Geisladrif (DVD-skrifari) sem neitar að taka við diskum

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Geisladrif (DVD-skrifari) sem neitar að taka við diskum

Pósturaf DoofuZ » Fim 10. Maí 2007 14:01

Ég er með NEC 3520A DVD-skrifara og nýlega þá hætti skrifarinn að taka við diskum. Ég opna drifið, set disk í og loka en þá lokast það og opnast svo strax aftur sekúndu seinna eða svo.

Svo er líka alltaf eins og það sé diskur í fyrir því ef ég sleppi að reyna að setja disk í og loka drifinu bara þá logar ljósið á því í smá tíma eins og það sé að reyna að lesa einhvern disk eða eitthvað.

Ég tók líka eftir því þegar ég keyrði tölvuna í gang síðast að þegar tölvan athugaði hvort boot cd væri til staðar þá hangsaði hún svoldið við það eins og það væri diskur í en illa gengi að lesa hann, þá opnaði ég drifið og tölvan leit á C drifið og keyrði Windows upp.

Veit einhver hvað gæti verið að? Einhver hér einhverntíman lent í einhverju svona? Ég býst fastlega við því að ég þurfi að fá mér nýjan skrifara en er samt að vona að einhver hafi skýringu á þessu.

EDIT: betra svona 4x0n? :roll: :)
Síðast breytt af DoofuZ á Fim 10. Maí 2007 19:22, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fim 10. Maí 2007 16:15

Úff, hræðilega erfitt að lesa það sem þú skrifaðir, alltof þétt.

En tékkaðu hvort að tengin séu laus annað hvort í drifinu eða móðurborðinu.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 10. Maí 2007 19:27

Ég gleymdi reyndar að athuga sérstaklega hvort kaplar væru lausir en ég tók reyndar allt úr sambandi í tölvunni og setti bara power plug í drifið en samt lét það eins, þetta er þá pottþétt ekkert tengt tölvunni bara eitthvað að drifinu :(

Ég er líka búinn að ná í nýtt firmware og setja inn en það lagaði ekkert.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fim 10. Maí 2007 23:58

Ertu með alcohol 120% eða Daemon tools? Búinn að prófa að nota þrifdisk? Annars er það bara að púkka út undir 5þús fyrir nýtt drif :?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 12. Maí 2007 00:52

Ég er reyndar að nota Daemon tools en það skiptir engu máli því drifið lætur svona líka þegar ég set BARA power pluggið í það, kveiki aðeins á tölvunni og reyni að setja disk í það.

Svo var ég nýlega að taka eftir því að það heyrist smá hljóð í kannski um 1 mínútu eða svo þegar ég loka drifinu með engan disk í. Hljóðið sem heyrist minnir svoldið á hljóðið sem maður heyrir oft í diskettudrifum þegar tölvan er að reyna að lesa diskettu nema þetta hljóð er aðeins hljóðlátara og mjög stutt :?

Og nei, ég hef reyndar ekki prófað að nota þrifdisk, á engan svoleiðis :(


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Lau 12. Maí 2007 01:02

Svona þrifdrasl kostar sennilega yfir 2000 kall, þannig að peningunum er betur eytt í nýtt drif, sem betur fer eru þau ódýr.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1132
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 9
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Lau 12. Maí 2007 05:54

Jamm, ég ætla samt að bíða með að fá mér nýtt drif. Bróðir minn er á leið til Danmerkur bráðlega og hann hefur boðist til að versla eitthvað ódýrt tölvudót svo ég býst við að geta reddað mér fínum skrifara þaðan. Það er reyndar núna mánuður eða svo þar til þau verða komin aftur heim en ég get alveg beðið. Get líka notað dvd-skrifarann í lappanum á meðan ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]