8800 GTX 768MB Vs HD 3870 512MB e-h sem getur hjálpað mér

Skjámynd

Höfundur
Jon1
Geek
Póstar: 859
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 16
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

8800 GTX 768MB Vs HD 3870 512MB e-h sem getur hjálpað mér

Pósturaf Jon1 » Mán 04. Feb 2008 16:46

okey málið er að allir eru að segja að Geforce sé að taka radeon í peformance over all. það sem mig langar að vita er afhvejru :S það litla sem ég veit um skjákort segir mér annað. Var að vona að enhver snillingur gæti útskýrt fyrir mér?
Síðast breytt af Jon1 á Mán 04. Feb 2008 19:02, breytt samtals 1 sinni.




dadik
Tölvutryllir
Póstar: 671
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 119
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf dadik » Mán 04. Feb 2008 16:56

Klukkuhraðinn og hraðinn á minninu segir ekki alla söguna. Einfaldasta skýringin er að þótt að klukkuhraðinn á GeForce kortinu sé lægri þá kemur GeForce kortið meiru í verk í hverjum púlsi.

Annars geturðu séð nokkur real-world test hérna:

tomshardware.com


ps5 ¦ zephyrus G14


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 04. Feb 2008 18:42

Í þessu prófi sérðu vel mun á 8800GTX og HD3780 enda keyrt test á þau þar þótt umfjöllunin sé aðalega um 8800GTS 512MB

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=16438

Í þessari umfjöllun er aðeins skautað yfir munin á kjörnum ATI og Nvidia. Er ATI HD2900XT kjarninn í því korti er mjög skildur kjarnanum í HD3780 en með 512bita minnisstjórnun vs 256bita. Ekki síður en að G80 kjarni Nvidia sé skildur nýja G92.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15064

"Þegar bornar eru saman helstu tölur um tíðni kjarna og minnis hjá X2900XT og 8800 línu Nvidia mætti halda að mjög svipuð tækni væri á ferðinni. AMD/ATI R600 kjarninn er reyndar klukkaður hærra, með meiri bandvídd, og 512 bita memory bus á móti 384 bita hjá Nvidia 8800GTX. Þessar upplýsingar segja þó engan veginn alla söguna. Þessi kort eru ólík þótt bæði styðji þau á endanum sama staðal, nefnilega DirectX 10.

Hér verður reynt að forðast að fara út í flóknar útskýringar, til þess að skýra í þaula í hverju þessi munur liggur. Beinast liggur við að tala aðeins um stream/shader hluta kjarna R600 og G80. R600 hefur 320 stream prosessors!! en 8800GTX hefur 128 shader prosessors. Eins og ég kom aðeins inná í umfjöllun um Nvidia 8600GTS er ekki lengur talað um vertex shaders og pixel piplines í þessum nýju grafísku kjörnum.

Er þá ekki R600 mun öflugri heldur en G80 því hann er með 320vs128? Svo er ekki og til að skýra út af hverju svo er, fara hlutirnir heldur betur að flækjast. Til að gera langa sögu stutta þá skulum við bara einfalda málið mjög og segja að R600 nái oftast ekki að nýta sína 320 Stream processors jafnvel og Nvidia 8800GTX nýtir sýna 128 shader processors.

Nú er umfjöllunin rétt byrjuð, og nú þegar er R600 að tapa fyrir G80. Þetta er þó allt bara á pappír, við skulum skoða hvert er raunverulegt afl R600, með því að prufa það í því sem það er hannað til að gera, nefnilega vera þrívíddar skjáhraðall í leikjum.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Viktor » Mán 04. Feb 2008 21:17

The myth:
Nvidia > Ati
Intel > Amd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mán 04. Feb 2008 22:05

Price VS Performance RATIO

AMD > Intel
ATI > Nvidia




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 09:29

Ertu úti að drulla Selur ?

Intel er klárlega betri hvað afköst OG verð varðar síðan að þeir komu með core 2 duo !!


Og Nvidia eflaust líka með 8800GT 512mb kortinu.


Láttu ekki svona þvælu út úr þér aftur...


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Þri 05. Feb 2008 13:02

Samkvæmt Tom's Hardware er það ekki svo.

Sambærilegir AMD örgjörvar á móti INTEL sem kosta það sama hér á klakann, þá er yfirleitt AMDinn aðeins betri heldur en Intelinn, munar samt ekki miklu. Og við erum náttúrulega að líta á dæmið þegar ekki er verið að yfirklukka, vegna þess það gera það ekki nærrum því allir.
http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=444

Sömuleiðis með ATI:
HD3800 kortin þeirra eru með þeim top ranked samkvæmt benchmark en eru svo Miklu ódýrari heldur en nýju 8800 G92 kortin að það færi ekki framhjá neinum. Það má segja að top classa kortin frá ATI kosta álíka mikið og mid-range kortin frá Nvidia.

Nú vil ég sjá þig Ómar koma með rök á móti og vitna í einhverju.
Sömuleiðis kýs ég að drulla oní klósett, ekki úti, nema að ég sé í lautarferð.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 13:34

Jesús.. þú ert úti að drulla .. ennþá.

Þú varst enda við að bera saman AMD 64 SEMPRON 3000 sem er 3 ára gamall örri eða meira og lööngu hættur í sölu og þar af leiðir kostar hann kannski 200kr og Vitanlega er hann þá betra buy miðað við performance.

Kaddlinn minn

Ef þú gerir þetta rétt og berð saman virkilega sambærilega örgjörva þá færðu bara út ALLT annað.

Og ég notaði AMD X2 5600 og C2D 6550 þar sem þeir kosta það sama.

Þá er 3% munur á þeim í þessu testi þínu en ef þú skoðar hin ýmsu forrit og leiki þá er Intelin samt ALLTAF að skora betur.

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=416

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=424

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=434

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=441


viltu meira ?

ok

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=421

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=437


Þetta er allt saman bara Random sem ég valdi og í ÖLL skiptin var Intelin að standa sig betur og þótt ótrúlegt megi virðast þá eru þetta einu gluggarnir sem ég opnaði. Ég ´fékk aldrei upp niðurstöðu þar sem X2 5600 örinn stóð sig betur þó að tölfræðilega hefði ég átt að fá það amk 1-2 ekki satt.


Þannig að ef þetta eru ekki nægilega góð rök fyrir þig þá veit ég ekki hvað.


Fyrir utan það litla smáatriði að Intel Core 2 duo er bara nánast hannaðar með það í huga að láta yfirklukka sig amk e-ð því eins og Fletch sagði.. Óyfirklukkaður C2D er eins og Ristavél án rafmagns.


Þetta að reyna að halda í e-a forna frægð með AMD er bara sökkvandi skip því miður. Bara spurning hvenær menn gera sér fyllilega grein fyrir því. Það er góð og gild ástæða fyrir því að égveitekkieinusinnihvaðstórhlutieraðkaupabara Intel í dag. Það væri gaman að sjá sölutölur frá helstu tölvuverslununum okkar hérna.

Það kæmi mér ekki að óvart að sjá 80/20 regluna hérna.


Sáttur ?

yfir og út.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Þri 05. Feb 2008 13:43

Örrarnir sem ég var með valda skipta engu máli, mér var skítsama hvað ég var að bera saman, ég vildi bara sjá listann.

Ég gerði mér náttúrulega ekki grein fyrir því að aðeins meira er lagt á AMD hérna á klakann sem gerir það að PRICE VS PERFORMANCE RATIO er ekki það sama hér og þarna úti.
Takk fyrir ábendinguna Ómar minn :)

Og ekki nóg með það þá er ég ekki ennþá kominn með svarið varðandi ATI VS Nvidia, en ég er ekkert að búast við því að fá neitt svoleiðis lagað svar frá þér, mér heyrist að kúk og piss brandarar sé einungis þitt fag.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 13:55

" Örrarnir sem ég var með valda skipta engu máli, mér var skítsama hvað ég var að bera saman, ég vildi bara sjá listann.
"

HaHa

Þarna ertu beint að segja að þú sért ekki hæfur um að tjá þig um þetta.

Ef þú rýnir í listann þá kemur bara allt annað í ljós. Það er jú vitanlega INNIHALD LISTANS sem skiptir höfuð máli er það ekki ?

Og þú verður alltaf að gera þetta með hliðsjón af e-m ákveðnum vörum.

Þetta er eins og að bera saman Benz og Opel eða álíka.


Ef þú myndir nenna að skoða listann þá sérðu það alveg svart á hvítu hvað ég er að fara og reyna að benda þér á.


ps
Og álagning á AMD hérna heima er andskotan engin. Man ekki betur en að AMD hafi lækkað um allt að 60% prósent á stuttum tíma sumarið 2006 hérna heima sem og í veröldinni allri.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Þri 05. Feb 2008 14:10

Ef þú rýnir í listann þá kemur bara allt annað í ljós. Það er jú vitanlega INNIHALD LISTANS sem skiptir höfuð máli er það ekki ?

Ég veit ekki betur en að innihald listans sýnir að AMD er betra PRICE VS PERFORMANCE ratio ef litið er nánar á vörur í sama verðflokki.

Annars botna ég hvorki upp né niður hvað þú varst að gefa í skyn sem ekki var komið hérna í þessari umræðu.
Og þegar ég meinti að mér væri skítsama hvað ég væri að bera saman var ég að meina að það sem var valið í dálkunum skipti í raun engu máli fyrir mig þar sem ég leita af þeim týpum sjálfum þótt það sé ekki letrað með rauðu til að sjá hvort er betra.
Ég meinti það ekki þannig að ég væri ekki að bera neitt saman yfir höfuð og klár maður eins og þú ættir að vita það.

P.S. og hvar er ATI/Nvidia svarið?
Síðast breytt af Selurinn á Þri 05. Feb 2008 14:16, breytt samtals 1 sinni.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 14:14

Ég var að senda þér linka á þetta litla brot sem ég tók. Ég gerði það sama með 6000 örran og 6750 og niðurstaðan var bara nánast sú sama.

Nú þekki ég ekki verðlagninguna á þessu erlendis en afhverju helduru að menn séu almennt að kaupa Intel frekar en AMD hérna ?

Því þeir eru lélegri ? eða bara flottari ?

Góði besti..


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Þri 05. Feb 2008 14:19

Niðurstaðan var "nánast" sú sama, ekki þó alveg.
Ég geri mér grein fyrir því að hún er nánast enginn og menn ættu frekar að taka Intel og yfirklukka þessi kvikindi til þess að fá sem mest útúr því.

En hvað með fólkið sem skítur ekki peningum beint í vasann sinn, eiga þau ekki rétt á því að fá sér örgjöva þar sem þau gjörsamlega kreista hverja einustu krónu úr. Er ekki þá AMD málið, annars veit ég ekki afhverju það er verið að selja þetta hér á landi, það væri bara algjör vitleysa.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 14:25

http://www23.tomshardware.com/graphics_ ... &chart=293

Hérna kemur smá test.

Þarna er 8800GT kortið langtum betra en dýrasta /Besta Ati kortið á listanum

http://www23.tomshardware.com/graphics_ ... &chart=297

Hérna líka

http://www23.tomshardware.com/graphics_ ... &chart=315

Og þetta er allt á mismundi upplausn með mismunandi AA og FSAA .

Klárlega Nvidia 8800GT (g92) sem fæst á 23500kr töluvert betri kaup en á " sambærilegu " ATI korti sem er á 21.000.

Munurinn er það hrikalega lítill á verði en meiri í nýtingu. ;)



Ekki halda að ég sé að meina að ATI skjákortin sé Léleg eða AMD örrarnir séu lélegir, það er mikill misskilningur.

Heldur bara að fólk er in fact að fá hlutfallslega meira fyrir peninginn í Intel og Nvidia.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf beatmaster » Þri 05. Feb 2008 16:01

Svona til að styðja Selinn aðeins þá skulum við taka örlítið dæmi :)

E6320 vs X2 5200+

AMD 5200+ örrinn outperformar E6320 ágætlega og hver er svo verðmunurinn.

AMD örrinn er ódýrastur á 8700 kr.
Intel örrinn er ódýrastur á 14550 kr.

Hvor býður upp á betri performance?
Hvor býður upp á betra verð? (5850 kr. verðmunur)

Sjá góða mynd hérna :wink:


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 17:37

Afhverju miðar þú ekki við sambærilegri örgjörva sem er ódýrari eins og E4400 ?

En ekki örgjörva sem er 1.8 á móti 2.6

Soldið spes pæling hjá þér. En ég skal reyna að virða hana ;)

Hann er á sama verði og X2 5200 ( munar 1000k í verði )


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf beatmaster » Þri 05. Feb 2008 17:53

Bara svo að ég haldi áfram að styðja Selinn/AMD þá sést best hver býður upp á mest afl fyrir peninginn (nei það þarf ekki að eyða tugum þúsunda í örgjörva)

ATH. C2D er í 17 sæti, þannig að þegar að þú fjárfestir í C2D þá eru 16 betri möguleikar (fer eftir hvaða týpu, 17 sæti miðast við E6550) á að nýta peninginn þinn hlutfallslega miðað við það afl sem færð.

13 af þessum 16 eru AMD örgjörvar og er AMD í fyrstu 3 sætunum.

Þetta er verðvaktin sem að snýst um að fá sem mest fyrir sem minnst og ég skal alveg viðurkenna það að Intel er að framleiða langöflugustu örrana á markaðnum í dag, það er bara enginn ástæða fyrir meðaljón að borga miklu meira en hann þarf fyrir örgjörva sem að hann hefur engin not fyrir.



Mynd


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Pósturaf beatmaster » Þri 05. Feb 2008 17:56

ÓmarSmith skrifaði:Afhverju miðar þú ekki við sambærilegri örgjörva sem er ódýrari eins og E4400 ?

En ekki örgjörva sem er 1.8 á móti 2.6

Soldið spes pæling hjá þér. En ég skal reyna að virða hana ;)

Hann er á sama verði og X2 5200 ( munar 1000k í verði )
Af því að x2 5200 er aflmeiri örgjörvi heldur en E6320


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Þri 05. Feb 2008 19:33

beatmaster skrifaði:
ÓmarSmith skrifaði:Afhverju miðar þú ekki við sambærilegri örgjörva sem er ódýrari eins og E4400 ?

En ekki örgjörva sem er 1.8 á móti 2.6

Soldið spes pæling hjá þér. En ég skal reyna að virða hana ;)

Hann er á sama verði og X2 5200 ( munar 1000k í verði )
Af því að x2 5200 er aflmeiri örgjörvi heldur en E6320

ef að það er verið að tala um price vs. performance þá finnst mér nú alltaf best að bera saman hluti sem að kosta svipað...

vegna þess að það er jú það sem að fólk er yfirleitt að spekúlera í, hvað hlutirnir kosti

ekki að bera saman annars vegar örgjörva sem að kostar 10 þús og hins vegar 18 þús eða álíka.
og að mínu mati alls ekki hægt að bera þetta við verð einhver staðar út í heimi, heldur verð hérna heima á íslandi, því að jú, 95% okkar kaupa tölvurnar okkar út úr búðum hérna heima.

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=416
þarna er ég að bera saman 2 örgjörva sem að er 300 króna munur á ódýrustu verðum (AMD dýrari)
þarna kemur skýrt fram að intelinn er betri

http://www23.tomshardware.com/cpu_2007. ... &chart=416
þarna er það AMD 5600 (11.700kr.) annars vegar og intel 6550 (12.400kr.) hins vegar.
aftur er intelinn betri.

og það að fara í ódýrari örgjörva vill ég meina að sé vitleysa... vegna þess að ég man actuly ekki eftir að hafa séð póst hérna inni um að budgetið væri það rosalega tight að 2-3 þús skipti einhverju máli.

en já.. það að bera þetta við price/performance á síðunni hjá tomma er bara bölvuð steypa að mínu mati, þar sem að hann er bara ekki með nálægt því svipuð verð og hérna heima


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2550
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 44
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Þri 05. Feb 2008 22:02

My point. My point My Point

Eins og ég sagði áður ólík verð fyrir það fyrsta og að bera saman epli og appelsínu virkar sjaldnast.

Sumir sjá það bara ekki alveg eins og hinir ;)


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s