Ný tölva- harðadiska pælingar.


Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Ný tölva- harðadiska pælingar.

Pósturaf Jellyman » Sun 12. Ágú 2007 17:07

Núna á næstuni eru að koma fullt af nýjum hlutum eins og penryn örgjörvarnir og x38 móðurborðin og sýnist mér þetta vera góður tími til að fá sér nýja tölvu.

Ég fann snilldar kassa sem heitir Coolermasters Cosmos og sýnist mér hann eiga eftir að verða fyrir valinu hjá mér.
Sá kassi er með 6 harðadiska skúffum og ég ætla að fylla þær allar líklega með 500gb diskum eða minni.

Hvaða tegund af hörðum diskum ætli sé best að kaupa og hverskonar Raid stilling er best fyrir svona 6 harða diska?

Ef þetta er eitthver kolvitlaus hugsun hjá mér með harðadiskana endilega ráðleggið mér eitthvað betra.


Takk fyrir

EDIT: Er búinn að lesa mikið um raid settup og þess háttar. Mér sýnist ég ekkert þurfa neitt raid dótarí.
Kannski ég fái mér bara 150gb raptor fyrir OS og svo nokkra 750gb(fyrst þeir eru að lækka gríðarlega í verði og virðast vera að standa sig mjög vel í testum).
Endilega segið hvað ykkur finnst að væri sniðugast að gera.




Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 13. Ágú 2007 00:31

Hvernig notandi ert þú. Þ.e. hvað notar þú þessa vél í ?




Höfundur
Jellyman
Nörd
Póstar: 107
Skráði sig: Mán 02. Jan 2006 16:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Jellyman » Mán 13. Ágú 2007 01:25

Ég vill geta spilað leiki annað slagið og getað spilað þessa nýjustu eins og crysis og þess háttar.
Svo er ég með mikið af HD efni sem tekur alveg hellings pláss og helling af þáttum og þessháttar sem safnast saman. Ég encoda stundum myndir og vill geta notað photoshop og video edit forrit annað slagið. :8)

s.s er ég enginn "pro user" en samt vill geta höndlað allt sem ég hendi í tölvuna hratt og vel og því engin þörf fyrir eitthverju raid fyrst það gefur lítið sem ekkert perfomance boost í raid 0 og ég held raid 5 eigi ekkert eftir að gagnast mér heldur.




Holy Smoke
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Holy Smoke » Mán 13. Ágú 2007 01:29

Mér skilst að nýja 7200.11 línan frá Seagate sé að koma sterkt inn; diskarnir nota 250gig platta, sem þýðir töluvert meiri les- og skrifhraða. Skv. speccum er hraðamunurinn u.þ.b. 60meg/sek. í 7200.10 línunni og 100meg/sek í 7200.11 línunni.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1285
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 148
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Pósturaf Minuz1 » Lau 25. Ágú 2007 02:33

Mín draumauppsetning væri 2x 150GB Raptorar í Raid 1 sem væri notað undir stýrikerfi og forrit annarsvegar og hinsvegar undir öryggisskjöl, afganginn myndi ég svo bara hafa frístandandi eða para saman í RAID 0.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það