Ég var að velta því fyrir mér eftir að hafa verið að taka til á leikjavélinni.
Hefur það áhrif hversu marga harða diska ég er með í henni. Núna er ég með 4. Einn 76GB Raptor sem er með XP og leikina (skipt í tvennt ) og 3 Sata diska.
Það er í raun betra að vera með a.m.k. 2 diska upp á hraða, þannig getur þú t.d. sett windows page file á annan disk en system diskinn, notað d: diskinn í scratch og c: í að keyra forrit og svona. Dreifir álaginu og eykur afköst.
En ef þú ert með einn Raptor 150gb 10.000 rpm disk og annan SATAII sm er 7200rpm, er þá samt betra að hafa page fileinn á Sata diskinn og systemið á Raptorinn?