ég kom heim eftir að hafa verið í bænum um helgina og það var kveikt á tölvunni en slökkt á skjánum (Neovo 17 flatskjár) og núna lendi ég í því að þegar ég kveiki á skjánum er kveikt í fimm mínnútur en svo fer bara öll mynd burt en samt er enn grænt ljós á honum.
Einhver að segja mér hvað í andskotanum er að! nenni ekki að skjárinn sé ónýtur, er búinn að eiðilegja nóg af drasli um þessa helvítis helgi!
Hvað í andskotanum er að?..
-
zedro
- Stjórnandi
- Póstar: 2788
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 129
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Við skulum kannski byrja á því að róa okkur aðeins.
Líka mjög fínt að sleppa blótsyrðum.
Einnig ertu buinn að restar tölvunni?
Ertu búinn að gera eitthvað til að finna úr vandamálinu?
Prufa aðra skjái kannski ef það er kostur?
Athuga hvort allar snúrur eru vel festar?
Líka mjög fínt að sleppa blótsyrðum.
Einnig ertu buinn að restar tölvunni?
Ertu búinn að gera eitthvað til að finna úr vandamálinu?
Prufa aðra skjái kannski ef það er kostur?
Athuga hvort allar snúrur eru vel festar?
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
Pandemic
- Stjórnandi
- Póstar: 3774
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 135
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hvað í andskotanum er að?..
Mr. Skúli skrifaði:ég kom heim eftir að hafa verið í bænum um helgina og það var kveikt á tölvunni en slökkt á skjánum (Neovo 17 flatskjár) og núna lendi ég í því að þegar ég kveiki á skjánum er kveikt í fimm mínnútur en svo fer bara öll mynd burt en samt er enn grænt ljós á honum.
Einhver að segja mér hvað í andskotanum er að! nenni ekki að skjárinn sé ónýtur, er búinn að eiðilegja nóg af drasli um þessa helvítis helgi!
Það er ónýtur þéttir og lítill transformer í skjánum þínum. Gerðist það nákvæmlega sama við minn X-19AV.
Verður að fara með hann í viðgerð og hún ætti að kosta þig svona 17 þúsund kr hjá þessari ömurlegu okurbúllu hugveri.
Ef þú ert mjög tæknilega sinnaður ættiru að geta rifið skjáinn í spað og gert við þetta sjálfur en þú þarft nokkra reynslu í rafmagni og með lóðbolta.
Edit: varahlutirnir kosta svona 1000kr