Jæja, annar þráður.
Mig langaði nú bara að vita hvort þetta myndi nú ekki allt passa saman. Hvort þetta móðurborð passi í kassan og svoleiðis mál, ég er kominn með tölvuna eins og ég vil hafa hana og verður engu breytt nema að hlutirnir passi ekki, þannig....
Það er ekkert skjákort í vélinni vegna þess að ég ætlaði að bíða aðeins með að uppfæra það, ég er með alveg ágætt skjákort sem ég ætla að nota, og uppfæra svo eftir svona 6 - 12 mán.
Intel Core 2 Duo E6750 2.66GHz - 21.850 kr.
- http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&flo=product&id_top=151&id_sub=2577&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=CPU_INTEL_E6750
GeIL 4GB Value PC2-6400 DC - 24.500 kr.
- http://www.kisildalur.is/?p=2&id=496
Epox 5P965+GLI - 14.900 kr.
- http://www.kisildalur.is/?p=2&id=474
Western Digital Raptor 74,0GB 10.000RPM 16mb Sata - 16.860 kr.
- http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&flo=product&id_top=1584&id_sub=2332&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=HDD_WD_Raptor74
Western Digital 500 GB Serial ATA 7200 rpm, 16 MB cache - 9.600 kr.
- http://www.computer.is/vorur/5290
Antec P190 Performance One með Antec Neo-Link 1200W aflgjafa - 39.900 kr.
- http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=32&products_id=747
Einnig var ég að spá hvort það væri mikið vesen að tengja þetta allt sjálfur? Ætti ég frekar að borga einhvern 5 þús. og láta fagmann gera þetta?
Tölvan mun að mestu vera notuð í vefráp, en einnig verða spilaðir leikir eins og Counter-Strike 1.6, Call Of Duty 2 (kannski 4 þegar hann kemur út) og jafn vel Counter-Strike: Source. Einnig mun tölvan vera notuð fyrir mikla myndvinnslu eins og photoshop og ýmsa vídeó vinnslu.
Einnig vil ég leggja mjög mikla áherslu á það að tölvan sé hljóðlát og að hún hitni svo mikið sem ekkert. Svo er tvennt í viðbót, 1. Eg er með tvö drif úr gamalli tölvu sem mig langaði að nota, það ætti ekki að vera neitt vesen er það? 2. Eg á tvo LaCie 250 GB flakkara, ég var að spá hvort það væri mikið vesen að taka þá úr hýsingunni og setja í tölvuna?
Takk, takk, og vona eftir svörum sem fyrst.
Uppfærsla
-
Yank
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Reputation: 0
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
-
Holy Smoke
- Nörd
- Póstar: 109
- Skráði sig: Þri 22. Jún 2004 19:34
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Yank skrifaði:Þessi kassi með sýnum 2x aflgjöfum er allgjört overkill utan um þennan vélbúnað sem þú ert búinn að velja saman.
Þetta er rétt. Þegar þú ert með tvo aflgjafa í kassa þá ertu ekki beint að nota þá saman sem einn 1200w aflgjafa (sama hvað auglýsingin segir).
Það eru tvær, og nákvæmlega tvær, ástæður til að vera með tvo aflgjafa; ef þú ert með mjög marga harða diska í kassanum (og þá meina ég 5+) eða ert með 2+ skjákort. Móðurborðið, örgjörvinn, hljóðkortið, og allt annað sem treystir á 24 pinna kapalinn sem fer úr aflgjafa númer 1 í móðurborðið fær allan straum frá þeim aflgjafa. Það eina sem þú getur notað aflgjafa númer 2 í eru harðir diskar, geisladrif, og kassaviftur, og þá bara til að minnka álagið á aflgjafa númer 1.