Sælir, ég var að velta mér hvort það væri ekki vel 8.000 kallsins virði að uppfæra AMD64 3000+ upp í AMD64 3800+. Vegna þess að gamla móðurborðið bilaði er ég með nýtt socket 939 móðurborð, http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view&flo=product&id_top=945&id_sub=2256&topl=10&page=1&viewsing=ok&head_topnav=MOB_ABIT_KN8_SLI. Ég nota tölvuna nánast ekkert í leiki en væri samt til í smá boost fyrir alla þá almennu vinnslu sem ég stunda og finnst það ekki svara kostnaði að taka skrefið yfir í Core 2 duo. Þessi almenna vinnsla felur aðallega í sér videogláp og tónlistarspilun, taka öryggisafrit af DVD myndunum mínum, vafra um og Office, svo eitthvað sé nefnt.
Ég ætti kannski líka/frekar að uppfæra vinnsluminnið? Ég er með 2x512 mb DDR400 minni. Ég vil samt ekki eyða of miklu í minni sem eru af bráðum úreltum staðli og ég vil yfir höfuð ekki eyða of miklu í uppfærslu á þetta gamalli tölvu. Það væri samt æskilegt að vélin entist mér í að minnsta kosti eitt ár í viðbót.
Einhver álit?
Uppfæra AMD64 3000+ í AMD64 3800+?
-
Mazi!
- +EH l33T M@$TEr
- Póstar: 1337
- Skráði sig: Fim 13. Okt 2005 15:25
- Reputation: 4
- Staðsetning: Skúrinn
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
END skrifaði:Mazi! skrifaði:alveg ágæt Uppfærsla svosem, samt væri sniðugt að redda sér 3800+ X2
Þá notuðum? Ef einhver á slíkan/sambærilegan grip og vill selja má viðkomandi láta mig vita.
Sennilega notuðum, Skilst að AMD séu hættir að framleiða X2 örgjörva fyrir S939.
| ASRock B850M-X WiFi R2.0 | Ryzen 5 8400F | G.Skill Ripjaws 2x16GB 6000Mhz | 9060XT 8GB OC | 1TB WD Black M.2 NVMe SSD | Gamemax GM-700 - 700W | Sharkoon VK3 Black |
-
END
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Demon skrifaði:Miðað við þessa almennu vinnslu sem þú nefnir þá myndi ég ekki segja að þessi uppfærsla ætti rétt á sér.
Ætti ég samt ekki að finna einhvern mun? Kannski ekki 8.000 kr. virði?
Ég get alveg séð fyrir mé svona aðstæður:
http://www23.tomshardware.com/cpu.html?modelx=33&model1=500&model2=492&chart=192
Þar virðist munurinn vera töluverður.
-
END
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
dadik skrifaði:Ég myndi ekki gera þetta. Reyndu frekar að spara í smá tíma og fara í X2 útgáfu. X2 örgjörvarnir fara líklega að detta niðurfyrir 10.000 kall á næstu vikum.
Ég er nýbúinn að skipta yfir í dual core örgjörva og get sagt þér að munurinn er alveg fáránlega mikill, jafnvel í svona "venjulegri" vinnslu.
Hmm já þetta er kannski alveg óþarfi
Er eitthvað vit í því að vera með 4x512MB minni? Þá gæti ég boðið í þessi hér: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=13075 Er það alveg stable?