Núna er ég í klemmu með tölvuna mína sem er orðin eitthvað í kringum þriggja ára gömul. Hún er með ATI Readon X800XT Platinum Edition 256mb og það kort er alveg að gefast upp. Ef það kemur einhver smá þrívídd í meira en 640x480 þá dugar það í svona 10-20 mín áður en tölvan krassar, bara allt stopp og svo byrjar hún að bíppa á fullu og skjárinn blikkar pixelum (einsog Digital Ísland). Áður en þetta allt gerist fer viftan á fullan snúning og örugglega yfir útsláttarmörk. Eina sem mér dettur í hug er að ég þurfi að skipta út korti, er búinn að prófa að opna og þrífa tölvuna að innan og það hjálpaði mjög lítið en þetta skánaði þó eitthvað við það.
Nú er ég að spá, hvernig kort ætti ég að fá mér í staðinn? Þarf að vera AGP kort og þola löng race í BMW E92 M3 Challange leiknum online því og það geta verið upp í 16 bílar að þvælast í góðri þrívídd á skjánum og pína tölvugreyið mitt. (Var að fá Logitech G25 stýri og núna þarf ég að geta notað bílaleikina
Var búinn að hugsa um að uppfæra kælinguna á kortinu, en miðað við mína þolinmæði og rýrnandi tölvukunnáttu þá bara ætla ég ekki að reyna við það.
Þannig nýtt skjákort er málið en mig vantar aðstöð við að velja það. Ég set mörkin á svona 20.000 ISK fyrir kort.
Eða borgar það sig að eyða aðeins meira og fara í allan pakkan, móðurborð með PCI-Express, minniskubb(a), PCI-E skjákort og nýjan örgjörva... Með þetta úrelta drasl mitt er það þess virði að uppfæra þetta?
Hvað finnst ykkur snillingunum?
PS. tölvan er svona:
Móðurborð: Asus með AMD Socket 939
Örgjörfi: AMD 3000XP 2,24ghz x64
Minni: Ekki minna en 1gb allavega............
Skjákort: ATI Readon X800XT P.E. 256mb AGP
Hljóðkort: Soundblaster Augigy 2 með External tengja- og stillingaboxi
HDD: 2x 300gb SATA, 1x200gb IDE og 1x 120gb IDE