Ég vildi aðeins skoða hvað þetta þýðir, þar sem ég er að fara kaupa mér móðurborð og vildi ganga úr skugga um að 8800GT kortið sem ég ætla að kaupa virki með móðurborðinu.
Þá kom í ljós að móðurborðið sem ég hafði valið, P35 móðurborð og er mjög nýlegt, er aðeins með PCI-E 1.0a!
Þannig að ég vildi vita hvort PCI-E 2.0 skjákortið virkaði í PCI-E 1.0a rauf, en svo er ekki!
PCI-E 2.0 kort eru einungis backwards compatible með PCI-E 1.1 raufum (og uppúr)!
Þetta er a.m.k. það sem ég hef lesið. Það er möguleiki að þetta séu rangar upplýsingar, og 2.0 sé backwards compatible með 1.0a. En ég myndi vilja fá skoðanir ykkar á þessu.