Hvaða kassi er þetta? Get ég keypt mér móbo í þetta skran?


Höfundur
prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvaða kassi er þetta? Get ég keypt mér móbo í þetta skran?

Pósturaf prg_ » Fim 11. Jan 2007 20:07

Tölvan hjá ættingja, ég get svosem sett inn í móðurborð og þetta helsta, en er ekki alveg nógu mikill spekingur til að vita hvaða tegund af kassa þetta er - og þá hvort uppfærslutilboð á borð við þetta eða þetta geta gengið inn í þennan tölvukassa og powersupply.

Hafði hugsað mér að nota sama hd (ATA) og skjá (túba) sem gerir þetta hræbillegt ef möguleiki er á að nota kassann og ps.

ATH: Þessi aðili spilar enga leiki og er sama um hraðamun á AMD og Intel (umræðan þarf því ekki að fara út í þá sálma).
Viðhengi
tolva-DSC00076.JPG.jpg
tolva-DSC00076.JPG.jpg (154.17 KiB) Skoðað 1259 sinnum
tolva-DSC00075.JPG.jpg
tolva-DSC00075.JPG.jpg (112.17 KiB) Skoðað 1259 sinnum
tolva-DSC00073.JPG.jpg
tolva-DSC00073.JPG.jpg (134.93 KiB) Skoðað 1259 sinnum



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 11. Jan 2007 20:17

Þetta er bara standard ATX kassi, getur sett hvernig ATX og µATX borð í hann.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

schnilld

Pósturaf prg_ » Fim 11. Jan 2007 20:18

Mange tak, þarf bara að ganga úr skugga um að ps geti ráðið við móbo og örgjörvan sem ég kaupi...



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 11. Jan 2007 20:20

ampera talan fyrir hvert rail ætti að standa á hliðinni á honum. póstaðu því hingað og hvað verður í kassanum eftir uppfærslu, þá getum við sagt þér hvort það gengur.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3774
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 135
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Fim 11. Jan 2007 21:40

Þetta myndi aldrei ganga þar sem bæði þessi móðurborð sem þú linkar á eru með P4 tengi og powersupplyið sem er á myndinni ekki.

Er þetta powersupply ekki 200W?




Höfundur
prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf prg_ » Fös 26. Jan 2007 22:23

Jæja, komst loksins í að skoða þetta betur. PowerSupply-ið er 250W - dugir það fyrir einhverja uppfærslu eða þarf ég auka power eða tengi til að geta uppfært á einhvern hóflegan hátt?



Skjámynd

arnarj
Gúrú
Póstar: 573
Skráði sig: Mán 28. Okt 2002 22:40
Reputation: 8
Staðsetning: 113 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf arnarj » Fös 26. Jan 2007 22:56

Ef þú ætlar bara að vera með 1-2 harða diska og ódýrt/innbyggt skjákort ætti aflgjafinn að duga.

Er þetta ekki Fujitsu-Siemens kassi?


t.d. þá ætti svipuð uppsetning og þessi að virka fínt í kassanum:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... f934ea38ba

tek fram að ég vafraði ekkert til að sjá besta uppfærslutilboðið, tók þetta bara sem dæmi, fór bara beint á att. Etv til betri tilboð annars staðar.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 27. Jan 2007 19:05

Ef aflgjafinn er ekki með "P4 tengi", þá gengur hann ekki í uppfærslu. Þetta er svona ferkanntað 4-pinna tengi sem að fer í móðurborðið.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

P4 tengið á PSU

Pósturaf prg_ » Sun 28. Jan 2007 23:26

Erum við ekki að tala um þetta hérna:
Mynd

Ef svo er þá get ég leitað að því.

Hvað með ef þetta tengi er ekki, get ég samt ekki keypt AMD móbo+örgjörva og komið því á koppinn.

Það verður bara einn hdd þannig að þetta ætti vonandi að sleppa.

Takk fyrir skjót svör og hjálpina, kann vel að meta!



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6596
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 366
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 29. Jan 2007 01:49

Jú, þetta er tengið.

og nei, þetta tengi er kallað P4 tengi vegna þess að P4 voru fyrstu örgjörfarnir sem voru það orkufrekir að þeir kröfðust svona tengis. Í dag eru öll móðurborð með þetta, bæði AMD og Intel.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
prg_
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Þri 09. Jan 2007 20:46
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf prg_ » Mán 29. Jan 2007 11:13

OK, þá splæsi ég bara í nýtt PSU þar sem mér sýnist a.m.k. á myndunum sem ég tók að þetta tengi sé ekki til staðar á því gamla.



Skjámynd

stjanij
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Þri 31. Ágú 2004 20:49
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf stjanij » Mán 29. Jan 2007 20:54

vertu viss að þú ert að setja nógu öflugt PSU í kassann