti ekki sett kvikyndið í gang. Vil þakka góð svör fram að þessu =D>

EDIT: Eitt reyndar í viðbót, hvort er sniðugara að setja krem undir heatsinkið eða bara á litla flötinn á norðurbrúnni?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf Xyron » Mið 30. Apr 2008 18:54

Ég hef sjálfur alltaf bara sett lítinn blett á miðjuna á chip-inum, hefur reynst mér vel.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Spurning varðandi Northbridge + heatsink

Pósturaf mind » Mið 30. Apr 2008 19:02

Tek undir það með Xyron, láta kremið á chipsettið sjálft.

Þarft ekkert að vera smeykur við að taka heatsinkið af, hreinsa upp og gera aftur ef þú heldur þú hafir sett of lítið/mikið.

Rétt magn er auðveldast að finna með að það þekur allan snertiflötinn og fer örlítið útfyrir.