Flakkara Vesen!

Skjámynd

Höfundur
Hjöllz
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 07:27
Reputation: 0
Staðsetning: Glued to my chair
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Flakkara Vesen!

Pósturaf Hjöllz » Fös 04. Apr 2008 04:27

Þannig er mál með vexti að ég keypti mér harðan disk og hýsingu fyrir hann í lok síðasta sumars. Búinn að reynast mér ágætlega þangað til í dag..
Notaði hann í morgun án vesens en þegar ég fór með harða diskinn í aðra tölvu gaf hann frá sér furðuleg hljóð og ekkert meira gerist. Fór með hann aftur í mína vél og það er sama sagan að segja þar. Þetta hljóð minnir óhemju mikið á dial-up hljóðið á gömlu nettengingunum.

Er flakkarinn bara hruninn eða er ég að láta eitthvað framhjá mér fara?

Þetta er Hitachi diskur 500gb IDE



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf lukkuláki » Fös 04. Apr 2008 11:03

Sennilega er harðidiskurinn ónýtur, bara búinn að gefast upp :)
Ef það er sama sagan í öðrum vélum og þetta hljóð veit ekki á gott.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
Hjöllz
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 07:27
Reputation: 0
Staðsetning: Glued to my chair
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf Hjöllz » Fös 04. Apr 2008 11:44

Þetta hljómar nefnilega eins og einhver fullur sé að covera dial-up hljóð á rammfalska fiðlu :D en er einhver möguleiki að ná gögnum útaf disknum eða er hann bara orðinn að paperweight?



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf mind » Fös 04. Apr 2008 12:34

1) Ef hann sýnir sig í bios er möguleiki þú getir gert það með til þess gerðu forriti.
2) Ef hann snýst er möguleiki að gera það með forriti(svo lengi sem hann kemur í bios)
3) Ef bæði fyrir ofan reynist ekki þá er best að fara úti garð með 1000 krónur og gróðursetja peningatré því það kostar yfirleitt svona 40.000,- og yfir(við erum að tala uppí 6 stafa tölvur) að ná þá gögnunum af(ef þú sendir hann erlendis).

Forrit:
t.d. getdataback



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf lukkuláki » Fös 04. Apr 2008 12:36

Hjöllz skrifaði:Þetta hljómar nefnilega eins og einhver fullur sé að covera dial-up hljóð á rammfalska fiðlu :D en er einhver möguleiki að ná gögnum útaf disknum eða er hann bara orðinn að paperweight?


Það er veik von en þó smá von, Spurning hvað þú vilt leggja mikið í það,
þú gætir reynt að kaupa nákvæmlega eins disk og skipta um íhluti eða prentplötuna í diskinum
Þetta myndi maður samt ekki gera nema gögnin séu mjög mjög mikilvæg.
Sumir setja diskinn í kæli og reyna svo að bjarga einhverju, ég hef gert þetta nokkrum sinnum en aldrei lent í því að það virki.

Svo er alveg möguleiki að flakkaraboxið sé bilað þó ég efi það stórlega.

Getur reynt að taka diskinn úr boxinu og tengja hann á annan hátt við aðra tölvu, td beint í IDE eða SATA ef það virkar þá er boxið bilað en diskurinn er samt mjög vafasamur ef hljóðin eru áfram.

Gangi þér vel með þetta :)


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Xyron
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Sun 09. Okt 2005 23:36
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf Xyron » Fös 04. Apr 2008 14:09

Ef þú ætlar að skipta um disk, þarf hann að vera með sama vörunúmer og þú skiptir um platterana í harða disknum, ss. tekur platterna úr gamla disknum og setur í staðinn fyrir platterana í nýja disknum.. Síðan er bara að vona að það hafi ekki komið hög á diskinn þinn sem var í hýsinguni þegar hann var í vinnslu, því þá eru talsverðar líkur á að les/skrifnálinn hafi rispað platterana eitthvað. Líka gott að taka það fram að þú verður helst að vera í alveg dauðhreinsuðu rými , því að minnsta rykögn getur gert þann hlut sem hún lendir á ólesanlegan.

En ef þetta eru ekki það mikilvæg gögn, þá er MIKIÐ minna vesen að kaupa bara nýjan disk í hýsinguna.. efast um að þetta sé vandamál með hýsinguna, þar sem svona hljóð myndi aldrei heyrast úr hýsinguni.



Skjámynd

Höfundur
Hjöllz
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 07:27
Reputation: 0
Staðsetning: Glued to my chair
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf Hjöllz » Fös 04. Apr 2008 18:59

Okay, takk fyrir snögg svör :)




IL2
Tölvutryllir
Póstar: 665
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Flakkara Vesen!

Pósturaf IL2 » Fös 04. Apr 2008 21:40

http://www.ontrackdatarecovery.com/

Ég get mælt með þessu foriti til að bjarga gögnum. Athugaðu að þú þarft líklega jafn stóran disk til að bjarga gögnunum yfir á.

Það að frysta diskinn getur virkað en það getur líka verið nóg að setja hann á ofn.