Mjög svo skrítið vandamál (For Experts only)


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Mjög svo skrítið vandamál (For Experts only)

Pósturaf Selurinn » Þri 03. Apr 2007 23:57

Ok, nú kem ég að svolitli skemmtilegri sögu........Let's Start from the beginning.


Tölvan mín samanstendur af þessum íhlutum

AMD Athlon 3000+XP
Nvidia nForce 2 Ultra 400 / IGP K7N2 Delta2 Series
512 mb Corsais 400mhz CL 2.5 DDR
1024 mb Super Talent CL 2.5 DDR
Nvidia Geforce 6800 GS/XT
1 DVD Nec Skrifari
4 Harða diska, 2 IDE (200 og 250) 2 SATA (320 og 500)
450W PSU Fortron Aflgjafi



Ok, Tölvan mín var upphaflega með alla þessa hluti nema eitt, ég var með annað skjákort áðurfyrr, mitt elskulega 6800 með 12 pixla pipelines :) (Þetta GS kort er bara með 8 :(


Tölvan var búinn að vera þæg og góð í 2 ár nema þegar ég var nýbúinn að kaupa hana, fékk ég alltaf BSOD á fullu en með því að skipta um RAM þá var það bara einu sinni á mánaða fresti :S (very weird i must say)


En allavega eftir þessi tvö ár byrjar tölvan að hegða sér MJÖG undarlega, ég fæ artifacts uppúr þurru og allskonar kjaftæði, tölvan frýs og þess háttar.Og eftir nokkra notkun þá komu bara einhverskonar rákir alltaf þegar ég byrjaði að starta tölvuna og hún neitaði að fara í Windowsið, gat einungis fengið aðgang inní stýrikerfið í gegnum Safe Mode.....

En ok, ég tel skjákortið ónýtt, fer með það í Att, þeir segja það sama og ég fæ nýtt kort. (6800 GS) Sem er pinku verra en hitt kortið, en ég beit bara í það súra og var bara sáttur.


Núna eftir 1 ár, gerist NÁKVÆMLEGA sami hlutur með þetta kort, tölvan byrjar mjög hægt, (virkar eins og corruption) að hegða sér undarlega. Er lengi að loada hluti og stundum þarf ég að fara í Task Manager svo að hún haldi áfram og það koma bara svona artifacts uppúr þurru :S


Og svo núna þegar ég restarta tölvuni bara í gúddi fíling kemur svona þegar hún er að starta sig...............

http://i55.photobucket.com/albums/g151/ ... screen.jpg


Ég brjálaðist þegar ég fékk þetta ógeðslega flashback með hinu kortinu!

Er AGP raufin bara FUBAR!?

Eða hvað í fjáranum getur þetta verið?


Ég vona að einhver leyni á sér ofurmikla þekkingu og hefur reynslu á einhverju svona og geti leiðbeint mér hvað ég get gert!? Þetta er alveg svaðalegt!!!!............

P.S. Það sem ég er búinn að prófa...........

CLEAR CMOS, bæði með það að breyta jumperum og taka batterý úr.
Prófa ALLSKONAR Nvidia Drivera
Tók af Fast-Write með skjákortinu


Eitthvað annað sem ég get prófað?


Með kveðju..........




TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf TechHead » Mið 04. Apr 2007 12:17

Þetta er móðurborðið án vafa..... þessi nforce2 móðurborð voru horror
uppá AGP vandamál.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3100
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf beatmaster » Mið 04. Apr 2007 13:04

Hefurðu prufað að taka IDE diskana úr sambandi og starta svo tölvunni og athugað hvort að rákirnar hverfi?

Eða ef að windows-ið er á IDE diskunum, prufaðu að skipta um kapla


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mið 04. Apr 2007 13:53

Gætu þetta verið IDE kaplarnir?

Án gríns?


En þessar rákir eru komnar áður en hann detectar diskana..........


Windows er á 200 gb IDE diskinn btw



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Mið 04. Apr 2007 14:20

Ég hef séð svona rákir, nákvæmlega akkurat þessar rákir. - Ástæðan var að það var snúra að flækjast fyrir skjákortsviftunni og þarafleiðandi kortið að ofhitna, þegar ég loksins áttaði mig á þessu var þetta orðið of seint og skjákortið var komið með þessar rákir til frambúðar.
(Radeon 9800XT, R.I.P.)



Skjámynd

Revenant
</Snillingur>
Póstar: 1049
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 137
Staða: Tengdur

Pósturaf Revenant » Mið 04. Apr 2007 17:47

Hvernig eru voltin í kerfinu? Hljómar eins og það gæti verið of há spenna á kerfinu.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3772
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 134
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 04. Apr 2007 18:38

AGP-PCI lock?




Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mið 04. Apr 2007 20:09

Pandemic skrifaði:AGP-PCI lock?


Ha?

Ég var ekkert að overclocka, og það var stillt AGP í biosinum ekki PCI.........


Er ekki AGP raufin á móðurborðinu bara grillað?




Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Mið 04. Apr 2007 20:10

Revenant skrifaði:Hvernig eru voltin í kerfinu? Hljómar eins og það gæti verið of há spenna á kerfinu.



Hvaða spenna á að vera?
Hvar breyti ég?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6590
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 363
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 04. Apr 2007 21:54

ónýtur framebuffer. Ekkert hægt að gera í þessu


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 05. Apr 2007 02:24

gnarr skrifaði:ónýtur framebuffer. Ekkert hægt að gera í þessu



Ok, og hvað þýðir það?


Er móðurborðið grillað?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6590
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 363
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 05. Apr 2007 12:42

nei, skjákortið. Ertu ekki búinn að prófa það í öðru borði?


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3772
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 134
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 05. Apr 2007 15:38

Hef lent í þessu með gamalt Geforce 2 kort og það var ónýtt og eins og Gnarr minnist á Framebufferinn. Það kort reyndar dó af sjálfdáðum.
Annað sem mér datt í hug eru þéttar, þeir geta valdið instability á öllu kerfinu en þá væri það reyndar alltaf og myndi ekki taka sér árs hlé.

Er eitthvað í tölvunni þinni sem gefur frá sér hátíðnihljóð sem er mjög skerandi og þá er ég ekki að tala um svona hljóð eins og tölvan gefur venjulega frá sér, þetta hljóð vill oft breytast ef aðeins er hnikað við þéttunum eða spennunni breytt?

Búinn að prófa kortið í annari vél?

Búinn að skoða hvað þeir segja á foruminu um þetta borð?(vandamál sem kannski fleiri hafa þurft að fara í gegnum)

Getur mögulega aflgjafinn verið að gefa vitlausa spennu í Ext. power tengið? myndi það valda svona tjóni.

Finnst líklegt að þetta sé móðurborðið eða þá einstök óheppni að fá tvö gölluð kort.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3772
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 134
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 05. Apr 2007 15:45

Þetta er powersupplyið samkvæmt MSI og má sjá hvað þeir segja hér




Höfundur
Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1230
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fös 06. Apr 2007 00:55

Eftir að fyrsta kortið skemmdist er ég búinn að skipta um PSU áður en seinna kortið fuckaðist :S



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3772
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 134
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fös 06. Apr 2007 01:53

síðan eru það auðvitað mínar hugleiðingar þarna fyrir ofan.