GuðjónR skrifaði:depill.is þar sem þú ert "fyrrverandi" starfsmaður hjá Hive...og þarft því ekki að óttast um vinnuna...hvað finnst þér um þetta p2p og útlanda capp þeirra?
Finnst þér í lagi það sem þeir gera að auglýsa "frítt utanlands DL" sem og selja þér MAX12 tengingu....svo þegar á reynir þá er hraðinn að utan oft ekki nema 10bks og http síður að time-out.
Þú gætir allt eins verið með 56kbs modem.
Sem fyrrverandi starfsmaður Vodafone og HIVE og þarf ekki að óttast um hvoruga vinnuna þá finnst mér cappið að vissuleyti réttlætanlegt, en að meiri hluta finnst mér það óréttlætanlegt. Sko mér finnst í raun og veru allt undir 20% af tenginguna í erlent P2P óeðlilegt og óréttlætanlegt.
Mér persónulega finnst það í lagi ef maður væri að fá svona 2 Mb/s í erlent P2P á 12 Mb/s tengingu á álagstímum. Hins vegar um það leyti sem ég var að hætta og hive heimasíminn var að fara í gang fór þetta í algjörar öfgar. Meiri segja að enable encryption hætti að virka ( sem ég var b.t.w grimmt að benda á ) og mér skyldist að það væri að miklu leyti að kenna forgangsröðuninni vegna VoIP umferðar.
Hjá Vodafone veit ég reyndar ekki akkurat hvað maður fær mikinn hraða þegar maður er ekki með encrypted torrent, en ég veit að þegar maður er með encrypted að þá er ekkert mál að ná 6 - 7 Mb/s hraða. Ekkert mál enda geri ég það reglulega, enda hefur Vodafone bætt við sig reglulega aukinni bandvídd, Síminn gerir það líka. Bæði Síminn og Vodafone er tengdir yfir bæði CANTAT-3 og FARICE-1 sem tryggir betra samband sérstaklega við vesturströndina ( þá er ég að tala um vegna þess að það er líka tengt um CANTAT-3. Þess vegna kom þessi fréttatilkynning mér mjög á óvart.
http://hive.is/tabid/36/articleType/ArticleView/articleId/66/Default.aspx
Ég vissi til þess að þegar ég var að vinna hjá HIVE að það var 155 Mb/s í gegnum CANTAT-3 og svo 155 Mb/s í gegnum FARICE-1. Sem sagt 310 Mb/s í heildina. Vodafone var með í kringum 775 Mb/s núna í sumar síðast þegar ég vissi og það í gegnum 4 aðila.
Miðað við þessa fréttatilkynningu þá eru þeir eingöngu tengdir í gegnum FARICE-1 og miðað við þessa hraða sem maður er að heyra um í gegnum HIVE fer maður að spá, er þetta 1 x 155 Mb/s tenging í gegnum FARICE-1. Ég trúi því varla, en maður fer að spá.
Ég ætla ekki að segja að Vodafone séu saklausir af þessu, alls ekki, ég er ennþá soldið hlutdrægur, enda líkar mér gífurlega vel við Vodafone, en
http://www.allot.com/index.php?option=com_content&task=view&id=603itemid=18
Hins vegar hef ég verið mjög sáttur við netið almennt með netið heima hjá mér og er ekkert að fara skipta. Var með 14 Mb/s tenginguna ( extra ) meðan ég var að vinna hjá Vodafone ( hækkaði sjálfur ) og ég get sagt það að í gegnum Usenetserver.com ( á porti 23, port 119 er cappað til HELV ) á usenetinu náði ég alltaf hámarks hraða það er 1,4 MB/s ( í kringum aðeins fyrir ofan ). Ég næ núna alltaf fullum 8 Mb/s hraða og er mjög sáttur við það.
Og já ég er alls ekki á leiðinni til baka til HIVE.
Ég ætla að láta þetta duga í bili, en ef það eru fleirri spurningar sem ykkur finnst að ég hafi ekki svarað, skjótið.